Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 ✝ Jón SteinarTraustason fæddist í Vest- mannaeyjum 3. desember 1941. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ í Mjódd 24. febrúar 2018. Foreldrar Jóns Steinars voru Trausti Jónsson, f. 11.1. 1917 á Hvammi í Mýrdal, d. 2. janúar 1994, og Ágústa Haraldsdóttir, f. 14.8. 1919 í Vestmannaeyjum, d. 27. desember 1989. Systkini Jóns Steinars eru Haraldur, f. 22.11. 1939, d. 13.6. 1993, Ágústa, f. 12.2. 1943, Brynja, f. 27.8. 1944, Óli Ísfeld, f. 6.10. 1945, Steinunn, f. í skrúðgarðyrkju. Á náms- árunum vann hann við garð- yrkju í Reykjavík. Eftir að hann kom aftur heim til Eyja fór hann aftur að vinna í fisk- vinnslu á veturna, en með föð- ur sínum hjá Kirkjugarði Vest- mannaeyja á sumrin, fram að Gosi. Í gosinu vann hann við hreinsun bæjarins, en hafði að- setur í Þorlákshöfn þar sem foreldrar hans voru um sinn, þangað til hægt var að flytja aftur heim til Eyja. Þá fór hann aftur að vinna við fisk- vinnslu hjá ýmsum aðilum, þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Jón Steinar var félagi og starfaði í Alþýðubandalagi Vestmannaeyja í gegnum árin og síðan í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann starfaði í Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja og sinnti þar trúnaðar- störfum. Útför Jóns Steinars fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 16. mars 2018, klukkan 13. 14.12. 1948, Ásta, f. 26.10. 1950, og Trausti Ágúst, f. 19.3. 1952, d. 31.10. 1969. Jón Steinar var ógiftur og barn- laus. Jón ólst upp í Vestmannaeyjum og bjó þar og starfaði mest allt sitt líf eða þar til í maí 2012 að hann flutt í Þangbakka 10 Reykjavík. Jón gekk í Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Að lokinni skólagöngu fór hann að vinna almenn fiskvinnslustörf eins og gerðist í Eyjum á þessum ár- um. Hann fór í nám í Garð- yrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði og lauk þaðan prófi 1968 Lokið er enn einum kafla í lífsbókinni hjá okkur systrum. Jón Steinar bróðir okkar, sem ávallt var kallaður Bóri af þeim sem til þekktu, er fallinn frá eftir áralanga baráttu við erfið veikindi sem drógu úr honum lífskraftinn smátt og smátt þar til yfir lauk. Bóri var næstelstur í okkar systkinahóp og því stóri bróðir okkar systra. Margs er að minnast frá okkar uppeldis- árum á Hásteinsvegi 9, þar sem var oft glatt á hjalla og mikið rætt og mikil hlegið og þá mest að okkur sjálfum, því margt skemmtilegt gerist í stórum systkinahópi. Bóri var sá okkar sem fór síðastur að heiman og myndaði sterk tengsl við móður okkar. Þau höfðu líkar skoðanir á mönnum og málefnum, voru ættfróð og var ekki komið að tómum kofunum hjá þeim hvað það varðaði. Bóri var víðlesinn og afar minnugur og leituðum við ekki sjaldan í „uppflettiritið“ Bóra bróður ef okkur vantaði upplýs- ingar um fjölskylduna eða eitt- hvað annað. Nú er hann farinn og við erum þegar farnar að finna fyrir því að okkar vantar upplýsingar frá honum, því Bóri hélt minni sínu um liðna tíð mjög vel fram á síðustu stund. Á þessum tímamótum hvarfl- ar hugur okkar heim í eldhúsið á Hásteinsvegi 9 þar sem við systkinin og foreldrar sátum við eldhúsborðið eftir máltíðir og