Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 28
^^^tórfrétt fyrir Flugleiðir, starfsfólk þess og auðvitað íslenska þjóðarbúið: Helgarpósturinn hefur traustar heimildir fyrir því að enn á ný njóti félagið í ár þeirrar gull- námu sem svokallað pílagrímaflug hefur verið hin síðari ár. Allt bendir til þess að á vegum Flugleiða verði þrjár DC 8-véiar í pílagrímaflugi fy. ir Alsírmenn í ágúst og september, alls í 32 daga. Áhafnir verða bæði ís- lenskar og erlendar. Þetta mun vera stór samningur, en þó aðeins minni en í fyrra hvað farþegafjölda varð- ar. Alsírmenn verða með færri píla- gríma nú en þá, eða um 40.000 núna en 60.000 þá. En það er víst góð búbót samt fyrir Flugleiðir; píla- grímaflugið er einhver mesti gróða- þáttur í rekstri félagsins. .. D BWPlikur eru nú á lofti í síldar- sölumálum Islendinga. Sala á salt- síld hefur að undanförnu verið í miklum öldudal erlendis vegna of- framboðs á öllum mörkuðum. Nú standa málin þannig að íslenska síidin selst ekki og það litla sem selst fer á afar lágu verði. En það kann að breytast ef Islendingar brjóta odd af oflæti sínu og fara að dæmi Norð- manna sem voru í svipuðum vand- ræðum með sína síld. Það er nefnilega opinbert leyndarmál að íslendingum hefur staðið til boða undanfarin tvö-þrjú ár að selja síld um borð í sovésk verksmiðjuskip. Helgarpósturinn hefur eftir góðum heimildum að þetta standi okkur enn til boða. Sovétmenn munu tilbúnir að kaupa bókstaflega alla síld sem Islendingar geta selt, og það á mun hærra verði en síldarvinnslan hér innanlands býður. Nú er kominn upp gífurlegur áhugi meðal samtaka sjómanna og útgerðar- manna á að reyna þennan sovéska verksmiðjumarkað, en mikil and- staða er hins vegar gegn því meðal vinnslustöðvanna hér. Talið er að þetta verði hið mesta hitamál á næstunni... lEiins og tíundað hefur verið í blöðum hafa nokkrar nágrannaerj- ur orðið með þeim Agnari Krist- jánssyni í Kassagerðinni og Rúnari Bjarnasyni, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, en þeir búa hlið við hlið á Laugarásveginum. Erjurnar byrj- uðu með því að Agnar fékk leyfi borgaryfirvalda til að byggja bíl- skúr við hús sitt, sem Rúnari fannst þrengja heldur betur að lóð sinni, enda reis skúrinn beint upp af landamörkunum milli þessara heið- ursmanna. HP heyrir nú eftir áreið- anlegum heimildum að Rúnar sé með hefndaraðgerðir í undirbún- ingi og þær talsvert stórtækar. Hann hefur fengið arkitekt til að teikna fyrir sig bíslag út frá þeirri hlið hússins síns sem snýr að bílskúr Agnars. Innan fárra ára ætlar hann síðan, að því er sömu heimildir segja, að bæta hæð ofan á þessa við- byggingu, selja gömlu íbúðina sína og flytja inn í þetta tvíhæða fyrir- brigði. Þannig ætlar slökkviliðs- stjórinn að gnæfa yfir bílskúr nágranna síns, sem eins og fyrr segir var upphafið að þessum dæmalausu nágrannaerjum á Laugarásveginum. Teikningar að bíslaginu eiga að liggja fyrir innan skamms og hefjast framkvæmdir líklega á haustmánuöum... ÍLieikfélag Akureyrar átti anna- samt starfsár í fyrra og er búist við að komandi leikár verði ekki síðra. Þá hyggst Leikfélagið meðal annars setja á svið söngleik um frönsku söngkonuna Edith Piaf sem hefur verið sýndur víða um heim á síð- ustu árum við góða aðsókn. Hljóm- sveitarstjórinn Roar Kvam prófar um þessar mundir hugsanlega kandídata í aðalhlutverkið en sú sem fer með það ku þurfa að geta hvort tveggja sungið og leikið. Þau nöfn sem HP heyrir aðallega í þessu sambandi eru Ragnhildur Gísla- dóttir, fyrrum Grýla, Edda Þórar- insdóttir leikkona, Sólveig Hauksdóttir leikkona og Lísa Pálsdóttir sem dvalist hefur í Kaupmannahöfn hin síðari ár og söng m.a. með Kamarorghestun- um. Hver hlýtur svo hnossið veit enginn enn.. . || msóknarfrestur til að sækja um stöðu ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu