Helgarpósturinn - 25.07.1985, Page 3

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Page 3
Helgarpóstsins GA NEIKVÆÐ I A OG LESBÍA f AIDS-sjúkdómi þannig: „Ég vil vera hlutlaus gagn- vart þeim. Ég vona að ég sé það." Þetta svar bendir til þess, að við- komandi sé ekki viss í sinni sök þrátt fyrir góðan vilja. Annar hlut- laus sagði: „Vil sem minnst um þetta segja." Fleiri svör af þessu tæi benda til þess, að fólk sé óöruggt um eigin tilfinningar í þessu efni og þrautalendingin hafi verið hlutlausi flokkurinn, enda þótt viðkomandi ætti fremur heima í neikvæða eða fremur nei- kvæða hópnum. Algeng jákvæð svör voru: „Þeir eiga fullan rétt á sér,“ eða „Þetta er fólk eins og við.“ Síðan komu svör eins og: „Mega alveg njóta sín eins og aðrir," eða „Mega fá að vera í friði." í fremur neikvæða floknum og hinum neikvæða voru ummælin á þessa leið: „Þetta er eins og hver önnur ógæfa", „Þetta er ekki heil- brigt", „Þetta er ólæknandi sjúk- dórnur", „Þetta er fötlun, sem þarf að meðhöndla sem slíka", „Þetta er ósköp furðulegt" „Þetta er sjúkt fólk, sem þarf að leita læknis“, „Aróður þeirra fyrir kyn- villu er óþolandi", „Þetta er hálf ógeðslegt, en þeir hafa sinn rétt“, „Þetta er úrkynjað fólk“, o.s.frv. Ef bornar eru saman tölur eftir landshlutum, þ.e. Reykjavík, Reykjanesi og landsbyggðinni, þá kemur í ljós, að Reyknesingar ótt- ast mest að smitast af AIDS. Þar hefur afstaða fólks til kynhverfra breytzt mest vegna frétta um sjúk- dóminn, en þegar kemur að af- stöðunni til kynhverfra eru lands- byggðarmenn neikvæðastir í garð þeirra eða því sem næst 24%, sem eru mjög neikvæðir, miðað við 17,3% yfir allt landið. -H.H. Álits leitað Guðni Baldursson formaður Samtaka 78: „Enginn ótti meðal homma vegna AIDS" Það er náttúriega mjög skyn- samlegt að vera hræddur við að smitast af AIDS, en maður þarf náttúrlega ekki endilega að vera hræddur um að fá hann," sagði Guðni Baldursson, formaður Sam- taka 78. „Hvort þessar tölur end- urspegla afstöðuna almennt, veit ég ekki. Ég veit ekki einu sinni hvernig það er í okkar hópi. Það er erfitt að átta sig á því, en ég held, að þeir sem eru mest einangraðir séu hræddastir, þeir sem maður nær ekki að tala við.“ — Hafa þessi AIDS-mál eitthvað verið rædd í ykkar hópi? „Já, þetta hefur verið rætt, og það er engin „panik" eða neitt í þá veruna. Við höfum aðgang að út- lendum blöðum og vitum hvernig þetta stendur og vitum um hvað er að ræða.“ — Hafið þið rætt það eitthvað t.d. að fara í einhvers konar læknisskoðun? „Það eru mismunandi skoðanir á því. Sumir ætla að gera það og sumir ætla alls ekki að gera það, því það er mjög óljóst hvað það þýðir. Slík prófun er mjög óörugg og erfitt að túlka hana. Eg myndi ekki ráðleggja neinum að fara í slíka prófun að ástæðulausu, ekki nema hann hefði einhver tilefni til þess.“ — En almennt er það álit ykkar í Samtökum 78 að það sé ekkert að óttast? „Ekkert sem tekur því að vera hræddur við.