Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 15

Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 15
L I T L A T í M A R I T I Ð , „Þið eruð níðingar, allir karlmenn! Eg vildi að ég gæti brennt ykkur alla í einum ofni eða höggvið ykkur sundur. Ef einhver ykkar væri að deyja skyldi ég hrækja í munn honum og ekki kenna agnarögn í brjósti um hann. Auðvirði- legar moldvörpur. Þið smjaðrið og sleikið og dillið rófunum eins og flaðrandi hundar, og við heimskar konur gefum okkur ykkur á vald og þá er úti um okkur. Strax troðið þið okkur undir fótunum . . . vesælu slæpingjar!'1 Hún krossbölvaði, en það !á enginn kraftur, engin illgirni, ekkert hatur til þessara „vesælu slæpingja" í bölbænum hennar. Málfærið samsvaraði engan veg- inn efninu; það var rólegt og raddbrigðin fjarskalega fábreytt. Samt hafði allt þetta dýpri áhrif á mig en hinar snjöllustu bölsýnisbækur og ræð- ur, sem ég þegar hafði lesið allmikið af og Ies enn í dag. Þetta var auðvitað af því, að angist deyjandi manns er langt um eðlilegri og stórfenglegri en hinar nákvæmustu Iýsingar á dauðanum. Eg var í sannleika vesæll — frekar vegna kuldans en orða félaga míns. Ég stundi lágt og nísti tönnum. 13

x

Litla tímaritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.