Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 13

Rökkur - 01.12.1935, Blaðsíða 13
R O K K U R r 189 Bókarfregn. Kristmann Guðmundsson: Börn jarðar. — Ólafur Er- lingsson, Rvík. 1935. Þær eru orðnar allmargar bækurnar, sem eftir Kristmann Guðmundsson liggja. Hann fór ungur utan, svo sem alkunn- ugt er og liafði víst ekki annað veganesti en trúna á sjálfan sig og framtíðina. Ótrauður vann liann að því marki, að verða kunnur rithöfundur, með þeim ágæta árangri, að bækur lians hafa verið þýddar á fjölda mörg tungumál og fengið liin lofsam- legustu ummæli kunnra er- lendra ritdómenda. Yafalausl liefir listamannsferill Krist- manns Guðmundssonar verið að ýmsu erfiður, einkum fram- an af. Það vinnur enginn slíka sigra sem hann baráttu- og erf- iðislaust. Nú er Kristmánn sest- ur að — að minsta kosti að nokkru leyti — hér á ættjörð sinni, með þeim ásetningi, að skrifa jöfnum liöndum á ís- lensku og norsku, að því er beyrst hefir. Mun Börn jarðar vera fjæsta bókin, sem frá hans hendi kemur, er hann liefir rit- að jöfnum höndum á þessum tveimur málum. Það leynir sér lieldur ekki, að höfundurinn er ekki enn orðinn hér hagvanur aftur. Málið er oft miður gott og væri hægðarleikur að koma með mörg dæmi um þetta. Höf- undurinn er ekki laus við smekkleysur og það kemur dá- lítið óþægilega við lesandann, þvi að hann býst ekki við smekkleysum hjá Kristmanni. Smekkleysi finst mér að láta sögupersónur nota orðatiltæki eins og „brúka sig við gestinn“, en dönsku og norskusletturnar eru mjög margar í bókinni. Þótt hægðarleikur sé að koma með margar aðfinslur sem þessar, er þó sannleikurinn sá, að skáldsaga þessi er að mörgu prýðilegt verk. Þegar höfundur- inn verður hér hagvanur á ný, hverfa slíkir agnúar og fyrr voru nefndir, en um stíl hans er það yfirleitt að segja, að hann er snotur og látlaus og hæfir efninu vel. Lýsingar höf- undarins á sálarlifi persónanna eru oft með ágætum, en eigi fer höf. hér fram úr sjálfum sér í fyrri sögunum sínum. I sögunni er lýst islenzku alþýðufóllci og vcrður efni hennar ekki rakið hér. Sagan er vel bygð og þar verður hvergi viðvaningshand- bragðs vart. Vafasamt verður að telja, að þessi bók höf. sé betri en sumar þeirra, sem áður liafa komið frá hans hendi, þó

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.