“ Um þá spurningu í skoðana- könnuninni hvort AIDS-fréttir hafi breytt einhverju í afstöðu fólks gagnvart hommum og lesbíum sagði Guðni, að hann hefði náttúr- lega vonað, að þessar AIDS-fréttir hefðu engu breytt. Á hinn bóginn mætti segja, að fréttirnar hefðu gert meira gagn á íslandi en ann- ars staðar, því það hafi fyrst orðið með þeim, sem hommar og lesbí- ur hafi komizt í daglegar fréttir. Þótt ekki væri það af góðu tilefni. „Fram að þeim tíma var það und- antekning að sjá um okkur rætt eða fjallað um fjölmiðlum og þótt tilefnið sé ekki gott, höfum við notið góðs af AIDS-umræðunni á annan hátt. Við kjósum umræðu. Þögnin er það versta," sagði Guðni. „Ég held, að það þýði ekkert að spyrja svona," sagði hann um þriðju spurninguna í skoðana- könnuninni, þar sem fólk var beð- ið að lýsa afstöðu sinni til kyn- hverfra og svörin flokkuð í fimm flokka. „Ég held, að þegar maður spyr svona, þá sé maður að spyrja fólk- ið: Hvaða álit viltu, að aðrir hafi á þinni afstöðu til kynhverfra? Ef ég ætlaði að komast að því hvaða af- stöðu einhver maður hefði, þá myndi ég spyrja um einhver raun- veruleg atriði, eins og: Viltu að réttur manna ráðist af kynhneigð o.s.frv." — Áttu þá við, að spurningin og svörin gefi ekki rétta mynd af af- stöðu íslendinga til kynhverfra. „Ég tel, að hún gefi þá mynd, sem Islendingar vilja gefa af sér fremur en að menn séu að lýsa persónulegri afstöðu sinni. Við megum heldur ekki gleyma því, að í þessum hópi svarenda er fjöldi homma og lesbía. Maður getur fagnað því, að 14% séu mjög já- kvæðir o.s.frv., en meðal þeirra, sem t.d. segjast vera mjög nei- kvæðir, eru margir ágætis menn, sem taka sönsum þegar umræðan byrjar. En meðal þeirra sem segj- ast vera mjög jákvæðir er alls kon- ar fólk sem vill vera sjálfstætt en er það alls ekki, þannig að það er anzi erfitt að túlka þetta.“ — Hvað segirðu um hlutlausa hópinn; hvað er fólgið í þessu hlut- leysi? „Ég held, að það sé fólgið í þessu, að fólk er alls ekki reiðubú- ið til þess að svara þessari spurn- ingu vegna umræðuleysis hér- lendis. Öll umræða um afstöðu al- mennings til okkar og málefna okkar hefur verið eins og umræða um nýju fötin keisarans. Það hefur vantað að einhver tæki af skarið og færi að tala af viti, og þá gæti almenningur líka farið að tala af viti,“ sagði Guðni Baldursson að lokum. -HH. Hvernig var að elta forsetann? Þorgrímur Gestsson „Þetta var mikill eltingarleikur og mjög stíft. Alltaf byrjað kl. 8—9 að morgni og haldið áfram a.m.k. til kl. 6 á kvöldin. Og þá átti ég eftir að finna mér síma og vinnuaðstöðu. Svo mér finnst þetta hafaverið rosaleg „törn." — Hvað heldurðu þá að forsetanum finnist? „Hún hafði auðvitað fram yfir okkur hin að vera á þessum líka fína lúxusbíl; ég settist upp í hann einu sinni og þetta er eins og að sitja í stofunni heima hjá sér, svo forsetinn gat slappað vel af, enda veitti ekki af, þetta voru mikil ferðalög, allt upp í 250 km á dag. Já, það var daginn sem við fórum frá Vopnafirði til Borgarfjarðar. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi ekki verið stíft fyrir for- setann. En það sem er kannski einna verst fyrir hana er hversu mikið er í rauninni um endurtekningar, alltaf verið að gróður- setja og flytja ávörp og svo er hún svo fjári dugleg við að tala við fólk. í þessum móttökum sat hún aldrei lengi heldur gekk um og rabbaði við gesti, ekki síst við börnin. Það var óskaplega gaman að fylgjast með því, öll börn sem vettlingi gátu valdið virtust reyna að komast prúðbúin og með blóm til forsetans og hún var alltaf umkringd eins og ungamamma." — Hvernig fannst þér forsetanum takast upp í ávörp- unum? „Eins og ég sagði, þá eru þetta mikið endurtekningar og satt að segja dáðist ég að því hvað hún var nösk á að finna eitthvað til að leggja út af á hverjum einasta áningarstað. Maður sá að hún var með bækur og blöð í bflnum og undirbjó