rifjuðum upp sögur úr æsku okkar, sem sum okkar voru of ung til að muna, en höfðum allt- af jafn gaman af að heyra. Eða mamma að vaska upp og Bóri með viskastykkið að þurrka, þá mynduðust oft miklar umræður um menn og málefni og ekki síst pólitík sem var þeim báðum hugleikin og fóru skoðanir þeirra saman þar, þá sérlega verkalýðsbaráttu þess tíma. Bóri eignaðist ekki börn sjálfur en var með eindæmum barngóður og naut góðs af því hvað systkini hans voru dugleg að eignast börn, sem hann hafði mjög gaman af að knúsa og kyssa og var gjarnan gert grín að því að börnin lentu í „þvotta- stöðinni“ hjá Bóra frænda. Bóri var mikil grúskari og átti bæði kvikmyndatöku- og sýningarvél sem var tekin upp við hátíðleg tækifæri og haldin sýning í stofunni heima og horft bæði á myndir sem hann tók af fjölskyldunni og einnig þöglar myndir sem hann hafði komið sér upp og þá var nú hlegið og er það í fersku minni hvað þeir bræður gátu hlegið mikið að Chaplin og öðru gömlu klass- ísku gríni. Bóri átti einnig nokkrar myndavélar og fór m.a. um landið og myndaði náttúr- una og einnig myndaði hann gömul hús í Reykjavík og víðar sem hann hafði mikið dálæti á . Einnig hafði hann mikinn áhuga á alls konar tækni sem viðkom radíógræjum og keypti tækni- blöð og fylgdist vel með nýj- ungum á því sviði. Hann hlust- aði mikið á tónlist og var vel að sér í sígildri tónlist. Þar sem hann bjó einn fékk hann óá- reittur að rækta sína sérvisku, sem varð töluverð með árunum og þá sérstaklega varðandi mat. Bóri var reglumaður, heiðarleg og góð manneskja. Bóri var mikil Eyjamaður og vildi hvergi annars staðar búa, þó hann væri oft hvattur til að flytja upp á fastalandið og setj- ast að nær okkur systrum, þeg- ar hann var orðinn einn eftir í Eyjum af fjölskyldunni. Á 70 ára afmæli sínu tók hann þá ákvörðun að kaupa sér íbúð við Þangbakkann og flutti þar inn í maí 2012. Þar átti hann góð þrjú ár með annarra hjálp eða þar til hann fór á hjúkrunar- heimilið Skógarbæ þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Takk fyrir samfylgdina í gegnum lífið, Bóri bróðir. Þínar systur, Ágústa, Brynja, Steinunn og Ásta. Ég vil í fáeinum orðum minn- ast Jóns Steinars Traustasonar sem lést 24. febrúar sl. Ég kynntist Jóni þegar leiðir okkar lágu saman í starfi Alþýðu- bandalagsins í Vestmannaeyj- um. Ég fann strax að Jón var ákaflega traustur, heilsteyptur og skemmtilegur maður. Hann hafði brennandi áhuga á fé- lagsmálum, bæði innan Alþýðu- bandalagsins og einnig og ekki síður innan Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Þar tók hann virkan þátt í áratugi og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd félagsins. Jón var mikið prúðmenni, kurteis og það var þægilegt að vera ná- lægt honum og ræða við hann um allt milli himins og jarðar, ekki síst um verkalýðs- og fé- lagsmál. Hann hafði ríka rétt- lætiskennd og var ávallt tilbú- inn að verja og berjast fyrir málstað verkafólks og þeirra sem verst höfðu kjörin í sam- félaginu. Hann var ætíð trúr þeirri hugsjón að í krafti fé- lagshyggjunnar væri sannar- lega hægt að breyta samfélag- inu og gera það réttlátara. Þá hugsjón var hann óspar á að styðja og berjast fyrir. Jón var mjög fróður