Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 24

Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL sem hlutu nokkrar milljónir að launum fyrir dansinn. Var þessi önnur æska Arthurs hamingjusöm? Ég efast um það. Sonur hans, sem var sextán ára, þegar þetta brjálæðistíma- bil hófst, lenti í félagsskap, sem vandi komur sínar í næturklúbb- inn „Johnny", en hann var mið- stöð f jölmenns hóps kynvillinga. Þar lenti hann í höndunum á fjárplógsmönnum og einn mild- an vormorgun árið 1924 skaut hann sig. Dóttir Arthurs giftist lækni, sem seinna var dæmdur fyrir ólöglegar fóstureyðingar. (Á þessum árum voru 480 mála- ferli sömu tegundar á döfinni í Berlín, og 190 læknar misstu réttindisín). Yngrasyni Arthurs leiddist svo skólavistin, að hann strauk með stúlku til St. Moritz. Tveim árum seinna, þegar mar- tröð gengishrunsins var hjá lið- in, frétti ég, að hann væri á munaðarleysingjahæli. Foreldr- ar hans dóu bláfátæk. Fjölskylda Rudolfs Bauer bókhaldara lifði á launum hans. Á gengishrunsárunum var það sama og sífelld barátta við hungur. Ég sé hann enn fyrir mér, litla bókhaldarann, háls- mjóan, með lonjettur á þunnu nefinu, starandi nærsýnum undrunaraugum fram fyrir sig, eins og hann botnaði ekkert í öllu því, sem var að gerast í kringum hann. Á hverjum klukkutíma hækk- aði verðlag um 25 til 50%. Ru- dolf fékk launin sín á hverjum laugardegi; á mánudegi voru þau orðin verðlaus. Þeir sem voru séðir, eyddu öllu sínu kaupi samdægurs, keyptu allt, sem þeir gátu. Á mánudag gátu þeir selt það með geipilegum hagn- aði. En Rudolf var ekki kaup- maður, heldur bókhaldari. Á leiðinni heim með strætis- vagninum — farið kostaði 250.000.000 mörk — leit hann í kringum sig með var- færni, af ótta við að vasaþjófar stælu frá honum billjónunum, sem fylltu vasa hans. Þegar Rudolf var kominn heim, vannst konunni hans naumlega tími til að kaupa eins dags forða fyrir vikukaupið. Rudolf var langt á eftir tím- anum. Fyrsta áfallið hlaut hann, þegar hann missti föðurarf sinn. Faðir hans, sem átt hafði iitla bókabúð, lét eftir sig tuttugu þúsund mörk handa tveim son- um sínum, Rudolf og Emil. — Rudolf lagði sitt fé í banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.