Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 26

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 26
L I T L A T í M A R 1 T I D að sjúklingurinn kynni að skera I sundur æð. „Úr því að þér haldið, að skurður sé óumflýjanlegur, er bezt að ég geri hann Hann bjó sig því undir aðgerðina, og þegar þar að kom, ráðlagði hann sjúkl- ingnum að horfa ekki á, meðan hann skæri. Fólk hræðist venjulega að sjá sitt eigið blóð. „Það er engin þörf á að líta undan. Eg verð líka að segja.yður til, hve langt þér eigið að skera“. Sjúklingurinn bar sig eins og hetja og var lækninum hjálplegur með bendingum sínum. Það var ekki svo mikið sem hönd hans tifraði, og þegar búið var að skera þennan kringlótta blett burtu, andvarpaði hann eins og létt hefði verið af honum miklu fargi. „Er nú allur sársauki horfinn?“ spurði læknirinn. „Gersamlega", svaraði hann brosandi. „Það er því líkast sem sársaukinn væri skorinn burt, og sú Iítilfjörlega ýfing, sem aðgerðin olli, finnst mér eins og svalandi vindblær eftir steikjandi hita. Lofið blóðinu bara að renna. Mér léttir við það“. Nú var bundið um sárið, og var mað- 24

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.