um for- tíð og samtíð. Hann las mikið og aflaði sér þannig þekkingar á hinum ólíkustu og ólíklegustu sviðum. Ég minnist þess að oft þegar leita þurfti svara við ýms- um spurningum sem upp komu í félagsstarfinu og enginn vissi svör við, var algengt að einhver benti á að þetta vissi Jón örugg- lega. Sú varð og oftast raunin. Ævistarf Jóns var almenn verkamannavinna og lengstum vann hann í fiskvinnslu. Þeir sem þar unnu með honum fundu að þar fór heiðarlegur og traustur maður og þeir báru fyrir honum mikla virðingu og áttu í honum góðan og skemmtilegan vinnufélaga. Nú þegar Jón er fallinn frá er margs að minnast. Þær minningar eru allar góðar. Við sem þekktum hann söknum hans og minnumst með þökkum fyrir að fá að kynnast góðum samferðamanni. Við hjónin sendum fjölskyldu Jóns samúðarkveðjur. Minning hans lifir meðal okkar allra. Ragnar Óskarsson. Jón Steinar Traustason ✝ GuðmundurSnorrason fæddist 19. janúar 1931 á Breiðaból- stað á Síðu í V- Skaftafellssýslu. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 28. febrúar 2018. Faðir hans var Snorri Hall- dórsson, f. 18.10. 1889, d. 15.7. 1943, og móðir Guðbjörg Tómas- dóttir, f. 3.10. 1909, d. 6.3. 1986. Guðmundur kvæntist Bryn- dísi Charlotte Elíasdóttur, f. 27.11. 1929, d. 11.5. 2016. Þau giftust þann 31.12. 1951 og eignuðust þrjú börn, fjögur barnabörn og fimm barna- barnabörn. Guð- mundur vann hjá Flugfélagi Íslands á árunum 1957- 1974 sem yfirflug- umsjónarmaður og síðar Flugleiðum hf. sem flugþjálf- unarstjóri 1974- 1990. Öryggismál í flugi voru honum ofarlega í huga enda var hann í Alþjóða flugöryggisráðinu 1964-1990 og var sæmdur heið- ursskjali af Alþjóða flugörygg- isráðinu. Útför Guðmundar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 16. mars 2018, klukkan 15. Elsku, elsku pabbi minn, sorg mín er óendanleg, eins og hún Valan okkar sagði, mér er svo illt í hjartanu mamma, ég tek undir það. Ég get endalaust skrifað um þig en ætla ekki að gera það, bara geyma það í hjarta mínu. Þú lifðir samkvæmt æðruleysisbæninni, Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. (Reinhold Niebuhr) Þú varst seint reittur til reiði, á minni ævi hef ég tvisvar sinnum séð þig skipta skapi. Ég er enda- laus þakklát fyrir þig og þú varst mér stoð og stytta í mínu lífi. Mig langar til að segja eina litla sögu, það var þegar ég um 10 ára aldur þá lá ég veik heima og kúrði í pabbabóli. Þú kemur heim með hann Vilhjálm Vilhjámsson og kemur með hann inn til mín þar sem hann settist á rúmstokk- inn hjá mér og syngur fyrir mig lag sem síðan hefur verið okkar lag, pabbi, við höfum oft rifjað þessa sögu upp. Læt texta af þessu lagi fylga með og kveð þig með trega. Í hinsta sinn að heiman lágu spor mín því ég hamingjuna fann ei lengur þar og hratt ég gekk í fyrstu uns ég heyrði fótatak og háum rómi kallað til mín var. Kallað: Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín. Æ, ég hljóp svo hratt að ég hrasaði og datt, bíddu pabbi, bíddu mín. Ég staðar nam og starði á dóttur mína er þar stautaði til mín svo hýr á brá og mig skorti kjark að segja henni að bíllinn biði mín að bera mig um langveg henni frá. Hún sagði: Bíddu pabbi... Ráðvilltur ég stóð um stund og þagði