Breiðfirðingur - 01.04.1970, Page 55
BREIÐFIRÐINGUR
53
um, þegar nýfallinn var snjór, var þessi skafl ófær, hestar
gátu þá setið þar fastir og ef til vill oltið um koll.
Hér held ég að hafi skilið milli feigs og ófeigs, og gamla
máltækið sannast, „að ekki verður feigum forðað eða ófeig-
um í hel komið“, sömuleiðis það, sem Jón Trausti segir í
sinni ágætu sögu „Þegar ég var á freigátunni“ að „silfur-
kerin sökkva í sjó en soðbollarnir fljóta.“ Mér finnst þetta
hafa rætzt á mér. Ég geri ráð fyrir að Hrólfur gamli sé
tilbúin persóna í huga skáldsins, en ég er með holdi og
blóði og hef reynt það að missa son minn í blóma lífsins
frá konu og 2 kornungum börnum, og þá dettur mér í hug
það, sem Jónas Hallgírmsson segir: „Að margtoft tvítugur
meir hefur lifað, svefnugum segg er sjötugur hjarði.“
Þó sonur minn væri ekki gamall þegar hann dó, og til-
tölulega stutt búinn að starfa hér í borg, var hann orðinn
svo vinsæll meðal stéttarbræðra sinna að þeir heiðruðu
hann látinn með því að bera hann látinn úr kirkju, allir
kjólklæddir, og er það mér sú minnisstæðasta jarðarför,
sem ég hef verið við. Mér finnst að það hafi verið bæði
gleði- og sorgarhátíð, enda veður hið fegursta og fjölmenni
nokkurt.
Þessi sonur minn var valmenni, ég þori að segja það þó
málið sé mér skylt, og líkist hann þar mjög móðurfólki
sínu.
Ég get ekki látið hjá líða að drepa hér lítillega á það
með hverjum hætti dauða hans bar að.
Það var aðeins lítil bóla aftan á hálsinum, sem varð hon-
um að bana, og má það þó teljast harla ólíklegt nú á öld
tækninnar, og það í sjálfri höfuðborginni.
Ég var ekki hér þá, en mér hefur verið sagt að nætur-