Muninn - 01.08.1904, Blaðsíða 11

Muninn - 01.08.1904, Blaðsíða 11
9 Framh. frá 1. bls. ins. Markmið og ætlunarverk bindindis er ekki ein- asta það mannkærleikans starf, að frelsa ofírylckju- manninn sem einstakling frá áfengisnautninni, heldur einnig jafnframt það göfuga hlutverk, að efla og tryggja okkar félagsskipun um leið og það gerir einstaklinginn færan um að gæta síns fjárhagslega og andlega sjálf- stæðis. Það er sárt að sjá ofdrykkjumanninn ala sig marg- víslegri svívirðingu og eyðileggja mannorð sitt og mátt til þess að sjá fótum sinum forráð, en það er óþol- andi, að hann eyðileggi framtíð þeirra, er forsjónin hefir honum falið til umsjónar og yndis í lífinu . . . Löggjafarvaldið verður að aðstoða Regluna enn betur en orðið er“. Jón Ólafsson ritstj., (ísl. G. T. 1888, bls. 59—60): „En það er hægra, öruggara og þýðingarmeira að varna sjúkleik en að lækna hann. Spurðu hvern læknir, sem þú vilt, um víðan heim, hvort það sé ekki betra og hyggi- legra að fyrirbygeja sjúkleikann, en að lækna hann. Éins- er með drykkjuskapinn. í fáeinum tilfellum af mörgum tekst það, að gera reglumann úr óreglumanni, en venju- lega mistekst það......Að uppræta nautn áfengra drykkja úr heiminum, það er mark og mið Reglunnar. . . . Hvernig get eg bezt lagt minn skerf til að frelsa menn frá bölvun ofdrykkjunnar — frá bölvun áfengra drykkja ? Hvernig get eg bezt stutt að því, að verja sak- leysi barnanna? Hvernig get eg bezt stutt að þvi, að efla lán og farsæld óteljandi heimila? Hvernig get eg bezt eflt táp og siðgæðí uppvaxandi og komandi kyn- slóða? Hvernig get eg bezt stutt að því að græða þær mörgu undir, er bölvun áfengra drykkja slær? Hvernig get eg bezt fyrirbygt alt það ólán og hörmungar,- er leiða af áfengum drykkjum? Með þvi að styðja skipulegan og ötulan félagsskap, er vinnur að þessu takmarki. í einu orði: með því að vera góðtemplar“.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.