Muninn - 01.11.1909, Page 41

Muninn - 01.11.1909, Page 41
MUNINN 37 Guði til dýrðar. Veitingamaður einn gerðist áhyggjusamur um sálarheill sína og fór því a-ð verða miður gefið um þessa atvinnu, sem hann rak. Hann fann prest sinn, sagði honum, hvað á sig legðist, og bað hann leggja sér heilræði. „Eg skal svara yður á morgun", ansaði prestur. Hann kom morguninn eftir og segir við veitingamanninn: „Seljið svo mikið, sem þér getið, Guði til dýrðar og í Jesú nafni“. Síðan fór veitingamaðurinn leið sína. „Guði til dýrðar og í Jesú nafni“, hugsaði veitingamaðurinn; „nei, það nær engri átt“. Og hann hætti við veitingaiðnina. Vitur maður einn og glöggskygn fortekur að konur séu trygglyndari en karlmenn. Hann sannar mál sitt á þessa leið: „Vitum vér eigi mörg dæmi þess, að karl- menn halda trygð við gamalt og úrelt höfuð- fat, hatt eða húfu, og viija með engu móti fá sér nýjan hatt í staðinn; en hefir nokkur mað- ur heyrt þess getið um konur? Skemst leið til auðlegðar er eftir braut nægjuseminnar. Fyrir hvern breyskleika, er vér getum bent á hjá öðrum, höfum vér tvo sjálfir. Vér erum ekki færir um að njóta auðsæld- ar fyr en vér getum verið ánægðir án hennar.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.