Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 21
persónu út á við. Þetta olli fjöl- skyldu minni að síðustu mjög miklu hugarangri. — Og gerir enn! Nú, þegar farið var að kanna málið þá fannst auðvitað hvergi minnsti fót- ur fyrir þessum rógburði, þessu lyktaði þannig að borgarstjóri lofaði að koma með skriflegar skýringar á ástæðum uppsagnarinnar. Nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans kváð- ust ekki myndu taka við skýrslunni sem trúnaðarmáli nema ég fengi að sjá hana sem ég aldrei fékk. Trúnað- ur forstjóra SVR og borgarstjóra átti alltaf að vera til að vernda mig en það hef ég aldrei beðið um. Ég hef ekkert gert sem ekki þolir dagsins ljós. Á fundinum kynnti borgarstjóri skýrsluna með því fororði að ég fengi aldrei að sjá hana. Svo ég stend í þeirri undarlegu stöðu að til eru þykkar skýrslur um mig í borg- arkerfinu sem menn lesa afturábak og áfram en er haldið leyndum fyrir mér, einum málsaðila. Niðurstaðan er því sú að þeir hafa ekkert á mig r.ema það að ég hafði mínar skoð- anir á Strætisvögnum Reykja- víkur." „Hin raunverulega saga“ ,,Ég held að ein af hinum raunveru- legu orsökum fyrir uppsögn minni séu afskipti mín af tengslum Sjálf- stæðisflokksins og SVR. Af því til- efni skrifaði ég borgarstjóra í fyrra þar sem kom fram að ef hann tæki ekki að sér að slíta þau óeðlilegu tengsl sem eru milli Sjálfstæðis- flokksins og Strætisvagna Reykja- víkur þá myndi ég taka að mér að segja borgarbúum frá þessu, sem ég svo gerði í vetur og var rekinn nokkrum dögum seinna." „íslenska þjódkirkjan“ En Magnús hefur áhuga á f leira en Strætisvögnum Reykjavíkur og meðferðinni á sér þar. Hann hefur mótað sér ákveðin lífsviðhorf, sem hann eftir fremsta megni lifir eftir. „Ég trúi á Guð með stóru G-i. Ég trúi á líf eftir dauðann og á umbun verka annars staðar eftir jarðlífið. Samt er ég ekki í íslensku þjóðkirkj- unni. Það er meðal annars af trúar- legum ástæðum, en samt er ákaflega margt sem fellur að mínum hugmyndum úr kristni samanber kærleiksboðorðið. Ég lifi eftir einu boðorði trésmiðsins frá Nazaret, Jesú nokkurs Jósefssonar: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra". Ég tel þetta vera einu lífsregluna sem réttlátt fólk geti lifað eftir svo vit sé í. Varðandi úrsögnina úr þjóðkirkjunni þá var sérstök ástæða fyrir henni. Dómorganistinn minn Ragnar Björnsson var rekinn úr starfi sínu fyrir svipaðar sakir á svipaðan hátt og ég á sínum tíma. Það var þá sem ég sagði mig úr iögum við þetta um- burðarlynda fyrirtæki, íslensku þjóðkirkjuna. Samt fer ég oft í kirkju og styð hana af sumu leyti fjárhagslega." „Ég dey líklega ekki úr elli“ „Ég er þó um flest sammála Forn- Grikkjum varðandi heimsmyndina. Þeir sögðu að lífið á jörðinni væri komið frá stjörnunum og færi aftur til stjarnanna. Ég er þeirrar skoðun- ar að framhaldslíf okkar geti alveg eins átt sér tilvist einhvers staðar annars staðar í alheiminum. Ég er sammála mörgu sem dr. Helgi Pjet- urs sagði fyrr á öldinni, en það hefur hann meðal annars frá Forn-Grikkj- um. Og ég trúi líklega á dómsdag líka. Ég þarf nú ekki annað en að líta á stöðu heimsmála í dag til að sjá það að ég dey líklega ekki úr elíi. Það skyldi þó ekki hafa verið rétt sem opinberunarbók Jóhannesar segir: „Og eldtungur munu upp rísa úr himnum og himnarnir glóa“. Þetta þykir mér afskaplega skorin- orð lýsing á kjarnorkustyrjöld dags- ins í dag, því miður. Menn hefur ekki grunað hvernig þetta myndi framvindast með tækninni og hatr- inu. En