Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 12
NAUTGRIPIR Hversu mikið má greiða fyrir greiðslu- mark í mjólk? IEftir Torfa Jóhannesson, Búnaðarsamtökum Vesturlands Síðustu misseri hefur mikil umræða átt sér stað um verð á greiðslumarki í mjólk (hér eftir kallað „kvóti"). Verðið í sumar fór langleiðina í 450 kr./lítra og þótti flestum nóg um. Síðustu vikurnar hafa viðskipti verið lítil og verðið mun lægra og ekki lík- iegt að það hækki næstu mánuðina þar sem raunverulegar framleiðslu- takmarkanir eru ekki fyrir hendi. Hagkvæmni kvótakaupa má reikna á ýmsan hátt og ráða forsendur eðlilega mestu um niðurstöðuna. Helstu breytur eru kostnaður bóndans við framleiðsluaukningu, vextir og afskriftatími. Hér verður gerð grein fyrir einni leið til að reikna arðsemi kvótakaupa, út frá gefnum forsendum. KOSTNAÐUR VIÐ FRAMLEIÐSLUAUKNINGU Það að auka framleiðsluna um einn litra kostar mismikið eftir aðstæðum á hverjum stað. Ef viðbótin er lítil og í fjósinu eru ónotaðir básar, þarf viðbótin einungis að bera breytilegan kostnað og vinnulaun. I öðrum tilfellum gæti þurft að byggja eitt- hvað við fjósið - t.d. innrétta hlöðu án þess að annar kostnaður breytist - og loks getur verið um það að ræða að bóndinn velji að byggja nýtt fjós. Þá þarf viðbótin að bera fuilan kostnað - bæði breytilegan og fastan. VEXTIR OG AFSKRIFTIR Það er eðlilegt að gera ráð fyrir því að fjár- binding til kvótakaupa beri hefðbundna vexti. Flestir bændur ættu að eiga aðgang að fjármagni með um það bil 5% vöxtum til kvótakaupa. Afskriftir kvóta eru tvenns konar. ( fyrsta lagi skattalegar afskriftir, eða niðurfærsla, og hins vegar raunveru- leg verðmætarýrnun greiðslumarksins. Skattalegar afskriftir gera það að verkum að hagkvæmni kvótakaupa eykst verulega ef búreksturinn er að greiða skatt af hagn- aði (það sama á að sjálfsögðu við um hag- kvæmni annarra fjárfestinga, s.s. dráttar- véla). Hér standa rótgróin bú betur að vígi en þau sem hafa nýlega fjárfest í bygging- um og jörð. Skattaleg niðurfærsla kvótans er hins vegar ekki það sama og raunveru- leg verðmætarýrnun. Hingað til hefur kvóti ekki rýrnað með tíma heldur hefur verðmæti hans aukist. Almennt hlýtur þó að vera hæpið að gera ráð fyrir því að verðmæti kvótans haldi áfram að aukast og fáir þora að gera ráð fyrir því að í honum séu mikil söluverðmæti eftir að núverandi mjólkursamningur rennur út. FORSENDUR Hér er gert ráð fyrir að breytilegur kostnað- ur sé 28 kr./lítra, vextir séu 5% og kvótinn verði verðlaus á 10 árum. Síðan er reiknað út hvað bóndinn hafi í laun af hverjum lítra í fjórum tilvikum: 1) Öll framleiðslugeta fyrir hendi og skatta- legt hagræði. 2) Öll framleiðslugeta fyrir hendi en ekkert skattalegt hagræði. 3) Nauðsyn á viðbyggingu en enginn annar fastur kostnaður og ekkert skattalegt hagræði. 4) Fullur fastur kostnaður og ekkert skatta- legt hagræði. NIÐURSTAÐA Niðurstaðan er sú að hæsta mögulega kvótaverð er 675 kr./lítra. Það er við þær aðstæður að viðbótarframleiðslan þarf ein- ungis að standa undir breytilegum kostn- aði, bóndinn hefur skattalegt hagræði af fjárfestingunni og fær engin laun fyrir við- bótarframleiðsluna. Við 400 kr./lítra kvóta- verð hefur þannig bóndi 22 kr./l í laun. Ef bóndinn er ekki að borga skatta og þarf ekki að byggja eða bæta við föstum kostnaði má hann að hámarki borga rúm- ar 400 kr./lítra. Sá sem þarf að byggja nýtt fjós - eða bæta verulega við framleiðsluna - þolir hins vegar ekki mikið meira en 250 kr./lítra - þá er hann launalaus. Það sem þessir útreikningar sýna er að umræðan um hátt eða lágt kvótaverð verður að taka mið af aðstæðum á hverj- um stað. Breytilegur kostnaður á búinu, möguleikar á hagkvæmri fjármögnun, skattaleg staða og kostnaður við fram- leiðsluaukninguna, ráða því hvað verð hver bóndi getur greitt á hverjum tíma. Annað sem stingur í augu er hversu mikill munur er á aðstöðu ungra bænda sem þurfa að fjárfesta í byggingum og auka framleiðsl- una mikið og þeirra sem eru rótgrónir í greininni. 12 FREYR 11 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.