Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 14

Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 14
190 R 0 K Ií U R margt bendi til aukins þroska, en er — þegar alt kemur til alls — nokkur sanngirni í, aS kref j- ast þess af rithöfundunum, að „nýja bókin“ sé alt af betri en þær, sem áður voru komnar? Dvöl höfundarins hér á landi verður honum væntanlega til góðs á margan hátt og munu þess allir óska, að hann eigi eft-, ir að þroskast fyrir mátt ís- lenskra áhrifa og að margra góðra og vel ritaðra bóka megi vænta frá hans hendi. A. Th. Forvígismenn þjóðanna. Edward Rydz-Smigly hershöfðingi. Edward Rydz-Smigly, pólski hershöfðinginn nafnkunni, sem var „hægri hönd“ Pilsudski um mörg ár, flutti álirifa- mikla ræðu i desember síðast- liðrium, til þess að krefjast auk- inna landvarna. Pólverjum er meiri vorkunn en mörgum öðr- um, þótt þeir vilji auka vígbún- að sinn, því að bæði veldur, að Pólland hefir sjaldnast fengið að vera lengi í friði, þegar það iiefir sameinast eftir að hafa fengið frelsi á ný og Pólverjar vilja vitanlega leggja alt í söl- urnar til þess að koma í veg fyrir að öðrum þjóðum hepnist enn að leggja Pólland undir sig og búta það sundur. Pilsudski marskálkur helgaði Póllandi líf sitt og starf og hann vann að því að gcra það hernaðarlega öflugt. Nú er hann fallinn frá, en við þessu starfi hans hefir raunverulega tekið Edward Rydz-Smigly, sem er yfireftir- litsmaður pólska hersins og raunverulega ræður öllu um landvarnir ríkisins og af flest- um er talinn valdamesti maður Póllands. Hann er sagður her- maður i húð og hár — en þó á

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.