Freyr - 01.12.1924, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1924, Blaðsíða 7
F R E Y R 7. SÍÐA Að gæta hófs í öllum hlutum er að vera bindindismaður í fylsta skilningi. Hófið er nauðsynlegt bæði í orðum og athöfnum. Þarna stendur kussa og bíður eftir að vera mjólkuð. Júgur- pokinn hennar er troðfullur af mjólk. Þegar búið er að mjólka hana legst hún til náða og fer að jórtra. Sjáðu kisu. Hún situr þarna í djúpum hugleiðingum. Eg gæti hugsað mér að hún væri að reikna út, hvar hún gæti fundiö fallega og feita mús til að borða. ----0----- DRAUMUR SAKLAUSS BARNS Eg lúin var að leika og lagðist niður þreytt; eg sá í draumi að sjálf eg vat í sólargeisla breytt. Og mamma mín var sólin; hún mælti við mig hljótt: “Eg biö þig, góði geisli minn, að gera nokkuð fljótt.” Eg svaraði henni og sagði: “Já, sjálfsagt, manna mín; eg lofaði því af heilum hug að halda boðin þín.” Hún benti mér á blómrunn með blöðin hvft og rauð og sagði: “Líttu á lítil blóm, sem liggja nærri dauð. Því frostið fór um runninn með feigðar kalda hönd, og snerti alt, sem veikast var og vafði í dauðans bönd. |.í 'Og þú skalt fara þangað — eg þig til ferða bý — og vita hvort að visin blóm ei vaknað geta’ á ný.” Eg leit á litla runninn, þar lágu visin blóm: “Ó, vertu blessuð, mamma mín!” eg mælti í klökkum róm. Hún kvaddi mig og kysti og kynti Ijósið glatt. Eg fór af stað og flýtti mér, eg fór sem elding hratt.' Eg stefndi rétt á runninn, já, rétta leið eg fann; með fögnuð eftir stutta stund eg staðnæmdist við hann. Eg fór með hlýjum fingri um fölnuð rósablöð, sem virtust eins og liðin lík og lágu þar í röð. Hve sælt var það, er sá eg! eg sá þau lifna strax; þau risu’ upp eins og broshýr börn af blundi að morgni dags. Eg dvaldi h'tið lengur, eg leit svo út í geim því mamma mín var sólin sjálf, mig sárlangaði heim. Þá leit hún gegnum loftið með ljúfa brosið sitt, og sagði: “Meiri þörf á þér er þarna, bamið mitt.” Eg vaknaði upp við eitthvað, við einhvern nið og glaum. — Hve ljúft það væri að lifa þenna litla sólskinsdraum. -----0------ KONA í DÓMNEFND. Leikur með þessari fyrirsögn var leikinn hér á Winnipeg- leikhúsinu fyrr skömmu. Aðal- efni leiksins er þetta: Stúlka lendir í höndum flag- ara. Svo giftist hún síðar öðr- um manni. En tveim árum seinna er þessi maður, sem fór illa með hana, myrtur af stúlku. Hún var dregin fyrir dómstól, sökuð um morð. Dómnefnd var sett í málið, ellefu menn og ein kona, — þessi áðurnefnda kona, sem Betty hét. Betty hafði ekki sagt manni sínum frá því, sem hún varð fyrir; það leyndamiál hafði hún verndað sem sitt eigið. En stúlkan, sem nú var f höndum laganna, hún hafði sagt Betty sitt leyndarmál, en vissi ekfki um hennar. Og Betty, sem hafði lent í sömu kringumstæð- um og glæpst á sama mannin- um, ásetti sér að reyna að bjarga lífi stúlkunnar, þó að það kostaði hana mikið, — æfilanga vanvirðu, og átti ennfremur á hættu, hvernig maður hennar snerist við í slíku máli. Samt stóð hún upp í réttar- salnum og opinberaði þing- heimi leyndarmál sitt, og gaf einnig upplýsingar um viðskifti sakfeldu stúlkunnar og þessa vonda manns, sem nú var mjög virtur af samtíð sinni, bæði fyrir hans félagslegu áfstöðu, auð hans og upphefð í mann- félaginu. Henni tókst að fá dómnefnd- ina á sitt mál og dómarann og alla viðstadda, svo stúlkan var sýknuð, og Betty fékk vægan dóm hjá almenningi. Maður hennar sættist við hana, en á- feldi hana fyrir að hafa ekki sagt sér alt í byrjun. Átti hún að segja alt? Svör upp á þetta spursmál verða meðtekin í “Frey”, og einn árgangur af blaðinu gef- inn fyrir beztu ritgerðina um þetta efni. — Ritstj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/1347

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.