Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 54
Vikublað 1. desember 2017 6 ÚRVAL DIESELVÉLA Varahluta- og viðgerðaþjónusta Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is þekking – reynsla – þjónusta Dæmi: Maður um þrítugt kom heim eftir að hafa verið með kunningjum að skemmta sér. Hann hafði drukkið nokkra bjóra og fundið þægilega á sér. Hann kom heim um eitt leytið, lagðist á koddann og sofnaði um leið. Milli 5–6 vaknaði hann eftir að hafa sofið fast og hrotið að sögn eiginkonu sinnar. Hann var þyrstur, fékk sér að drekka og sofnaði fljótt aftur. Hann svaf þó ekki eins vel það sem eftir var nætur, dreymdi mikið og var að smávakna fram undir morgun. Um níu leytið var hann vaknaður og gat ekki sofnað aftur. Hafði þó hugsað sér að sofa mikið lengur því hann var í raun vansvefta eftir erfiða vinnuviku. Sagan hér að framan er dæmi­ gerð fyrir áhrif áfengis á svefn. Áhrif áfengis á svefn er að stytta sofnunartíma og fækka upp­ vöknunum. Það minnkar hlutfall draumsvefns og eykur aðeins djúpsvefn fyrri part nætur. En helmingunartími áfengis er stuttur og því koma fráhvarfseinkenni fram nokkrum klukkustundum seinna. Fráhvarfseinkenni eru yfir­ leitt þveröfug við verkun efnisins þannig að erfiðara verður að sofna, uppvaknanir verða tíðari. Hlutfall draumsvefns eykst og tíminn frá því að sofnað er þar til draumsvefn hefst styttist, sem veldur miklum draumförum og jafnvel martröð­ um. Endar með ofsvefni Svefnleysi og martraðir eru einkennandi fyrir drykkjufólk í frá­ hvarfi. Einkenni sem lýst er hér að ofan eftir hóflega drykkju, magnast til mikilla muna. Viðkomandi nær ekki að sofna og ef honum fellur blundur á brá koma martraðir og hann hrekkur upp aftur. Þetta verð­ ur til að auka til muna vanlíðan hans að öðru leyti í fráhvarfinu sem einkennist af miklum kvíða, sekt­ arkennd og líkamlegum einkenn­ um. Í tremma (delerium tremens) er nær allur svefn draumsvefn. Delerium tremens hefur af sumum verið talið draumsvefns ástand í vöku. Fráhvarfsskeið getur endað á ofsvefni þar sem einstaklingurinn sefur mjög mikið. Óvirkir alkóhólistar Svefntruflanir eru mjög algengar hjá óvirkum alkóhólistum, jafnvel þótt viðkomandi hafi verið þurr árum saman. Erfitt getur verð að bæta svefn þessara einstaklinga og er talið að skemmdir í miðtauga­ kerfi af völdum áfengis eigi þar þátt að máli. Hafa ber einnig í huga að svefn­ sjúkdómar geta versnað við neyslu áfengis til dæmis kæfisvefn. Í dæm­ inu hér að framan hraut maðurinn hátt og mikið. Hrotur eru einkenni kæfisvefns. Þó er ekki svo að allir sem hrjóta séu með kæfisvefn, en sé kæfisvefn til staðar þá versnar hann til muna við neyslu áfengis. Aðrir svefnsjúkdómar til dæmis fótakippir og fleira eru algengari meðal þeirra sem neyta áfengis í óhófi. Meira um áfengisvanda og fleiri heilsutengd mál má lesa á doktor.is Áfengi og svefn- truflanir Þau sem ekki geta sofið reyna stundum að nota áfengi sem svefnlyf. En það er skammvinn hjálp og gerir meira ógagn en gagn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.