Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 17
„Tíð vasabókanna er komin“ - Heimir Pálsson setur nú Snorra-Eddu á tölvu heima hjá sér LISTAP ,,Ég sit heimaog set hana beint“, segir Heimir. „Meö því sparast aö gera setjarahandrit og ég get lesiðfyrstu próförkáskjánum.“ , ,Ætlunin er að gefa allt verkið út með kveðskap, “ sagði HeimirPáls- son um fyrirhugaða útgáfu á Snorra-Eddu í nútímabúningi. „Stundum útheimtir verkið að kveðskapur sé til dæmis með rétt- um atkvœðafjölda svo ekki er hœgt að breyta öllum vísum en meining- in er að fœra þetta í eins nútíma- legan búning og hœgt er. “ Bókin er gefin út af Máli og menningu í samvinnu við prent- smiðjuna Odda og er þetta tilraun til að koma klassískum íslenskum verkum í ódýra og aðgengilega lestrarútgáfu með nútímastafsetn- ingu, að sögn Heimis. Snorra-Edda hefur einu sinni áður verið gefin út með nútímastafsetningu. Þá var farið eftir handriti sem er ekki eins vinsœlt, en nú er ætlunin að fylgja Konungsbók í Kaupmannahöfn. „Það er engin útgáfa til af bók- inni sem hægt er að setja beint í setningu svo mér var lánuð setj- aratölva úr Odda. Ég sit því heima og set hana beint. Með því sparast að gera setjarahandrit og ég get lesið fyrstu próförk á skjánum. Þeir í Odda tóku þessu mjög vel og hafa kennt mér það nauðsynlegasta til að ég geti unn- ið þetta svona. Með þessu ættum við að geta sparað mikla peninga og mikinn tíma og því gert þessa útgáfu eins ódýra og kostur er á,“ sagði Heimir. „Ég vil bæta því við að ég held að það sé mikilvægt að tilraunin takist. Það er mikilvægt að íslensku fomritin séu til í að- gengilegum útgáfum eins og tíðk- ast meðal siðaðra þjóða um allan heim þar sem slík verk eru gefin út í hræódýrum vasabókaútgáfum." - En er einhver grundvöllur fyrir þessari útgáfu? ,£g vona það,“ sagði Heimir. ,íif ekki er grundvöllur fyrir þessu, þá held ég að við ættum að hætta að hreykja okkur af menn- ingararfi okkar. En málið er að ef maður fer í bókabúð á íslandi þá fær maður ekki þessi verk nema í vönduðum og dýrum seríum. Ég vona að þetta verði bækur sem koma að miklum notum. Snorra- Edda er að mínu mati stórgott verk, bráðskemmtilegt og náma af fróðleik og ef hún á ekki erindi til okkar þá veit ég ekki hvað ætti það. Svo er meiningin að fylgja þessu eftir með fleiri verkum. Ann- ars leiða móttökur fyrstu útgáf- unnar slíkt í Ijós. Við sem að þessu stöndum höldum að tíð vasabókanna sé komin á íslandi. Það gerist oft þeg- ar menn koma inn á heimili er- lendis að þar er að finna kynstur af góðum verkum í pappírskilju. Þetta eru nefnilega líka bækur!“ sagði Heimir að lokum. -GHS. KVIKMYNDIR eftir Guöjón Arngrímsson, Árna Þórarinsson og Sigmund Erni Rúnarsson Skemmtilegir menn á réttri hillu Laugarásbíó: Tilgangur lífsins ( TheMean- ing ofLife). Bresk. Árgerð 1983. Aðalhlutverk og hand- rit Graham Chapman, John Cleese, Terry Gilliam, Michael Palin, Terry Jones. Leik- stjórv Terry Jones. Það var gaman í Laugarásbíói í gær- kvöldi. „Tilgangur lífsins" er óvenjuleg kvikmynd vegna makalausrar uppbygg- ingar hennar og efnistaka sem eflaust Tóm tjara Bíóhöllin.• / kröppum leik — The Naked Face. Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Bryan Forbes, eftir skáldsögu Sidney Sheldon. Leikstjóri: Bryan Forbes. Aðalhlutverk Roger Moore, RodSteiger, Elliott Gould, Art Carney. Metsölusorp Sidney Sheldons grasserar nú víða um lönd, bæði í bókarformi, í bíóum og á myndbandaleigum. Hann er kominn í fiokk með eldri æsisagn<ahöfundum eins og Harold Robbins og Arthur Hailey. Þótt ólíkir séu blanda allir þessir kallar saman spennu- og kynlífsstoffi úr heimi auðs og valda í Ameríku og úr verður kokkteill sem koma til af því sem konan sem tilkynnir miðju myndcirinnar segir: Vídeópakkið verður ekki dregið í bíó nema ganga hressilega framaf því. Fjölskyldumyndir; Ha!