Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 116

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 116
Í framhaldi af námi sínu og Ameríkudvöl tókst Guðmundi að afla fjár til að kaupa röntgentæki til kristalgreininga (XRD) á atvinnudeild Háskólans og síðar fékkst viðbót við það til efnagreininga (XRF) sem átti eftir að mala mikil gögn næsta áratuginn. Á árunum 1961–1973 vann Guðmundur að ýmsum jarðhitarannsóknum við iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og síðar Raunvísindastofnun Háskólans. Hann kenndi einnig eðlisfræði og náttúrufræði í Haga- skóla og við Menntaskólann í Reykjavík 1962–1968 og var framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs 1969– 1971. Guðmundur starfaði ennfremur við jarðhita- rannsóknir í El Salvador 1968–1969 á vegum Sam- einuðu þjóðanna og aftur í Nicaragua árið 1972. Guðmundur kom heim frá Bandaríkjunum 1961 og í október það ár gaus Askja. Þeir Sigurður Þór- arinsson skrifuðu yfirlitsgrein um gosið (Am. J. Sci. 1962), en jarðhitavirknin fyrir gosið varð hins vegar tilefni til nýrrar hugmyndar: að segja megi fyrir um gos undir jökli með því að fylgjast með breytingum í samsetningu uppleystra efna í jökulám. Þeirri hug- mynd fylgdi hann eftir með greinum (t.d. Beitr. Miner- al. Petrogr. 1964; Jökull 1963, 1965) og margra ára greiningum á sýnum úr jökulám sem ennþá er fram haldið af öðrum aðilum. Varðandi jarðhitarannsóknir Guðmundar ber sér- staklega að nefna athugun á jarðhita í Reykholtsdal sem unnin var í samvinnu við Jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar. Skýrsla með niðurstöðum um þessa rannsókn birtist árið 1965. Hún er sérstök fyrir ýmsar sakir. Þar er í fyrsta skipti tekið heildstætt á til- teknu jarðhitasvæði með athugunum á jarð-, jarðefna- og jarðeðlisfræði. Guðmundur sá um jarðefnafræði- lega hlutann. Þar beitir hann aðferðum jarðefnafræð- innar sem þá voru ekki búnar að slíta barnsskón- um til að segja fyrir um hita í berggrunni og álykta um rennslisleiðir jarðhitavatnsins. Guðmundur gerði einnig samskonar úttekt á jarðhita í Eyjafirði. Efnagreiningar Guðmundar á hlaupvatni úr Skeið- ará sem Sigurjón Rist safnaði í jökulhlaupinu í sept- ember 1965 sýndu óeðlilega háan styrk uppleystra efna í hápunkti hlaupsins, sem Guðmundur tengdi jarðhitavirkni Grímsvatna (Jökull 1965). Hann taldi einnig að jarðhitinn ætti upptök í kvikuhólfi þar sem efnainnihald vatnsins væri svipað og hveravatns af há- hitasvæðum þar sem hiti væri yfir 200◦C. Guðmund- ur varð fyrstur til að slá tölum á varmaafl Grímsvatna, sem hann áætlaði 1300 x 106 cal/s eða um 5000 MW. Guðmundur skrifaði yfirlitsgrein ásamt fleirum um Surtseyjargosið sem hófst 1963 (Bull. Volcanol. 1964), en merkasta framlag hans til þeirra gosrann- sókna voru greiningar á hreinustu gosgufusýnum sem tekist hafði að safna til þess tíma (Geochim. Cos- mochim. Acta 1968). Jafnframt voru uppi umræð- ur um bólstrabergsmyndun í gosum undir vatni, og Guðmundur skrifaði athyglisverða grein um það efni (Contr. Min. Pet. 1968). Næsta ár birti hann grein þar sem tilraun var gerð til að átta sig á útbreiðslu basalt- gerða í rekbeltunum (Contr. Min. Pet. 1969) en mun ítarlegri heildarmynd náði Sveinn Jakobsson nokkru síðar (Lithos 1972). Hekla gaus óvænt 1970 og enn skrifuðu þeir Sig- urður Þórarinsson yfirlitsgrein (Bull. Volcanol. 1972). Í framhaldi af því tók Guðmundur upp stóra rannsókn á bergefnafræði Heklu með aðstoð Níelsar Óskarsson- ar. Árið 1969 hafði I. Kushiro birt tilraunaniðurstöður sem sýndu að súr bráð myndast við uppbræðslu vatn- aðs basalts og H.S. Yoder (1971) fylgt niðurstöðunum eftir með grein um samsetta ganga (basalt+rhýólít). Ný sýn var að opnast á uppruna súra bergsins á Ís- landi sem kom fram í doktorsritgerð Karls Grönvold um Kerlingarfjöll (1972) og Hekluritgerð Guðmundar (1974). Heimsmynd jarðfræðinnar tók byltingarkenndum breytingum á 7. áratugnum með botnskriðskenning- unni (Vine og Matthews, 1963), flekakenningunni (Morgan, 1968) og loks möttulstrókakenningunni (Morgan, 1971). J.-G. Schilling (1973) birti tíma- mótagrein sína um breytileika basalts eftir Reykjanes- hryggnum og í framhaldi af því hófst átak undir stjórn Guðmundar í söfnun og efnagreiningu sýna eftir rek- beltunum. Í ljós kom að hinn kerfisbundni breyti- leiki sem Schilling (Nature1973) lýsti heldur áfram eftir rekbeltunum endilöngum. Kenning Schillings var sú að úr möttulstróknum undir Íslandi komi sér- stök bráð sem frábrugðin sé bráð úr möttlinum undir hryggnum, og skýri það breytileikann eftir hryggnum. Ýmislegt í niðurstöðum frá rekbeltunum þótti mæla gegn þessari kenningu (m.a. það að „sneytt“ berg virt- ist til staðar ásamt „auðguðu“ eftir rekbeltunum endi- 116 JÖKULL No. 54, 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.