Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Fjármálastjóri í Nails-off inc. Illu heilli. Og því er verr og mið- ur: þarna stóð ég án vonarglætu, í sjálfheldu — á eina höndina upp- lýstur barinn, á hina einhvers kon- ar handrið í kántrístíl, fyrir aftan mig djúpur spegill og á móti mér sá ég í uppsiglingu þennan gamla „kunningja", gersamlega óþekkj- anlegan eða hérumbil það, þó rétt eins og ég sæi örla á þeirri gömlu nautgæfu birtu til augnanna — og allar undankomuleiðir lokaðar. Mikið andstyggilega getur fólk tekið miklum og hröðum breyt- ingum á þessum nútíma, var mín fyrsta hugsun, nú þegar tíðarand- inn býður því og boðar að hugsa fyrst og síðast um sitt eigið „ég“. Miklum óhuggulegum ósköpum getur vaxtarrækt, vítamínát, „rétt“ mataræði, hæfilegt ljósasjó plús Herradeild P&Ó komið til leiðar. Ég gæti nefnt ótal dæmi... “Fílamanninn" kölluðum við þennan náunga almennt í skóla, reyndar uppá latínu — og það var fyrir tíma hreyfimyndarinnar sem varð fræg — ekki þótti hann stíga í vitið og lítið augnayndi, en svo- sem ekkert illmenni, held ég; nema hvað þetta kvöld þegar fundum okkar bar aftur saman hafði flúorlampabrúnkan leyst fílapenslana af hólmi, kórónafötin og melkaskyrtan lúðaúlpuna og rúllukragapeysuna, maðurinn í þokkabót orðinn tágrannur og skarpleitur, næstum greindarleg- ur. Naumast að ég hefði þekkt hann aftur ef talandinn og orðfær- ið hefði ekki enn verið vel fyrir neðan meðallag. „Jæja, hvað ert þú að gera núna?“ Auðvitað! Maður er varla búinn að koma frá sér fátækleg- ustu kveðjuorðum áður en þessi óumflýjanlega spurning er komin á loft, þetta sveitamannslega framhald af spurningunni „Hvað gera foreldrar þínir?” sem blessuð börnin þurfa eiiíflega að vera að ráða í. Samræðulist Frónbúans hefur nú aldrei verið mikilfengleg, svo ég vildi ekki svara alveg útí hött og læddi því útúr mér einhverjum hálfsannleikanum: „Blaðamaður, frílans... Eigin- lega meira frí en lans... Ha, ha, ha...!“ Hann saup á viskíinu (náttúr- lega tólfára gömlu, 500kall desi- lítrinn) með tilheyrandi efasemda- svip, mældi út leðurjakkann gauð- rifinn, slitnar gallabuxurnar, skóna háaldraða, einfalt martíni- glasið. ^Má ekki bjóða þér viskí?" Eg afþakkaði, þekkjandi mann- gerðina, vitandi að maður stingur helst ekki höndunum á sér uppí ljónskjafta og að hlutfallslega er tímakaupið yfirleitt frekar lágt þegar maður drekkur frítt hjá mönnum af þessu tagi. „Jæja,“ bætti hann við eftir vandræðalega þögn, „mann er orðinn fjármálastjóri...." Rogginn. „Ha?“ „Fjármálastjóri! ” áréttaði hann hátt og snjallt og kom skilnings- ríkur til móts við skilningsleysi mitt, og þvínæst fylgdu langar út- listanir sem ég meðtók ekki nema svona rétt til hálfs — nema hvað mér skildist að staða f jármálastjór- ans í viðskiptalífinu væri ekki óáþekk stöðu ylfingsins í skáta- hreyfingunni (þetta eru mín orð); þá er sumsé brautin greið í skát- ann, flokksstjórann, sveitarstjór- ann, dróttskátann, skátahöfðingj- ann. Með öðrum orðum: skrif- stofustjórann, framkvæmdastjór- ann, forstjórann, stjórnarfor- manninn og uppúr..... Síðan kom þessi venjulega rolla um húsbyggingar, bílakaup, hjónabönd, barnéignir, sóiar- landaferðir, heimilistæki, vídeó og útsöluprísa — hálftími af þessu — og loks þegar ég rambaði á hengiflugi örvæntingarinnar, gjörsamlega