Jökull


Jökull - 01.01.2011, Side 100

Jökull - 01.01.2011, Side 100
Halldór Ólafsson Jaki í sprungunni norðvestan í Bárðarbungu, horft til Trölladyngju og Dyngjufjalla. – The snowcat, Jaki, in a crevasse at northwestern Bárðarbunga. View towards the Trölladyngja lava shield and Dyngjufjöll. fyrir katlana bilaði íssjáin svo alvarlega, að ekki varð mælt meira að sinni. Það var því ekki um annað að ræða en fara til Jökulheima og freista viðgerðar þar. Við komum niður að jökulröndinni kl. 06 á mánudags- morgni 12. júní og í Jökulheimaskála klukkutíma síð- ar. Þar eldaði Sævar góða máltíð og að henni lokinni, um kl.10 um morguninn, lögðumst við allir til svefns enda þreyttir eftir strangan sólarhring. Farið var á fæt- ur kl. 16 og fóru þeir Marteinn og Ævar strax að gera við íssjána, en komið var fram yfir miðnætti þegar við- gerð var lokið. Risið var úr rekkju kl. 09:30 þriðjudaginn 13. júní. En nú hafði veður breyst á ný, komið var suðaust- an rok með úrhellisregni svo ljóst var að ekki yrði mælt þann daginn. Þar sem áætlunin var sú að við yrðum sóttir næsta dag, miðvikudag, ákváðum við að fara upp á jökul og safna saman öllum okkar bún- aði og flytja niður á rönd. Þar tókum við vélsleða- kerruna af stóra sleðanum og gerðum hana klára fyrir sitt hlutverk. Allt gekk þetta nokkuð vel þrátt fyrir mikla rigningu og töluverðan krapa neðst á jöklinum. Meðan þessu fór fram hafði Hannes farið niður í Búr- fellsvirkjun, en hann kom svo til baka kl. 19:30. Í fylgd með honum var stór vörubíll með tengivagn sem skyldi taka Jaka og annan búnað úr ferðinni er átti að fara til Reykjavíkur. Er nú skemmst frá því að segja, að daginn eftir miðvikudaginn 14. júní, var farið snemma á fætur og hélt allur mannskapurinn fljótlega af stað inn að jökli til að ferma farartækið stóra og koma öðrum búnaði til Jökulheima. Lagt var af stað áleiðis í bæinn um hádegi, eftir að hafa borðað og skálinn verið þrifinn. Við Sigöldu kom Bryndís Brandsdóttir á móti okkur á sínum bíl og fengum við Helgi, Marteinn og Sæv- ar far með henni til Reykjavíkur, en Hörður og Ævar fóru með vörubílnum í bæinn og var öll heimferðin frá Jökulheimum tíðindalaus. Hér með lýkur þessari frásögn af viðburðamik- illi og árangursríkri mælingaferð á Vatnajökul vorið 1978. 100 JÖKULL No. 61, 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.