Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 41

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 41
FÓÐUR Samhengi NDF í heildarfóðri, NDF-áts og hámarks-mjólkurframleiðslu. legri vambargerjun og því um leið háum meltanleika í heildarfóðri og góðri fóður- nýtingu. Það er náið samhengi á milli NDF í fóðri og eðlilegs jórturs, sem aftur leiðir til mikillar munnvatnsframleiðslu og stjórnun- ar á sýrustigi í vömb. Rikuleg munnvatns- framleiðsla er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir of mikla sýringu í vömbinni og þar með að draga úr starfsemi trénismeltandi örvera. Til þess að hámarka orku- og pró- teinnám skepnunnar er því mikilvægt að fóðra með gróffóðri með lágt innihald af UNDF og háan meltingarhraða á PNDF jafn- hliða sem NDF-innihaldið er nægjanlegt til að tryggja gerjunaraðstæðurnar í vömbinni. SÍUN FÓÐURAGNA ÚT FRÁ VÖMB Annað, ekki síður þýðingarmikið hlutverk frumuveggjarefnanna í fóðrinu, er að mynda sk. „trénisteppi" á yfirborði vambar- innihaldsins. Teppið virkar eins og sía sem kemur I veg fyrir að smáar fóðuragnir, sem ekki eru fullmeltar, flæði út úr vömbinni. Áður en ómeltar fóðuragnir geta borist út úr vömbinni verða þær að smækka niður ( 1-2 mm að stærð. Smækkunin verður aðal- lega við jórtur. Til viðbótar stærðinni er þungi fóðuragnanna mikilvægur fyrir flæði- hraðann þar sem léttar agnir flæða hægar frá vömb en þungar. Jórturdýr hafa þroskað með sér sérstakan eiginleika sem heldur aft- ur af flæði smárra fóðuragna sem ekki eru að fullu meltar. Vambarörverurnar, sem eru festar við fóðuragnirnar, framleiða gas sem leiðir til þess að þeir verða léttar. Það kem- ur í veg fyrir eða seinkar flæði þeirra frá vömb. Gasfylltar fóðuragnir fljóta eða halda sig upp undir síunarteppinu. Ef teppið er ekki nægilega þétt eða það ekki fyrir hendi, flæða agnirnar of fljótt aftur til þarmanna. Þetta þýðir að ef hin sérhæfða temprun á flæði ómeltra fóðuragna virkar fullkomlega er vambarmeltanleiki PNDF nánast fullkom- inn eða 100%. ( norskri beitartilraun með mjólkurkýr var dvalartími NDF í vömb mældur. Fóðurgildi beitargrassins í tilrauninni var sérlega hátt og mælt NDF-innihald var um 41 % (til sam- anburðar er NDF í vallarfoxgrasi við skrið um 60%). Út frá mældu fóðuráti átti reikn- aður dvalartími í vömb að vera 75 klst. og meltanleiki NDF um 70%. Hins vegar kom i Ijós að raunverulegur dvalartími varð 40 klst. og meltanleiki NDF aðeins 55%. Niður- stöðurnar leiddu einnig í Ijós að aðeins um 70 af hundraði af meltanlega hluta NDF meltist en 30% af NDF-hlutanum meltist ekki. Sú ályktun var dregin að lægri meltan- leika en vænst var mætti skýra með of mikl- um flæðihraða NDF og það mætti skýra með að „trénisteppið" hafi ekki verið nægi- lega gott vegna of lítils trénis i fóðrinu. Nið- urstöðurnar benda til mikilvægis þess að í heildarfóðrinu sé nægilegt tréni, ekki síst þegar beitt er og gróffóðrið er snemmsleg- ið og inniheldur lítið NDF. I slíkum tilvikum getur gróft ósaxað hey eða hálmur, 1 - 2 kg á grip á dag, komið að góðu gagni við að tryggja eðlilega trénismeltingu. HÆFILEGT NDF-INNIHALD í FÓÐRI Hvert er hið æskilega NDF-innihald í fóðri mjólkurkúa? Athuganir hafa sýnt að það er háð fjölda þátta, eins og mjaltaskeiði (nr.), nyt, stubblengd/grófleika fóðurs og sam- setningu kjarnfóðurs. Til að ná miklu gróf- fóðuráti og mikilli nyt hafa amerískar rann- sóknir sýnt að NDF í dagsfóðrinu þurfi að vera á bilinu 35-40% (350 til 400g í kg þe.). Lægstu gildin eiga við um mjólkurkýr fyrst eftir burð en þau hæstu á mið- og síð- mjólkurskeiði. Lesa má út úr mynd 3 að æskileg NDF-upptaka sé 12-13g NDF á kg lífþunga, eða 6,0 - 6,5 kg á dag fyrir 500 kg mjólkurkú. Sé tekið mið af myndinni og að fóðrið innihaldi 40% kjarnfóður og NDF-innihald- ið sé 19% - hvert er þá æskilegt NDF inni- hald í gróffóðrinu? Útreikningar sýna að gróffóðrið þarf að innihalda 46-54 % NDF, þar sem lægra gild- ið á við mjólkurkýr snemma á mjólkurskeiði. Minnki hlutdeild kjarnfóðurs I heildarfóðri í 30% þarf NDF-innihald fóðurskammtsins að vera 42-49%. Dæmigerður fóðurskammtur íslenskra mjólkurkúa er samsettur úr kjarnfóðri með tiltölulega hátt hlutfall af auðleysanlegum kolvetnum (sykur og sterkja) og töluvert forþurrkuðu rúlluheyi með tiltölulega hátt trénisinnihald. I ár gefst bændum í fyrsta sinn tækifæri á að fá NDF mælt í þjónustu- sýnum, gegn sérstöku gjaldi. Fyrir þá sem það hafa gert er ástæða til að rýna (tölurn- ar og gera samanburð við það sem hér er nefnt. Ekki er þó ætlast til að við yfirfærum erlendar niðurstöður hvað kolvetnin varðar yfir á okkar aðstæður. En tilgangurinn er að vekja athygli á þeim mikilvæga þætti sem vitneskja um kolvetnahluta fóðursins er fyr- ir eðlilega og afkastamikla meltingarstarf- semi kúnna og þar með okkar mjólkurfram- leiðslu. Grein þessi er að stofni til byggð á grein eftir Harald Volden sem birtist í norska tímaritinu Buskap, nr. 1, árið 2000. Freyr 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.