Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er skemmtilegt verkefni, mjög gaman,“ segir veitingamaður- inn Ólafur Örn Ólafsson sem undir- býr nú að opna gamla Hagavagninn við Sundlaug Vesturbæjar að nýju. Búið er að rífa út gamlar innrétt- ingar og tæki og stefnt að því að vagninn verði opnaður í maí. Meðal eigenda eru eigendur Geysis- verslananna. Hagavagninn er eitt af þekktari kennileitum Vesturbæjar Reykja- víkur. Næstum fjórir áratugir eru síðan pylsuvagn var opnaður við Vesturbæjarlaug og fékk hann síðar nafnið Hagavagninn. Hann hefur verið lokaður síðasta árið. Haga- vagninn hefur löngum notið vin- sælda – enda þykir mörgum nauð- synlegt að fá sér í gogginn eftir góða sundferð. Það er því von að Vestur- bæingar fagni þessum tíðindum. Sífellt meira líf er að færast í þennan hluta Vesturbæjarins. Kaffi- hús Vesturbæjar var opnað fyrir tæpum fjórum árum hinum megin við Hofsvallagötuna og von er á því að Brauð & co opni þar bakarí á næstunni. Ólafur vill ekki upplýsa nákvæmlega um hvað verði á mat- seðlinum en játar því að þarna verði áfram seldir hamborgarar. „Þetta er allt á mjög miklu byrjunarstigi,“ segir Ólafur sem hefur lagst í miklar rannsóknir á hamborgurum að und- anförnu. „Ég er að vinna með bakara að því að finna rétta brauðið og er að gera tilraunir með kjötið. Það þarf að finna út hvaða hlutar eru bestir í hakkið. Svo stefni ég á að fara upp á næsta stig í að gera djúsí grænmet- isborgara,“ segir Ólafur, sem þekkt- ur er fyrir framgöngu sína í mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi en hefur komið að opnun og rekstri fjölda veitingastaða, svo sem Dills, auk þess að stjórna matarmarkaðinum Krás. Morgunblaðið/Hari Nýir tímar Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður opnar Hagavagninn á ný. Fornfrægur matarvagn öðlast nýtt líf  Þekktur veitingamaður opnar Hagavagninn að nýju Upphafið Auglýsing sem birtist í Vísi í ágústmánuði árið 1980. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur þar til síðdegis á sunnudag. Fundurinn er að venju haldinn í Laugardalshöllinni. Laugardalshöll verður opnuð kl. 08.45 í dag og verða fundargögn þá af- hent landsfundarfulltrúum. Kl. 16.30 hefst dagskráin, með ræðu formanns- ins, Bjarna Benediktssonar. Dagskrá verður svo fram haldið kl. 09.00 í fyrramálið með kjöri stjórn- málanefndar og kynningu á drögum að stjórnmálaályktun. Að því búnu flytur framkvæmda- stjóri flokksins skýrslu sína. Frá kl. 09.50 til kl. 11.30 verður fyr- irspurnatími, þar sem flokksforystan situr fyrir svörum. Kl. 15 á morgun flytja frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara, þau Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir framboðsræður sínar. Í gær var ekki vitað um fleiri framboð í þessi forystusæti flokksins. Á sunnudag verður málefnastarfi haldið áfram á fundinum frá kl. 09.00. Reiknað er með að kosning til for- manns, varaformanns og ritara hefj- ist kl. 13.55. Kl. 14.00 verði stjórn- málaályktun fundarins afgreidd og fundinum ljúki kl. 16.00 með ávarpi formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Eggert Heiðruð Petrea Jónsdóttir var heiðruð fyrir áratuga störf í þágu Sjálfstæðisflokksins á hófi Landssambands Sjálf- stæðiskvenna í gærkvöldi. Með henni á myndinni eru Gréta Ingþórsdóttir og Vala Pálsdóttir formaður LS. Óvíst um mótframboð  Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag í Laugardals- höll og stendur til sunnudags  Fundargögn afhent frá 08.45 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigrún Jenný Barðadóttir, sem leiddi störf fjárlaganefndar Sjálf- stæðisflokksins við samningu draga að ályktun