Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 46

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 46
44 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Botnlaus rekstur spítala Gott dæmi um umræðu sem enginn virðist þora að taka er rekstur Landspítalans. Sífellt eru uppi kröfur um aukið fjármagn frá ríkinu. Rekstur Landspítalans virðist vera botn- laus hít sem aldrei fær nóg af fjármagni. En enginn vill ræða hvort hægt sé að taka til í rekstri spítalans. Enginn vill, eða þorir, að ræða um það hvort e.t.v. séu of margir milli- stjórnendur, hvort hægt sé að gera betur í innkaupum á aðföngum, hvort hægt sé að bjóða út ákveðinn rekstur spítalans o.s.frv. Þegar fjallað er um mögulegan einkarekstur ætlar allt um koll að keyra og einna verstir í þeirri umræðu eru stjórnendur ríkisspítalans. Þessi umræða fer aldrei fram með hagsmuni sjúklinga í huga, heldur einungis með hags- muni ríkisspítalans að leiðarljósi. Fyrst hér er búið að fjalla um komandi kjaraviðræður og rekstur ríkisspítalans er rétt að minna á að ekki er langt í að læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraliðar og fleiri stéttir innan heilbrigðisgeirans hefja kjaraviðræður. Allt eru þetta mikilvægar stéttir og þeim ber að greiða góð laun fyrir vinnu sína. Það sama mætti segja um kennara. Hvernig sem komandi kjaraviðræður fara er rétt að hafa í huga að ekki er langt síðan samið var við allar þessar stéttir eftir harða baráttu í kjaraviðræðum og vitaskuld verður ekki langt í að það þurfi að gera aftur – og aftur og aftur. Það má ræða um kaup og kjör með ýmiss konar hætti – en það má alls ekki ræða það hvort ríkið sé yfirhöfuð góður vinnuveitandi og hvort rekstur á heilbrigðis- þjónustu sé betur kominn í höndum annarra en ríkisins. Fyrir mörgum er ríkisrekstur trúarbrögð og í þeim tilvikum þarf ríkið bæði að greiða fyrir og veita þjónustuna, sbr. heil- brigðis- og menntakerfið. Ólíkt því sem margir halda hefur almenningur ekki hags- muni af því að ríkisvaldið sé útblásið bákn. Þvert á móti er það almenningur sem þarf að taka það á sig ef eitthvað bregður út af í rekstri hins opinbera. Innviðir á ábyrgð ríkisins Annað dæmi um atvinnurekstur sem er algjörlega óþarft að sé í höndum ríkisins er rekstur flugvalla. Það er ekkert við rekstur flugvalla sem krefst þess að þeir séu reknir af ríkinu eingöngu. Fyrir utan landamæraeftirlit og tollgæslu er í raun algjör óþarfi að ríkið komi að rekstri flugvalla eða flugstöðva. Það er heldur engin ástæða fyrir ríkið (skatt- greiðendur) að bera ábyrgð á uppbyggingu flugvalla eins og er í tilviki Keflavíkurflug- vallar, þar sem fjárfestingarþörf næstu ára er gífurleg. Eigendur flugvalla hafa alla hags- muni af því að mæta þörfum viðskiptavina sinna, hvort sem það eru flugfélög, farþegar, þeir sem reka verslanir á svæðinu eða sjá um aðra þjónustu. Það sama mætti segja með vegi, hafnir og aðra innviði. Ríkið getur hæglega sett lög og reglugerðir sem tryggja þjónustu og öryggi á öllum þessum stöðum – en það er ekkert sem krefst þess að ríkið standi straum af upp- byggingu, viðhaldi og rekstri innviða. Þetta voru aðeins nokkur dæmi þar sem umsvif ríkisins eru með öllu óþörf. Hins vegar er ástæða til að hafa áhyggjur af lítilli umræðu um þessi mál. Fráfarandi ríkisstjórn hafði t.a.m. engin áform uppi um að selja bankana sem ríkið á og rekur. Á næstu vikum gefst tækifæri til að spyrja forystumenn flokkanna hvort þeir hafi einhver áform um að minnka ríkisbáknið. Ef það stendur ekki til mætti í framhaldinu spyrja þá hver það er sem ætlar að greiða fyrir næstu niðursveiflu hins opinbera, taka á sig gjaldþrot Íbúðalána- sjóðs og tryggja rekstur allra þeirra ríkis- fyrirtækja og stofnana sem nú starfa – líka þegar þau lenda í vandræðum. Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.