en af stað svo lagði aftur heim á leið. Ég vissi að litla dóttir mín, hún myndi hjálpa mér að mæta vanda þeim sem heima beið. Hún sagði: Bíddu pabbi... Elska þig pabbi minn, ég er og verð alltaf þín litla dóttir. Eva Björg Guðmundsdóttir. Elsku afi minn. Það sem lífið er búið að vera skrítið og tómlegt án þín, mig verkjar svo í hjartað án þín. Vildi segja þér að þú ert besti vinur minn og uppáhaldsman- neskjan mín öllum heiminum. Þú hefur alltaf verið til staðar þegar lífið hefur verið erfitt og þegar mig hefur bara vantað afa minn. Lífið okkar Emblu mun verða mjög tómlegt án þin og Embla er ennþá að leita að þér og við viljum fá afa aftur heim. Tímarnir okkar og minning- arnar eru svo margar og mikil- vægar fyrir mér að ég á erfitt að velja mér upphaldsminningu sem við áttum saman en það sem breytti mér eru allir bíltúrarnir sem við áttum um Reykjavík og þökk sé þér rata ég út um alla Reykjavík og þekki söguna þína um Reykjavík. Ást mín á ís kem- ur frá öllum þessum ísbíltúrum okkar þegar ég var lítil. Síðustu þrjú árin okkar hérna heima í Gnoðarvogi hafa verið yndisleg og hafa kennt mér svo margt. Við áttum svo góða tíma og gerðum svo margt saman. Ef það var ekki heima að hafa kósí með ís eða horfa á mynd þá fórum við út að borða eða í bíltúr saman og auðvitað Embla alltaf með okkur í för. Ég sakna þess að sitja inní stofu að horfa á sjónvarpið eða sauma og þú kíkir inn til mín bara til að forvitnast um hvað ég væri að gera eða bara kíkja á mig. Ég sakna þess að fá símhring- ingu frá þér og segja þér frá deg- inum mínum og þú segir mér frá einhverju sem þú sást í sjónvarp- inu eða heyrðir í útvarpinu. Elsku afi minn, ég hefði ekki getað beðið um betri afa til að eiga. Ég elska þig meira en allt í heiminum. Þín Vala Björg. Guðmundur Snorrason ✝ Már Magnús-son fæddist 27. desember 1943 í Reykjavík. Hann lést á sjúkrahúsi í Frankfurt am Ma- in í Þýskalandi 13. febrúar 2018 eftir stutt veikindi. Móðir Más var Sigríður Guðlaug Björnsdóttir, f. 11. maí 1924, d. 9. júlí 2001. Faðir Más var Magnús Ólafur Valdimarsson, f. 6. jan- úar 1925, d. 7. október 1999. Uppeldismóðir Más var móð- uramma hans, Kristín Guð- mundsdóttir, f. 1. janúar 1897, d. 1. október 1986. Systkini Más eru Nanna búð með Agnesi Guðjóns- dóttur, f. 1983, börn þeirra eru Ilmur, f. 2010, Urður, f. 2013, og Embla, f. 2018. 2) Mímir, f. 1988, í sambúð með Elin Josefine Widerdal, f. 1987. Frá árinu 2007 var hann í sambandi með Silke Schrom, f. 1964. Már ólst upp í Reykjavík og hélt eftir stúdentspróf til Vín- arborgar og bjó þar frá 1963 til 1977. Hann var svo búsett- ur fyrst og fremst á höfuð- borgarsvæðinu, en einnig í Bandaríkjunum, Akureyri og Danmörku. Már vann aðallega við söng og söngkennslu frá árinu 1977, en einnig fékkst hann við leiðsögumennsku og þýð- ingar. Útför Más fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 16. mars 2018, klukkan 13. Ingvadóttir, f. 1946, Sigurður Gunnar Magnús- son, f. 1948, d. 1969, og Katrín Edda Magnúsdótt- ir, f. 1956. Uppeld- isbróðir hans var Sigurður Benedikt Klemenzson, f. 1935. Már kvæntist Sigríði Ellu Magn- úsdóttur 1972 og skildu þau 1976. Hann kvæntist næst Anete Blakenburg 1978 og skildu