landsfundar flokksins um fjárlög, segir að ein málsgrein í drögunum, sem ekki samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, verði fjarlægð úr drögunum og vís- að til efnahags- og viðskipta- nefndar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, spurður um álit á hugmyndum fjárlaganefndar um að taka hér upp alþjóðlegan gjaldmiðil: „Ég ætla ekki að tjá mig um drög að ályktun, sem lands- fundurinn á eftir að fjalla um. Hins vegar get ég sagt að ég er ekki þeirrar skoðunar, að við eigum að stefna að upptöku annars gjaldmið- ils. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið stórkostlega ábyrgð- arlaust að eiga ekki í handrað- anum, ný þjóðhagsvarúðartæki, samhliða haftaafnáminu, til þess að sýna fram á að við myndum ekki láta það gerast aftur, að vaxtamun- aviðskipti færu af stað. Þess vegna studdi ég eindregið upptöku þess- ara þjóðhagsvarúðartækja, sem fel- ast í þessum inngripum Seðlabank- ans. Það er síðan önnur umræða hversu skarpt eigi að beita tækj- unum. Þá umræðu munum við taka á Alþingi á næstunni,“ sagði Bjarni. Málsgreinin sem um ræðir fjallar um afnám fjármagnshafta, en þar segir, eftir að afnámi hafta hefur verið fagnað: „Meðferð Seðlabank- ans á þeim tækjum sem enn eru fyrir hendi að þessu leyti er ekki trúverðug. Ef ekki er unnt að fella niður valdheimildir Seðlabankans til að tempra innflæði gjaldeyris hlýtur næsta skrefið að vera upp- taka alþjóðlegs gjaldmiðils.“ Heyrir undir aðra nefnd Sigrún Jenný var í gær spurð hvort drög nefndarinnar að álykt- un, um upptöku alþjóðlegs gjald- miðils væru ekki þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins: „Jú, það er rétt, að þetta er ekki í samræmi við stefnu flokksins, enda get ég fullyrt að þessi setning verður tekin út úr drögunum strax í fyrramálið. Í raun falla ríkisfjármál, afnám gjaldeyrishafta og peningastefna ekki undir fjárlaganefnd, heldur efnahags- og viðskiptanefnd, “ sagði Sigrún Jenný. Drögum fjárlaga- nefndar breytt  Ekki í samræmi við stefnu flokksins Liðsmenn úr Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins (SHS) voru við Elliða- vatn að æfa björgun úr vök þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Þá voru tveir komnir upp á end- ann á ísbretti og sá þriðji að toga þá upp á ísbrúnina. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðar- varðstjóri hjá SHS, sagði að þegar hlýnaði í veðri yrði ís á vötnum varasamur. Færi fólk niður um ís- inn gæti verið erfitt að komast upp úr vökinni. Hann rifjaði upp útkall sem hann fór í þegar kona fór niður um ís á Rauðavatni og komst ekki upp úr af sjálfsdáðum. Þá kom ís- brettið að notum við björgunina. Ísbrettið flýtur og er hægt að róa því út á vatn. Það dreifir þunganum og fer síður niður um veikan ís en mannsfóturinn. gudni@mbl.is Æfðu björg- un úr vök með ísbretti Morgunblaðið/Árni Sæberg Rýmingu tveggja reita undir Strandartindi í Seyðisfirði var aflétt eftir há- degi í gær en þá hafði dregið úr úrkomu og hætta á votum snjóflóð- um minnkað. Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo óvissustigi vegna snjóflóða- hættu aflýst á Austurlandi. Morgunblaðið ræddi við Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðing á snjóflóðavakt Veðurstofunnar í gærkvöldi. Hann sagði töluvert hafa fallið af blautum snjóflóðum víða í Norðfirði í gær og sömuleiðis hefðu lítil flóð runnið í Seyðisfirði. Meiri úrkoma var á sunnanverðum fjörðunum en í Seyðisfirði og norð- ar og féll regn í efstu hlíðum, sem skapaði hættu á blautum flóðum. athi@mbl.is Óvissuástandi aflýst á Austurlandi Óvissa Rýmingu var aflétt í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.