Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 5

Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 5
R O K K U R 181 arlaus og er hann fyrst ávarpaði °kkur: , „Fyrir 30 árum liéldum við: Ramon Gallegos, William Shaw, George W. Kent og' Berry Ðavis, allir frá Tncson, yfir Santa Catalina fjöll og sem leið liggur vestur á bóginn. Við leit- Rðum gulls í jörðu og var sú adlun okkar, ef leitin bæri eigi árangur, að halda áfram alt til Gila-fljóts, einhvers staðar í nánd við Big Bend, en þar liöfð- um við frétt, að landnemar befði sest að. Við vorum vel út búnir, en liöfðuin leiðsögumann engan — við: Ramon Gallegos, William Shaw, George W. Kent og Berry Davis“. Maöurinn endurtók nöfnin baegt og greinilega, svo sem vildi bann festa þan í minni okkar áheyrenda sinna, sérlivers okk- ur, en við veittum nú máli lians og honum sjálfum óskerta at- hygli og óttuðumst minna nokk- ura yfirvofandi hættu frá fé- lögurn hans, ef nokkrir voru, einhversstaðar út i myrkrinu, sem umkringdi okkur eins og' svartur veggur. Framkoma hessa sjálfboða-frásegjanda var beldur ekki þann veg, að neitt benti til, að ástæða vðeri til að óllast liann. Ef til vill var þetta geðbilaður maður, sem engum gerði mein. Svo miklir græn- Uigjar vorum við ekki, að við vissum ekki, að oft er það svo að þeir, sem einförum fara eða dvelja langvistum í fámenni eða i einveru, markast af þvi í framkomu allri og' háttum og orðalagi, og' slíkir menn eru oft ekki í augum þeirra, sem fjöl- menni einu eru vanir, svo mjög frábrugðnir þeim, sem eru „ein- kennilegir“ eða jafnvel geðbil- aðir. Maðurinn er eins og tré, sem í skógi verður beinvaxið og eins og einstaklingseinkenni þess leyfa í slíku samfélagi, en eitt sér úti á bersvæði mundi verða kræklótt, vegna næðinga umhverfisins. Slíkar voru hugs- anir mínar, cr eg hafði ýtt barðastóra hattínum mínum lengra niður á ennið, vegna bjarmans frá eldunum, og starði á frásegjandann. En livað gat fyrir lionum vakað með dvöl sinni hér í sandauðninni miðri? Enginn liafði rofið þögnina og gesturinn hélt áfram máli sínu: . „Þetta land var eigi þá eins og nú. Þá var hvergi býli milli Gila og flóans (Mexico-flóa). Veiði var nokkur á ýmsum stöðum til fjalla og gras nóg í nánd hinna strjálu vatnspytta, til þess að skepnur okkar gæti dregið fram lífið. Ef við værum hepnir og engir Rauðskinnar yrði á vegi okkar voru líkur til,

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.