þau 1984. Hann kvænt- ist Sigríði Soffíu Gunnars- dóttur 1986 og skildu þau 2006. Synir þeirra eru 1) Gunnar Karel, f. 1984, í sam- Elsku pabbi. Leiðinlegt hvað það var langt síðan við hittumst síðast. Ég sakna þess að spjalla við þig. Sjáumst. Lóan sem söng fyrir norðan flaug vestur, og austur hringsólandi borðann endilangan. Róin ómaði í gegnum gluggann. Ég sat og horfði út í nóttina sem þú reiðst á til tunglsins. Mímir Másson. Elsku besti pabbi minn. Leiðinlegt að hafa ekki náð að kveðja þig almennilega þar sem þetta gerðist allt frekar skyndi- lega. Þú varst alveg frábær pabbi og afi, og minn besti vin- ur. Alltaf gat ég átt með þér djúpar samræður um nánast hvað sem er, og mun ég sakna þess að geta spjallað við þig um heima og geima. Ég veit að þú varst stoltur af mér, rétt eins og ég var ótrúlega stoltur af þér. Þegar ég fékk fréttirnar af því að þú hafðir kvatt þennan heim, birtist mér þetta ljóð sem ég tileinka þér. ég ber harm í brjósti í hljóði því þú horfinn mér úr augsýn ert geymi þig ávallt í hjarta mínu og sérstakan stað í hugskotum mín- um bý ég þér. ég ber harm í brjósti í hljóði gæfan mig bar í arma þér fótspor þín leiða mig áfram því þú tróðst stíginn á undan mér. ég ber harm í brjósti í hljóði enginn mun koma í stað þín því þú varst minn klettur og bjarg- festi ég vil ei trúa því að þú farinn ert. Takk fyrir allar góðu stund- irnar og ég mun alltaf sakna þín. Gunnar Karel. Það er komið að kveðjustund. Í hugum okkar bekkjarsystkina Más Magnússonar í Mennta- skólanum í Reykjavík veturna 1959-1963 lifa minningabrot, sum heilleg, önnur slitrótt, en öll ljúf og gleðileg. Í dag eru þau ljúfsár. Már var bráðþroska ungling- ur, skólasystkini hans frá Núpi í Dýrafirði minnast þess að hann var fullorðinslegur en glaðsinna, fróður og menningarlega sinn- aður. Heimsmaður. Nemenda- herbergin á Núpi höfðu hvert sitt heiti, Már var í Lávarða- deildinni. Þannig var hann öll menntaskólaárin, hann fór sína eigin leið, stundaði tónlistar- nám, söng í Pólýfónkórnum meðan við hin fórum í bíó, las mikið og var snemma fjölfróður. Okkur fannst að honum mundu allir vegir færir. Fyrstu árin eft- ir stúdentspróf lagði Már stund á landafræði, þjóðháttafræði og málfræði, fyrst við Háskóla Ís- lands en seinna í Vínarborg, há- borg tónlistarinnar. Þar var þess ekki langt að bíða, að tón- listin fangaði hug hans, og meg- inhluta ævinnar fékkst Már við tónlist, söng og söngkennslu. Einnig starfaði hann sem leið- sögumaður, og við erum þess fullviss, að í ferðum hans hefur aldrei verið leiðinlegt. Undanfarin ár höfum við bekkjarbræður úr MR komið saman reglulega til skrafs og skemmtunar, og Már hefur ver- ið hluti af þessu litla samfélagi. Eftir síðasta fundarboð í febr- úar kom glaðvært skeyti frá Má, en hann dvaldist þá um sinn í Þýskalandi, hann hlakkaði til næsta fundar og við færðum dagsetninguna til svo að hann yrði kominn heim. Nú hefur hann vitjað annarra heimkynna, en við þökkum honum fyrir samfylgdina og vottum ástvinum hans, ættingjum og aðstandend- um dýpstu samúð. Fyrir hönd bekkjarsystkina í D-bekk Menntaskólans í Reykjavík 1960-1963, Jón Eiríksson. Már Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.