sig rækilega og svo þekkir hún auðvitað landið vel og alltaf tókst henni að koma einhverju nýju að á hverjum einasta stað. Og þetta voru um 25 hreppar sem við fórum um.En það var aldrei á henni að sjá að hún væri þreytt." — Hvernig er búið að fjölmiðlafólki á svona ferðum? „Það er gert ráð fyrir okkur í mat með fylgdarliðinu en gist- ingu sjá fjölmiðlarnir sjálfir um. Það var reyndar eitt, sem ég sem fréttamaður var ekki sáttur við, og það var að við vorum ekki höfð með í veislunum sjálfum. Þetta þýddi að maður þurfti að spurja eftir á hver hefði sagt hvað og hvað hefði verið gefið. Þetta er dálítill misskilningur; fréttafólk þarf að fá að vera þar sem hlutirnir gerast. En svo var aftur á móti skrambi gaman að vera með fylgdarliðinu, þú veist, þflstjóranum, honum Snorra, og lögreglumönnunum. Það eru einhverjir skemmtilegustu ferðafélagar sem ég hef verið með, maður kynnist þarna alveg nýrri hlið á löggunni!" — Og sem fréttamaður, hvernig er að vera með í svona ferð? „Sannast að segja get ég nú varla sagt að þetta sé neitt óska- verkefni, ekki beinlínis „hot stuff". Það er líka erfitt að reyna að finna nýja fleti, eitthvað frábrugðið, til að senda í fréttirnar frá hverjum stað svo þetta verði nú ekki sama fréttin dag eftir dag. Sumir fyrir austan eru kannski óánægðir með það að allar ræð- umar og gjafirnar voru ekki nefndar, en maður verður að hugsa um hlustendur, ekki satt." — Og hvernig er að vera Reykvíkingur á Austfjörð- um? „Ofurlítið finnst manni nú að það andi köldu í garð Reykvík- inga úti á landi. Fólkinu þar finnst að það sjái þjóðinni fyrir tekj- um en svo sogist allt fjármagnið til Reykjavíkur, þar sem allir lifi á tuskubúðum." — Svo er að heyra að þú getir talist heppinn að kom- ast óskaddaður heim? „Þetta með bflveltuna mína átti nú að vera leyndarmál, menn sóru þess eið að segja engum frá en svo sveik einn. Fjölmiðl- arnir láta ekki að sér hæða! Þetta var þannig að ég var á jeppa, og þegar við fórum frá Möðrudal tók ég hann úr framdrifi, en dróst aftur úr við það. Svo þegar við komum inn á Vopnafjarð- arveginn þá var vegurinn ekkert nema krapadrulla og ég vissi ekki fyrri til en ég fór að snúast, reyndi að ná stjórn á bflnum en hann var með vökvastýri, sem ég er ekki vanur, og svo vissi ég ekki fyrri til en ég sat fyrir utan veg; jeppinn hafði þá oltið en komið endanlega niður á hjólin. Mér fannst ég hafa farið vinstra megin út af veginum, en það var víst hægra megin, svo ég ruglaðist svolítið á áttunum; ég bara ók aftur af stað en tók þá alveg vitlausa stefnu, kom allt í einu að skilti sem vísaði til Mý- vatns og Egilsstaða og vár þá búinn að missa af lestinni. Þá sneri ég við og ók eins og vitlaus maður — og framrúðulaus upp í rigninguna — niður á Vopnafjörð og var kominn þangað, á undan forsetanum því hún fór fyrst í Bakkafjörð. En það var sem sagt í Vopnafirði sem hún tók púlsinn á mér og allir lofuðu að segja engum frá mínu óhappi." — Varstu í bílbelti? „Já, til allrar hamingju. Þetta sannaði ágæti bflbelta endan- lega fyrir mér, ég haggaðist ekki í sætinu. Þorgrímur Gestsson, fréttamaður Utvarpsins, er nýkominn í baeinn aftur eftir að hafa fylgt Forseta islands eftir á ferð hennar um Áustfirði. Þor- grímur má raunar heppinn kallast að hafa snúið heill heim, því austur þarna varð hann fyrir því óhappi að velta bílnum. . . HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.