Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 51

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 51
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 49 YouGov er athyglinni beint að dálítið breyttum aldurshópum og því eru þessar kannanir ekki alveg sambærilegar, en skoðanakönnun sem framkvæmd var 2. júní á þessu ári gaf til kynna að hvorki meira né minna en 71% fólks á aldrinum 18-24 ára hallaðist að Verkamanna- flokknum en aðeins 15% að Íhaldsflokknum. YouGov telur að stéttarstaða sé ekki lengur vísbending um hvernig fólk muni verja atkvæði sínu – aldur sé sá þáttur sem ráði mestu um hvað fólk sé líklegt til að kjósa. „Við heyrðum öll hróp ungs fólks í hópi áheyrenda í sjónvarpskappræðum,“ segir Clark í grein sinni. „Corbyn tókst nokkuð sem hvorki Ed Mili- band né Gordon Brown hafði nokkru sinni tekist og jafnvel Tony Blair hefði þurft að hafa fyrir; að vera fagnað á rokktónleikum The Libertines 20. maí. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að elsti flokksforingi sem hefur stýrt öðrum stóru flokkanna í kosningum frá [árinu] 1983 hafi verið sá sem náði mestum árangri í að tryggja sér atkvæði ungs fólks.“ *** Til að heilla unga fólkið enn frekar dró Corbyn upp úr hatti sínum ábyrgðarlaus loforð um að gefa allt fyrir ekkert. Corbyn lofaði t.a.m. að fella niður skólagjöld í háskólum og jók fylgi flokksins í könnunum. Clark minnir í grein sinni á að hrun Frjálslyndra demókrata árið 2015 sýndi hvað þetta var mikilvægt fyrir unga kjósendur. Frjálslyndir demókratar höfðuðu til ungra kjósenda árið 2010 þegar Nick Clegg, þá formaður flokksins, lofaði að fella niður skólagjöld. Með því að samþykkja þreföldun skólagjaldanna í stað þess að fella þau niður færði hann fylgi flokksins aftur til þess sem það var fyrir 40 árum. Í þetta sinn lofaði flokkurinn engu um skólagjöldin og virtist reyna að höfða til ungra kjósenda með loforði um að snúa Brexit-kosningunni við og gera kannabisefni lögleg – en hvorugt höfðaði til ungra kjósenda. Clark bendir á að það voru ekki aðeins skóla- gjöldin sem höfðu áhrif á skoðun ungra kjósenda á Verkamannaflokknum. Í þróuðum ríkjum fer óbeit ungs fólks á kapítalisma vaxandi – hún er nú útbreidd og afmarkast ekki lengur við hávær mótmæli aðgerðasinna sem berjast gegn alþjóðavæðingu, svo tekið sé dæmi um eina birtingarmynd þeirra sem hata kapítalismann. Á síðasta ári framkvæmdi Harvard Institute of Politics skoðanakönnun meðal Bandaríkja- manna á aldrinum 18-29 ára og spurði þá út í viðhorf sitt til kapítalisma. Það vekur athygli að í kapítalískasta samfélagi í heimi sögðust aðeins 42% hafa jákvætt viðhorf til kapítalisma. Aftur á móti sögðust 33% styðja eða hafa jákvætt viðhorf til sósíalisma. Það voru atkvæði ungs fólks sem urðu til þess að Bernie Sanders fór nálægt því að sigra Hillary Clinton í forkosningunum árið 2016 – í sömu skoðanakönnun Harvard sögðust 54% hafa trú á honum. „Þetta var annað tilvikið um að gráhærður vinstrimaður nyti meiri stuðnings meðal ungs fólks en meðal fólks á hans eigin aldri,“ segir Clark í grein sinni. *** Það voru atkvæði ungs fólks sem urðu til þess að Bernie Sanders fór nálægt því að sigra Hillary Clinton árið 2016. „Þetta var annað tilvikið um að gráhærður vinstrimaður nyti meiri stuðnings meðal ungs fólks en meðal fólks á hans eigin aldri,“ segir Clark í grein sinni. Í þróuðum ríkjum fer óbeit ungs fólks á kapítalisma vaxandi ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.