Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT ■ ÞRÓUN FJÓSGERÐA OG MJALTATÆKNI Á ÍSLANDI ÁÁRUNUM 2003-2005 - eftir Snorra Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. 04-06 18-22 ■ KYNBÓTAMAT NAUTANNA HAUSTIÐ 2005 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Baldur Helga Benjamfnsson, Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson. 08-10 ■ LÍFRÆNN OLlUBÓNDI I KENTUCKY SANNAR AÐ STÆRÐIN SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI - viðtal við bandarískan bónda sem stundar framleiðslu á lífdísil. 32-41 KYNBÓTAMAT I HROSSARÆKT 2005 - Guðlaugur V. Antonsson greinir frá niðurstöðum kynbótamats í hrossarækt. Þróun fjósgerða og mjaltatækni á Islandi á árunum 2003-2005 — eftir Snorra Sígurðsson, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. ..4 Lífrænn olíubóndi í Kentucky sannar að stærðin skiptir ekki öllu máli — viðtal við bandarískan bónda sem stundar framleiðslu á lífdísil.............................................8 Er framtíð í framleiðslu lífrænnar dísilolíu eða etanóls á íslandi?.11 Hversu mikið má greiða fyrir greiðslumark í mjólk? - Eftir Torfa Jóhannesson, Búnaðarsamtökum Vesturlands............12 Amerískur dreki með mikla dráttargetu - jeppaumfjöllun...........13 Aukin framleiðni í þjónustufyrirtækjum; leið til hagnaðar? -eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur................................14 Útrásarmöguleikar í mjólkinni? - Guðbrandur Sigurðsson gefur tóninn..............................17 Kynbótamat nautanna haustið 2005 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Baldur Helga Benjamínsson, Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson.........................18 Fóðurefnagreining - gróffóður - NorFor (3) - Gunnar Guðmundsson þýðir grein um efnagreiningar á gróffóðri....24 Vaxtarstýring tómatplantna - eftir Magnús Ágústsson garðyrkjuráðunaut Bændasamtakanna.......26 Býflugurnar og blómin - ráð til að ná betri frævun á tómötum að vetri - eftir Magnús Ágústsson................................29 Ferðaþjónusta - upplýsingar um sölu og afkomu í ferðaþjónustunni árið 2004.....30 Hlunnindi - upplýsingar um æðarrækt, selveiði, rekavið og önnur hlunnindi árið 2004.....................................31 Kynbótamat í hrossarækt 2005 - Guðlaugur V. Antonsson greinir frá niðurstöðum kynbótamats í hrossarækt.................32 Markaðurinn - verð á greiðslumarki, yfirlit um kjötmarkað og sölu ýmissa búvara......................42 FORMÁLI Nýsköpun og útflutningur landbúnaðarafurða Um fátt er meira rætt í viðskiptalífinu en svokallaða útrás fyrirtækja til annarra landa. Þau rök eru oftast nefnd að íslenski markaðurinn sé lítill og það dragi úr vaxtarmöguleikum fyrirtækjanna. Því sé ráð að sækja á framandi markaði og helst til milljónaþjóða þar sem tækifærin eru við hvert fótmál. En á hvaða sviðum hafa fslending- ar forskot á aðrar þjóðir? Er sjálfgefið að íslenskar bankastofnanir, sem sumar hverjar hafa nýlega verið einkavæddar, og önnur fyrir- tæki slái í gegn á erlendri grund? Það verða alltaf einhverjir undir f samkeppninni, veðja ekki á réttan hest og draga sig í hlé í kjölfar- ið. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, ritar fróðlegan pistil í Frey um útrásarmöguleika íslenskra mjólkurframleiðenda. Þar bendir hann á að það er fleira hægt að flytja út en vöru sem framleidd er hérlendis. Möguleikar felast ekki síður í því að flytja út þekkingu, að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum eða semja við útlenda mjólkur- framleiðendur um sérleyfisframleiðslu. ( landbúnaðinum hefur löngum verið rætt um útflutning land- búnaðarafurða og ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í þeim efnum. Nú er hins vegar komin upp undarleg staða sem menn sáu ekki fyr- ir þegar átök á kjötmarkaði voru sem mest fyrir nokkrum misserum. Þó e.t.v. sé ekki hægt að tala um skort á landbúnaðarvörum má segja að kröfur um aukna framleiðslu séu að aukast til muna. Tala menn nú um vöntun á mjólk og um nokkurt skeið hefur reynst erfitt að anna þörfum markaðarins fyrir nautakjöt. Þegar svona árar eru íslenskir bændur vart aflögufærir um útflutning á sínum afurð- um. Þetta ástand kallar á viðbrögð - efla þarf framleiðsluna eða finna aðrar leiðir til að græða peninga! í hinum dreifðu byggðum eru ýmsar auðlindir sem við höfum jafnvel ekki enn komið auga á. Tækifærin eru nóg og þau þarf að virkja. Hækkandi jarðaverð, tækninýjungar, betri menntun og aukin eftirspurn eftir landbúnað- arvörum og margvíslegri þjónustu eru allt lóð á vogarskálarnar sem ættu að færa bændum betri lífskjör. Dæmi um þetta má finna í við- tali við bandaríska bóndann Andy Sprague sem býr í Kentucky. Hann framleiðir svokallaðan „lífdísil" úr sojaplöntunni sem kemur ( stað hefðbundinnar dísilolíu. Þótt íslenskir bændur feti e.t.v. ekki í fótspor Andys í bráð er hann gott dæmi um bónda sem skapar sér nýja atvinnu með hugviti og útsjónarsemi. /TB FREYR - Búnaðarblað - 101. árgangur - nr. 7, 2005 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason og Vilborg Stefánsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavik, simi: 563-0300, bréfsimi: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is • Netfang auglýsinga: augl@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2005 • Upplag: 1.600 eintök • Forsíða: Mjaltabás á Dagverðareyri ( Eyjafirði. Ljósm. Áskell Þórisson. Freyr 11 2005 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.