fullsaddur, þessi djúpu, já spöku, orð sem breyttu litarafti kvöldsins í einni sjón- hendingu: „ Já, mann er búinn að gera það assi gott. Jamm, þið voruð helvíti hressir í menntó, þú og vinir þínir. En það er nú ekki alltaf nóg að vera aðalnúmerið í skóla..." Já, þetta sagði þessi ágæti maður og virti mig fyrir sér, ekki hæðnis- lega, ekki illkvittnislega, heldur blátt áfram og eðlilega, þótt eftil- vill vottaði fyrir dálítilli vorkunn- semi. Svo ætlaði hann auðvitað að halda áfram á sömu braut og segja að „mann yrði líka að standa sig í lífsbaráttunni", en þá sá ég mér undankomuleið í því hvað hann hefur alltaf verið lítið lipur í tung- unni, kvaddi í snarhasti og smok- aði mér burt, klumsa og talsvert niðri fyrir. Nú er ég ekki að segja frá þessu lítilsverða atviki af því mér finnist sérdeilis gaman að tala illa um gamla skólafélaga í blöðunum. Kjarni málsins er bara sá að fjár- málastjórinn upprennandi hafði talsvert til síns máls. Ég og hressu vinirnir mínir úr menntó erum alltaf svo ógn blankir og verðum það sennilega „þar til gyðingarnir sjá að sér“ eins og skáldið sagði. Sumsé um ókomna framtíð. Ekki það að okkur langi mikið tii að ”standa okkur í lífsbaráttunni," ég er ekki einu sinni viss um að við séum sérlega trúaðir á þessa svo- kölluðu lífsbaráttu, enda dekur- spilltir upp til hópa. Og ef við eign- uðumst einhvern tíma peninga er ég þess fullviss að við mundum ekki eyða þeim í sprungna stein- steypu og hjólbarða lífsbaráttunn- ar, heldur skynsamlega á ein- hverri sólbakaðri strönd, með fjall í baksýn, lauslátar stelpur og kar- öflu á kringlóttu borði. Því er það einnig sannfæring mín að við sem eigum enga peninga eigum skilið að eiga peninga, en að athafna- mennirnir og fjármálastjórarnir sem eiga peninga eigi ekki skilið að eiga neina peninga. Þetta er hálfgerður bömmer. Til þess að ræða þessi mál fannst mér tímabært að kalla sam- an skyndifund í skákklúbbnum Grana, sem núorðið gerir allt ann- að en að tefla skák á fundum sín- um. Umræðuefni: Fyrst enginn fé- laganna hefur lengur marktækan séns í að verða poppstjarna, at- vinnufótboltamaður, metsöluhöf- undur, einkaerfingi eða gígoló, hvernig förum við þá að því að græða peninga án þess að slíta okkur út á mannskemmandi vinnu og án þess að enda í fang- elsi. Allar tillögur eru vel þegnar. Fundurinn var heldur daufur til að byrja með, engum datt neitt í hug. Loks eftir nokkurt þóf fædd- ist fyrsta hugmyndin; A (sem er alltaf að horfa á vídeó) stakk upp á því að stofna bílabíó á bæjar- mörkunum þar sem allt er leyfi- legt. Það er alltaf rigning og þoka, það mundi aldrei sjást á tjaldið, var hin óhjákvæmilega mótbára B sem er úrtölumaður. Það er bara betra, sagði C sem er hundingi (cyníker). D, sem er að baksa við að gera upp kjallaraholu á glæpsamlegum bankalánum, stakk upp á því að við fyndum upp nagla sem gætu beygt fyrir horn af sjálfu sér. Eng- inn treysti sér til að finna upp svo- leiðis og þá bætti D vonsvikinn við að sennilega væru blankheit eitt- hvað óumbreytanlegt sem menn þægju í vöggugjöf eða drykkju í sig með móðurmjólkinni. Svo fóru hugmyndirnar að streyma hægt og bítandi, frumleg- ar og minna frumlegar: Sígarettur með engri ösku? Nei, það er víst gömul lumma. E hafði stúderað smáauglýsingadálka í amerískum tímaritum af óvandaðri sortinni