Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 25
Miðast helstu skemmti- staðir borgarinnar ein- vörðungu við þarfir unga fólksins? í rörum eftir veggjunum. „Mikilfenglegt," bætti hún við og þar með bárust okkur drykkirnir á barborðið. í GAMLA DAGA Að gefnu tilefni reyndum við í sameiningu að sirka út hljóðlegasta hornið í húsinu til að setjast í. Það hafðist næstum því eftir nokkra leit; næstum því vegna þess að í því horni þurfti ekki að öskra neitt óskaplega til að fá notið samræðna. Það var skálað, en svo fór ég að inna þau eftir dansleikjahaldi á þeim árum þegar þau voru á aldri við aðra gesti Hollywood þetta kvöld. „Ef við fikrum okkur aftur til árs- ins 1930, eða þar um bil,“ sagði Guðjón, „þá er það að segja að framboðið af dansiböllum var ákaflega takmarkað. Við erum nú bæði ættuð úr sveit, ég úr Borgarfirðinum en hún Anna úr Biskupstungum, og yfir vetrarmán- uðina á þeim stöðum var varla um nema tvö böll á vetri að ræða. Ann- arsvegar milli jóla og nýárs og hins- vegar um vorkomuna. Á sumrin voru það síðan kaupakonuböllin sem svo voru nefnd. Nú, það var dansað í ung- mennafélagshúsunum í hverri sveit, og algjör undantekning að það sæist vín á mönnum. Það voru þó örfáir með þetta í rassvasanum. Fólkið kom nefnilega til að skemmta sér, og menn voru ekki á því að eyðileggja í sér þróttinn með drykkju, því það var alla jafna dansað fram undir dagsbirtu. í dans- inum var reynt að virkja hvern og einn einasta sem mætti í fjörið og þess freistað með ýmsum ráðum að. allir kynntust sem fyrst innbyrðis. Til þess var dansstjórinn, sem stjórnaði marseríngunum og hvað þetta hopp manns hét nú ailt saman. En þetta voru þó altént fyrirfram ákveðin hopp á þessum árum, sem var allt annað og meira en mér sýnist vera uppi á teningnum þarna frammi á dansgólfinu. Þarna skoppar fólkið bara einhvern fjandann sem því dettur í hug hverju sinni. Ég hugsa að maður sé nú vel samkeppnisfær í lætin atarna." ÓTTALEGIR RANGALAR Við fórum síðan að ræða um það hvernig fólk fellur hvert fyrir öðru á dansiböllum. Það hefur líkast til ekkert breyst alla þessa öld. Guðjón taldi engan vafa vera á því að hann hefði fallið fyrir einhverjum stelpn- anna þarna inni í Hollywood, væri hann orðinn ungur í annað sinn. Og Anna taldi hið sama gilda um strák- ana á svæðinu. „Ástin er alltaf söm við sig, þrátt fyrir allar aðrar breyt- ingar." Nú, Guðjón var ekki frá því að þetta væri ágætur hjónabands- markaður. Að því búnu var staðið upp úr hljóða horninu og rölt lítillega um svæðið. „Óttalegir rangalar eru þetta,“ varð Önnu að orði þegar við höfðum rutt okkur leið yfir í hinn enda hússins. „Að fólkið skuli bara ekki viilast hérna.“ Ég sagðist halda að liðið kæmi hingað svo oft að það væri farið að þekkja staðinn dável. En síðan kom hávaðinn aftur inn í umræðuna. Og þvílíkur drynjandi. Anna varð hálf skelfd og Guðjón gretti sig þegar næst dansgólfinu var komið. Samræður voru óhugsandi svo það var með handapati sem hjónin bentu mér á hvort ég vildi ekki fylgja þeim fram. „Er þetta virkilega það eina sem hægt er að gera hérna," spurði Anna þegar í talsvert hijóðiátara umhverfi var komið og hún meinti þetta tvennt; að reyna að spjalla saman í kapp við hávaðann eða hoppa um í einhæfum takti tónlistarinnar. Ég sagði henni að það væri líka talsvert vinsælt að standa bara við einn vegginn og góna út í loftið með glas í hendi. Sumir kæmu bara til þess. „Ja, hérna," var það eina sem hún hafði að segja við þeim tíðindum. „Það er erfitt að ímynda sér að fólk hafi gaman af þessu helgi eftir heigi,“ sagði Guðjón. „Það má vel vera að þetta sé upplifun einu sinni, en ég skil ekki hvað það er sem rekur fólk hingað aftur og aftur, nema þá að hugtakið skemmtun hafi eitthvað brenglast með árunum." Anna bætti síðan þessu við: „Ég man hve ánægjan skein úr andlitum allra sem sóttu dansieikina í okkar ungdæmi, en hérna er fóik sumt raunamætt, auk þess sem ég sá ekki betur en ein stúlka væri grátandi úti í horni þarna áðan...