er nú útrunninn, en sem kunnugt er lét Brynjólfur Ingólfsson af því starfi fyrir rúmu ári. Fimm munu hafa sótt um starf- ið, þar af tveir undir nafnleynd. Hin- ir eru Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Ólafur Stefánsson, lögfræðingur og fyrr- verandi starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu, og Ólafur Steinar Valdimarsson, sem var settur ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu á síðasta ári þegar Brynjólf- ur hætti. HP heyrir að nokkuð ljóst sé hver hreppi þetta feita embætti; Ólafur Steinar fái að sitja stólinn áfram... D IUP orgfilm, elsta kvikmyndafé- lag í landinu, stofnað 1959, er nú verið að vekja til lífsins á ný, eftir nokkurra ára dvala. Sem kunnugt er hefur framkvæmdastjóri þess, Reynir Oddsson, tryggt sér for- kaupsrétt að Dallasmyndaflokkn- um og fengið OLÍS til að dreifa á spólum í öllum verslunum sínum um landið. Þetta Dallas-ævintýri ku þó bara eiga að gefa startfé í þær framkvæmdir sem koma skulu hjá Borgfilm. Reynir hyggst leggja út í tökur á að minnsta kosti tveimur leiknum kvikmyndum í fullri lengd á komandi vetri, og er þegar byrjaður að leggja drög að annarri þeirra. Hann hefur að mestu dvalist í Bandaríkjunum frá því þetta fyrirtæki hans lauk við sýningar á Morðsögu sem frumsýnd var 1975, og á þeim tíma hefur hann meðal annars unnið að gerð handrita fyrir téðar myndir Borgfilm. Rétt eins og við gerð Morðsögu, ætlar Reynir að sitja sjálfur við stjórnvölinn við tökur næstu kvikmynda sinna. Þetta eiga líkast til að verða þrillerar eftir því sem HP kemst næst um efni þessara komandi verka Borgfilms... s ^^^krýtin staða er nú komin upp í appelsínusafasamkeppninni. Fyrir nokkru hætti fyrirtæki Davíðs Scheving Thorsteinssonar, Sól hf., að selja appelsínusafasinn undir merkinu Tropicana, að sögn vegna þess að hinn bandaríski fram- leiðandi bauð ekki nægilega hag- stætt verð á hráefninu. Davíð keypti því efnið annars staðar og kallar nú Trópí. Nú hafa þau tíðindi gerst að fyrir tilstilli Arnar Þórs, sonar Vilhjáhns Þors, fyrrum for- stjóra SÍS, er framleiðslurétturinn á Tropicana kominn í hendur Mjólk- ursamlags KEA á Akureyri. Þess má svo geta að Mjólkursamsalan í Reykjavík býður upp á Floridana. Og fer nú að æsast leikurinn í appel- sínusafastríðinu... Við erum komnir í Olympíu- liðið FUJI-liðið er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympíu- leikanna i Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur í sambandi við Olympiuleikana 1984. Á Olympíuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - i þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOR HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litríkari myndir en áður hefur þekkst. Nýja FUJICOLOR HR filman markar timamót i litfilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Þess vegna á FUJI vel heima á OLympíuleik- unum - þvi þar eru aðeins þeir bestu. FUJI PHOTO FILM CO., LTD. ^8°3Japan/ HK3H RESOLUTION Æ-a_______FUJICOLOR KtHZJlTííSMi 111ITI9 HRI0Q/HR400 SKIPHOLTI31 I /. V nv -. OffiáalFHm of ■ IBl the Los Angefes 3pKA 1984 Ofyrripics Q&p L A Ofympc Syrnöols C 1990 LAOff Cont W MALLORKA Sólskínsparadís Sólarferð „ég hef ekkí efní á því.” Ert þú einn af þeim sem heldur það? Hefur þú litið á heimilisbókhaldið? þá sérð þú hvað það er í raun ódýrt að skreppa í sólina. Dæmi: Maíurinn er ódýrari, rafmagns- og símareikningarnir lækka trúlega, þú losnar við bensínkostnað o.fl. o.fl. Allavegna eyðir þú ekki nema á einum stað í einu, það er okkar skoðun að losna úr stressinu hér heima og skreppa í sólina þó ekki sé nema í 1/2 mán. er á við 11/2 mánaðarfrí hér heima. HTCOMW FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl. Símar 28388 og 28580 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.