og stakk upp á því að við brugguð- um ástarbrímalyf úr íslensku lýsi og seldum í póstkröfu til Banda- ríkjanna. „There is a sucker born every minute", sagði hann máli sínu til stuðnings og vitnaði í lífs- mottó reykvísks pylsusala. Einum Granameðlimi sem hefur áhuga á hassreykingum fór að leiðast þóf- ið og stakk upp á því að við færum einfaldlega að selja skólabörnum dóp. Enginn peningur í því, and- mælti C og víst ekki hægt að kom- ast framhjá því. F hélt að það væri rjúkandi bisness í kjúklingabita- stöðum þar sem kjúklingarnir væru skeyttir saman úr slógi og fiskimjöli. Einhver hélt að auð- veldast væri að byrja á togara eða refabúi — „maður verður bara að fara að mjólka sjóðakerfið..." Og svona koll af kolli, einsog við má búast: Naglabjórstofa. Vídeó- leiga. Leiktækjasalur. Vínumboð. Sjoppa. Maðkatínsla. Þá var það að einhver mundi eftir snyrtimenninu Elmari sem stundar nám í Sambandslýðveld- inu Þýskalandi. Þar lá náttúrlega fídusinn falinn. Elmar þessi er snyrtimenni í alla staði einsog áð- ur segir og kannski óþarfi að lýsa hér nánar háttalagi hans né ann- arra snyrtimenna. En einsog fram kom á fundinum við gríðarlegan fögnuð viðstaddra hannaði Elmar á sínum yngri og glaðari snyrti- mennskuárum stórkostlegt þarfa- þing, sem væri án efa ómissandi öllum snyrtimennum og menn- ingarheimilum — ef það þá væri á annað borð komið á markað. Um- rætt þing er plastpoki, ógn fyrir- ferðarlítill, sem er þeirrar gerðar að bregði maður honum utan um nakinn fótinn á sér með fimlegri sveiflu beggja handa, stingi síðan hægri hendi vopnaðri naglaklippu innan um þar til gert op á fjær- enda pokans, um leið og þar til gerður spotti er hertur að ökklan- um neðanverðum, hef ji síðan hina vikulegu tásnyrtingu, þá mun sá hluti tánaglanna sem reyndist vera óþarfur falla ljúflega niðuri þar til gert hólf á innra borði pok- ans sem að lokinni snyrtingu má losa með lítilli fyrirhöfn. Þegar þarna var komið fundar og allir höfðu meðtekið ofan- greindar skýringar var ljóst að stórfyrirtæki lá í loftinu, auðhring- ur jafnvel sem í framtíðinni ætti eftir að mergsjúga varnarlausar smáþjóðir; ísnegl hf., Nails-off Inc. Naglapokinn væri auðvitað bara fyrsta (og veigamesta) skrefið, en í kjölfarið kæmu síðan naglapokar af ýmsum stærðum og gerðum og mismunandi stigum handhægni og meðfærileika, í útgáfum fyrir almenning, útvalda og fjölskyídu- fólk. Að ógleymdum ýmsum nýj- ungum sem tengjast naglapokan- um beint eða óbeint, sér hönnuð- um naglaklippum, töskum, sokk- um, skóm, smyrslum og vötnum. Loks var ákveðið að færa þenn- an sögulega fund í skákklúbbnum Grana niður á Gauk á Stöng og skála fyrir nýja stórfyrirtækinu með stórum fyrirheitum um að koma brátt saman aftur og semja bréf til þeirra stofnana íslenskra sem hafa með framfarir og frjóa hugsun að gera: iðnþróunarsjóðs, iðnlánasjóðs, iðntæknistofnunar, Félags íslenskra iðnrekenda, Iðn- aðarbankans, Aðalverktaka og- svoframvegis... Ænei, þetta var hálfgerður bömmer. En ég pant vera fjár- málastjóri! PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. # Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. G Gefur skýrari og fallegri áferö. G Betra í öllu viöhaldi. G Komiö og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. G Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.