Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 6
NAUTGRIPIR Hlutfall mjólkur sem framleidd er í legubásafjósum er komið í rúm 35%. nærri 100 þúsund lítrum meira greiðslu- skýrsluhaldi og voru þær upplýsingar sam- mark en hinar fjósgerðirnar. SAMSPIL FJÓSGERÐA OG AFURÐA Fengnar voru upplýsingar frá Bændasam- tökum (slands um meðalafurðir allra búa í keyrðar við gagnagrunn LK um fjósgerðir og mjaltatækni. Meðalnyt síðustu 12 mán- aða allra búa var 5.251 kg og má sjá sund- urliðun talnanna í töflu 4. Þar kemur fram að básafjós með mjaltabás eru að jafnaði með hæstu meðalnytina yfir landið. Þetta kemur ekki á óvart, þar sem Ijóst er að þessi Tafla 3. Meðal greiðslumark árin 2003 og 2005 eftir fjósgerðum Árið 2003 Meðalgreiðslumark pr. bú Árið 2005 Meðalgreiðslumark pr. bú Breyting Básafjós með fötukerfi 26.234 28.527 8,7% Básafjós með rörmjaltakerfi 101.742 112.639 10,7% Básafjós með mjaltabás 157.372 180.068 14,4% Legubásafjós með mjaltabás 182.105 198.571 9,0% Legubásafjós með mjaltaþjón 256.591 295.467 15,2% fjósgerð krefst mikillar vinnu og því auknar líkur á því að bændur með þessa fjósgerð leggi meira á sig að jafnaði við mjólkurfram- leiðsluna en aðrir. Hefðbundin básafjós eru með lægstu meðalnytina en annað væri óeðlilegt enda fjöldi þeirra um helmingur allra fjósa. Þegar fjósgerðir eru flokkaðar eftir meðal- nyt sem er hærri en 6.000 kg/kú þá kemur fram önnur samsetning þrátt fyrir að bása- fjós með mjaltabás séu þar enn I efsta sæti. Básafjós með rörmjaltakerfi koma þar rétt á eftir og benda þessar niðurstöður til þess að þarsem hámarksafurðastefna erstunduð, þá ná þeir kúabændur að jafnaði betri árangri sem hafa möguleika á því að einstaklings- fóðra kýrnar. Ljóst er að það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, í framkvæmd I fjósi þar sem kýrnar ganga um lausar. Básafjós, allar gerðir 107.623 119.894 11,4% Legubásafjós, allar gerðir 185.898 219.267 17,9% Þróun í fjósgerðum og mjaltatækni hefur ATH: Öðrum fjósgerðum sleppt vegna fæðar Tafla 4. Meðalafurðir kúabúa í skýrsluhaldi BÍ, eftir fjósgerðum og mjaltatækni. Heild Meira en 6.000 kg /kú Meðalnyt, kg Fjöldi búa Meðalnyt, kg Fjöldi búa Básafjós með rörmjaltakerfi 5.144 394 6.409 58 Básafjós með mjaltabás 5.474 75 6.431 16 Legubásafjós með mjaltabás 5.429 127 6.334 30 Legubásafjós með mjaltaþjón 5.326 36 6.203 5 Meðaltal 5.251 632 6.382 109 Ljóst er að aðstæður til mjólkurframleiðslu á Islandi eru mjög breytilegar á milli framleið- enda en íslendingar hafa á örstuttum tíma náð að skipa sér í sess stórþjóða mjólkur- framleiðslunnar, þegar horft er til tækni- væðingar við mjaltir. Hins vegar er Ijóst að þessar breyttu aðstæður gera enn meiri kröfur til ráðgjafaþjónustunnar en hingað til og gera ekki slður minni kröfur til endur- menntunar kúabænda og ráðunauta. Kúa- bændur takast á við gríðarlega breytt skil- yrði til framleiðslu mjólkur þegar skipt er um fjósgerð eða mjaltatækni og mikið I húfi að vel takist til. 6 FREYR 11 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.