samt virðist höfundur inn- sæisins hafa haft eitthvað fyrir sér í þessu." „Útilokaö ad viö höfum oröiö til viö fœöinguna eöa getnaöinn“ „Ég lít ekki á mannkynið sér. Ég lít á allt jarðlífið í heild sinni. Ég er þeirrar skoðunar að eitthvað hafi farið úrskeiðis í árdaga þróunar lífs- ins hér á jörðunni, og af því súpum við seyðið enn í dag. Maðurinn gegnir því hlutverki, að mínu mati, að vera eina dýrategundin sem hefði getað og gæti forðað þessu, en gerir það ekki. Svo er spurning hvort það hafi verið tilviljun að hann kom fram með vitræna eigin- leika. Það má ímynda sér að Guð hafi gefið manninum þessa hæfi- leika til að betrumbæta. Ég hef þá trú að líf ið á jörðunni sé ekkert eins- dæmi, það beri fremur að tala um lífið í alheiminum. Ég held að lífið í alheiminum tengist bæði lífinu eftir jarðlífið og eigi sínar ástæður fyrir upphafi lífsins á jörðunni. Saman- borið við það sem Einstein sagði forðum að „ekkert verður úr engu“ þá er útilokað að við höfum orðið til við fæðinguna eða getnaðinn." pólitík fyrir sér stöðu flokksins í höfuðborginni um þessar mundir. Ólafur Jóhannesson, fyrrum for- ingi flokksins, er fallinn frá en í þingsæti hans er óreyndur maður, Haraldur Ólafsson lektor, sem enginn veit hvemig mun reynast eða hvort hann nær jafn óumdeil- anlegri stöðu innan flokksins og forveri hans. Kristján Benedikts- son borgarfulltrúi er talinn ætla að hætta setu sinni í borgarstjóm næst eftir 20 ára setu þar. Það mun hafa verið ætlun hans við síðustu borgarstjórnarkosningar en ekki varð af því. Þau sem heist em talin líkleg til að taka við af honum em Gerður Steinþórsdóttir borgar- fulltrúi og Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu vamartiðseigna. Hvomgt þeirra hefur þó ótvírætt styrka stöðu og þykir því Reykja- víkurvígi Framsóknarflokksins með veikara móti um þessar mundir... lEn það er fleira fréttnæmt úr herbúðum Framsóknarflokksins. Þær deilur sem urðu á aðalfundi fulltrúciráðs flokksins í Reykjavík vegna kosningar í stjóm hússjóðs- ins standa enn. Aðild SÍS að Isfilm hefur valdið sundmngu meðal flokksmanna og gjaldþrot Endur- tryggingafélags Sænvinnutrygginga hf. er enn ein bensíngusan í eldhaf- ,ið. Klofningur er því áberandi með- al framsóknarfólks... lEftirspum eftir laxveiðileyf- um stórjókst þegar góðar aflafrétt- ir fóm að berast í upphcifi laxveiði- vertíðarinnar og mun töluvert um að veiðileyfi gangi nú kaupum og sölum á „yfirverði". Þeir sem fylgst hafa með laxveiðum í langan tíma benda þó á það, þótt ekki fari það hátt, að góð veiði í upphafi lax- veiðib'ma sé síður en svo trygging fyrir góðu laxveiðisumri. Þvert á móti hafi það oftsinnis verið þann- ig að þegar veiði hefur verið góð í upphafi tímans, hafi hún dofnað mjög þegsir á sumarið leið og verið léíeg þegar á heildina er litið. Mun slíkt hafa gerst síðast árið 1980... TAKIÐ ÞATTI HAPPDRÆTTI HELGARPÓSTSINS TIVOLI 8 börn fara til Kaupmannahafnar í helgarferð með Flugleiðum föstu- daginn31. ágúst. Fariðverðurí Tívolí, dýragarðinn og Sirkus Schumann. Þið fáið einn miða fyrir hvern fimmtudag sem þið eruð að selja, og einn miða fyrir hver tíu blöð seld. Sölulaunin eru góð; t.d.: 36 blöð seld gefa 420 kr. í laun og 4 happ- drættismiða. Verið með frá byrjun (það eykur vinningsmöguléikana). Sölubörn úti á landsbyggðinni snúi sér til síns umboðsmanns. Ný sölubörn hringið í síma 81511 og fáið hverfi. Blöðin eru send heim. HELGARPÓSTURINN FLUGLEIÐIR HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.