“ i Okkur kom saman um að tónlistin væri völd að þessu. Með þeim hrika- lega hávaða sem fólki væri boðið upp á væri ekki nema eðlilegt að því liði illa. „Kynslóðabilið í tónlistinni virðist ákaflega breitt. Mér þykir miður hvað tekist hefur að venja unglingana við hávaðann og þessa einhæfni sem boðið er upp á í lagavali. FÁTÆKLEGAR SKEMMTANIR Það var sýnilegt að þau hjónin áttu erfitt með að slaka á inni í þess- ari undraveröld. Það var ekki laust við að þeim fyndist þau vera fyrir. Hvarvetna var fólk að ryðjast, sumir með fleiri en eitt glas í hendi, því óðum dró að lokun barsins. Á leiðinni heim á Hagamel var farið að ræða það hvað þetta hefði samt verið skemmtileg reynsla. „Það fór þó aldrei svo að maður liti ekki almennilega á næturlífið hérna í borginni," sagði Guðjón en Anna greip til danska orðsins „oppleveise". Niðurstaða þessarar greinar datt upp úr Guðjóni þegar við ókum inn í hljóðláta hverfið þeirra í Vesturbænum. Hann sagði um þessa staði sem þau höfðu sótt fyrr um kvöldið: „Það er svo sem ekkert að þeim nema hávaðinn og einhæfnin. Ég skil ekki almennilega hvað þetta eru fátæklegar skemmt- anir í sjálfu sér. Að minnsta kosti er umgjörðin miklu tilkomumeiri en innihaldið." Skálað að gömlum og góðum sið við barinn. Tónlistin í salnum verður ekki greind á þessari mynd, einsog eðlilegt má teljast, enAnna sagði: „Þetta hamrar á hlust- unum." „Forheimskandi," sagði Guðjón. bara ágætlega á liðið þarna. Eg hugsa að það væri asskoti gaman að skella sér þarna, svona eins og viku- lega.“ Ég spurði Önnu hvort hún væri til í að hleypa kallinum svo oft út. Hún svaraði því nú bara til að fólk ætti ekki að vera að ráðskast svo mikið hvert með annað, allra síst hjón, hélt hún. „Það verður 'hver að fá að halda sínu sjálfstæði, og þetta hvort hann Guðjón minn megi heimsækja Pöbb-inn einstöku sinnum, held ég að hljóti að vera í lagi. En hann verður þá að gjöra svo vel og fara þangað einn. Mér fannst gaman að koma þarna einu sinni, tja, þetta var eiginlega upplifun, en engu að síður nóg fyrir mig.“ „MIKILFENGLEGT“ Sjálfsagt hefur meðalaldurinn hækkað snarlega í húsi Óla Laufdals þegar við birtumst í salargættinni. Varla var nokkra sálu að sjá á staðn- um eldri en þrítuga. Nema náttúr- lega þau Önnu og Guðjón. Samanlagður aldur þeirra tveggja hefur vafalítið jafngilt hartnær tíu manna hópi þarna inni. Það var heldur ekki að sjá á andlitum gestanna að nærvera fólks á aldur við hjónin væri venjuleg. Fólki brá, í jafnmiklum mæli og gerst hafði á Pöbb-inum. Við gengum að einum barnum í húsinu og pöntuðum okkur drykki. Á meðan beðið var afgreiðslu, virtu hjónin fyrir sér innréttingar og skrautleika þeirra. Þeim fannst mik- ið til koma. Þau störðu sérstaklega á alla ljósadýrðina sem skipti litum í takt við dynjandi diskóið. „Þetta er ansi smekklegt," sagði Guðjón og bætti við: „Skárra væri það nú ef það væri afturför á öllum sviðum skemmtanalífsins." „Þetta er nú eiginlega hálfgert undraland," hafði Anna til málanna að leggja og varð starsýnt á æpandi litbrigði nokkurra neónljósa sem bylgjuðust GRIÐLAND SÆL- KERANS r A hverjum degi bjóð- um við úrval kjöt- og fiskrétta af sérlega glæsi- legum sérréttamatseðli svo og rétti dagsins. Renndu við, slappaðu af og dekraðu við bragð- laukana í Veitingastof- unni Þyrli -griðlandi sæl- kerans. Veitingastofan Þyrill Opið frá kl. 8:00 til 23:30 Sími 93-3824 HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.