Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 45

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 45
L / T L A T t M A R 1 T 1 £> ingu, að í rauninni væri ekkert betra en hinn óbreytti matur, þá dreymdi hana um framúrskarandi og glæsilegt borð- hald, með skínandi borðbúnaði, umvegg- tjöld, sem þöktu veggina með persónum frá horfinni tíð og kynlegum fuglum í töfrandi skógi. Hana dreymdi um ágætis- rétti, borna fram á dýrindis postulíni, um fögur orð, er sessunauturinn hvíslar og konan hlustar á með tvíræðu brosi, um leið og hún borðar hinn rósrauða silung eða rjúpuná. Hún hafði engin við- hafnarklæði, enga skrautgripi, ekkert. Og þó var þetta það eina, sem hún kærði sig um og henni fannst hún vera sköpuð fyrir. Hún hafði svo mjög óskað eftir að falia öðrum í geð, verða öfunduð, hrífa og vera höfð í hávegum. Hún átti ríka vinstúlku, skólaféiaga, sem hún heimsótti ekki framar, af því að henni leið svo illa, þegar hún kom heim til sín aftur, eftir að hafa verið hjá henni. Hún grét stundum liðlanga dagana af sorg og ófullnægðri þrá, hug- arangri og örvæntingu yfir foriögum sínum. Kvöld nokkurt kom maður hennar 43

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.