“ Og tilgangur lífsins er sko engin fjöl- skyldumynd. Hér er blótað og klæmst, böm syngja lofsöng um sæði, blóð flýtur og ælur buna. Grínið felst ýmist í því allur þorri Iæsra manna svolgrar í sig, ekki síst í jámbrautum og flugvélum og á hótel- herbergjum, en þessir staðir em víst eina athvarf streitugjamra borgara vestra. Ég hef aldrei bragðað á þessu í bókaríormi, en margt séð í myndrænu formi. Mér er fyrir- munað að sjá að Sidney Sheldon geti byggt upp skammlausa frásögn, með persónum og öðmm innri rökum sem ráða úrslitum um það hvort saga er góð eða ekki. Nema þá hann hafi bara lent í klónum á vondum kvikmyndagerðarmönnum. Bryan Forbes er rútíneraður breskur kvikmyndagerðarmaður með langan og fjölskrúðugan feril að baki,— nokkrar góð- a) að fjalla á galgopalegan hátt um það sem venjulegu fólki er heilagast, og b) að taka af ýktri alvöru á því sem þótt hefur fremur léttvægt. Öll þykist myndin vera leit að svarinu við spumingunni stóm: Hver er tilgangur Iífs- ins? Henni er skipt í nokkra alls ótengda kafla sem hver um sig fjallar um ýmis ald- ursskeið - frá upphafi mannskepnunnar á fæðingarstofnun til endaloka hennar í ar myndir og margar miðlungs. Hann bætir einni af seinni sortinni í safnið með The Naked Face. Ég held það þurfi meira en meðalmann í að gera trúverðuga mynd úr miðlungsmoði eins og þessi saga er. Roger Moore leikur hér sálfræðing með mikinn praxís en tómlegt einkalíf sem flækist inn í morðkeðju, og fylgjumst við með Moore reyna að komast til botns í því. Ekkert, ná- kvæmlega ekkert í þessu er trúverðugt: Hver mglpersónan flækist hér fyrir annarri, ekki síst lögreglumenn tveir sem ágætir leikarar eins og Steiger og Gould finna eng- an flöt á, sagan sjálf er ógleymanlega idíótísk og Roger Moore með gleraugu er, himnaríki(?). Hún er kostuleg stflblanda, stundum er trónían hárfín, stundum em kímnitilraunimar gróflega yfirkeyrðctr. Þeir félctgamir sem að henni standa hafa áður farið svipaðar leiðir (Holy Graúl, Life of Brian) en em sýnist mér að þróa þetta brjálaða form í réttu áttina. Meldingamar em ekki eins langsóttar og húmorinn þvi beittari. Þetta er krassandi skemmtun. -GA. þrátt fyrir nokkra viðleitni til annars og meira, aðeins James Bond með gleraugu. Art gctmli Camey er eina kryddið í hlutverki sjúskaðs einkaspæjctra, en auðvitað er hann drepinn allt of fljótt. Einstaka sinnum tekst að kreista upp smáspennu, en henni er klúðrað jafnharðan. Og hlálegri dramab'sk endalok hef ég bara varla séð en í The Naked Face. Ef svo einhver getur frætt mig á því hvers vegna myndin heitir The Naked Face þá þætti mér vænt um að fá upplýsingar þar um. Gagnvart þeirri spumingu stend ég tómur og blankur, eins og gagnvcirt þessu verki í heild. Hið tóma andlit. -ÁÞ. Frönsk tár og amerísk Stjörnubíó: Maður, kona og bam (Man, Woman and Child). Bandarísk Árgerð 1983. Leikstjórn Dick Richards. Handrit Eric Segal og David Z. Goodman, eftir samnefndri metsölubók eft- irEricSegal. Kvikmyndun RichardH. Kline. Aðalleikarar: Martin Sheen, Blythe Danner, Sebastian Dungan, Craig T. Nelson, David Hemmings, NatalieNell. Það vantar ekki metnaðarfulla leikara í þessa mynd. Martin Sheen og Craig T. Nel- son em báðir búnir afburða hæfileikum fyr- ir framan kvikmyndaaugað. En það er hand- ritið sem klikkar. Þetta er vemmileg saga um tveggja dætra vel stæð hjón í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í háskóla, hún ritstjóri bókaút- gáfu. Þau em alsæl með sitt, uns það kemst upp að hann hefur haldið framhjá í fyrir- lestraferð til Frans fyrir tíu árum. Frilla ferst nefnilega og skilur eftir sig son, hennar og hans, þar með munaðarlausan. Þetta fréttir prófessor og telur sér skylt að greina konu sinni frá sannleika. Eftir þetta segir sagan frá heimsókn fremska sonarins tíl hjónanna og dætra þeirra. Hún tekur á heimlislífið og allt inn- byrðis samband fjölskyldunnar. Þetta er stórvel leikin mynd á köflum. Viðbrögð persóna við aðstaeðum em tni- verðug, nema ef vera skyldi dætranna tveggja sem virðast hafa grenjað eða hlegið eftir fiöntun leikstjórans. Sebastian Dungan sem leikur franska soninn fer hinsvegar fimlega með hlutverk sitt þrátt fyrir ungan cfldur og er reyndar unun að líta túlkun hans á viðbrögðum við allt annarri menningu vestan hafs en austan. En leikstjórinn og handritshöfundar kunna sér ekki hóf í væmninni. Sum atriði em langtum tilgerðarlegri en þau hefður annars þurft að vera með smá raunsæi að leiðculjósi. Og lokaatriðið er það bagaleg- asta. Ef það hefði verið sleppt sirka einum lítra af támm hefði ég gengið talsvert sáttur út af þessari mynd. -SER Úr myndinni Maður, kona og barn: Vemmileg saga sem veldurekki væmninni. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.