Helgarpósturinn - 25.07.1985, Síða 16

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Síða 16
KVIKMYNDIR Blúsuö geggjun Laugarásbíó: Myrkraverk (Into the Night) ★★ Bandarísk: Árgerö 1984 Handrit: Ron Koslow Tónlist: Ira Newborn Kvikmyndataka: Robert Paynter Framleiöendur: George Folsey/Ron Koslow Leikstjóri: John Landis Aöalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Irene Papas, Kathryn Harrold og fl. John Landis er ungur leikstjóri (f. 1950) sem heimsfrægur er orðinn fyrir myndir sem National Lampoon’s Animal House (1978), The Blues Brothers (1980), An American Werewolfin London (1981) og Trading Places (1983). í myndum Landis er ávallt mikill hraði, litríkar uppákomur, safaríkur texti (þ. e.a.s. dónó) og blúsuð geggjun. Myrkraverk (Into the Night) er engin undantekning. Ed (Jeff Goldblum) er haldinn krónísku svefn- leysi, konan heldur framhjá honum, og eina nóttina ekur hann í vonleysi sínu út á flug- völl. Þar flækist hann skyndilega inn í flókið smyglmál, morð og gildrur misindismanna og fagurra kvenna. Og þarna eru ekki neinir smákrimmar að verki, heldur handbendi Landis sjálfum) — SAVAK-leyniþjónustu- systur Iranskeisara (einn þeirra er leikinn af menn — sem eru að eltast við unga konu Jeff Goldblum og Michelle Pfeiffer í hita og geggjun næturinnar í nýjustu mynd John Landis, Into the Night (Myrkraverk). (Michelle Pfeiffer) sem smyglað hefur stoln- um smarögðum úr kórónu Persakeisara frá Sviss. Myrkraverk er dæmigerð Landis- mynd: rokkuð rússíbanaferð gagnum flestöll stílbrigði Hollywood-kvikmyndarinnar. Handritið blanda af Hitchcock (venjulegur Guðjón sem lendir óvænt í hrikalegri at- burðarás) og Film Noir (s.k. svart-hvítu kvik- myndum fimmta áratugarins í Bogart-stíln- um), leikurinn ýmist rómantískur eða í crazy-stíl, og kvikmyndataka ávallt á ferð eins og í aksjón-myndum (Myrkraverk er einnig sprengfull af bílaeltingarleik eins og fyrri myndir Landis). Þessi blanda gerir áhorfandann afskipta- lausan gagnvart framrás myndarinnar og lokalausn; eiginlega er manni orðið alveg sama um persónurnar, vegna þess að heild- arstemning myndarinnar er öll í brotum. En hvað um það, Myrkraverk er klikkuð og skemmtileg, þótt ekki væri annað en að sjá stórstirni í aukahlutverkum (David Bowie, Dan Ackroyd, Vera Miles, og leikstjórana Roger Vadim og Paul Mazursky). Svo því ekki að kæla niður sumarhitann í svölum sal Laugarásbíós, spenna á sig öryggisbeltin og fljúga inn í klikkaða nótt Landis og félaga. POPP eftir Björgvin Ólafsson Upprisinn; fjallmyndarlegur og vöðvastœltur Ég hef alltaf vitað að Meistari Megas er séní. Á sukkárunum þegar maður trúði að það væri hin æðsta fullkomnun að drepa sig á dópi og brennivíni, þá var hann langmesta fyllibyttan og við sem ekki gátum sannað uppá okkur snilligáfuna horfðum á hann úr fjarlægð galopnum augum með lafandi tungu og löptum upp hvern söng sem féll af vörum meistarans. En þrátt fyrir að óskabörn þjóðarinnar hafi alltaf verið sukksamir saurlífisseggir — samanber þjóðskáld sem hafði það af að hálsbrjóta sig á einu fylleríinu í dimmum stigagangi í niðurníddum húskumbalda útí Köben, á eyrunum niður stigann — þá virtist þessi sama þjóð ekki tilbúin að Ifta upp frá Ashton-fjölskyldunni og húsbyggingunni til að leggja eyrun við þessu nýja sauðdrukkna skáldi sem lá — ekki útí hrauni — heldur gekk fólk frammá hann liggjandi utaní ösku- tunnunni þegar það fór út með ruslið. Kannski er öruggast að hafa skáldin bara innbundin í gyllt band fyrir ofan sjónvarpið heldur en að eiga á hættu að mæta þeim í eigin persónu þegar maður fer í sakleysi sínu út með ruslið. Gott skáld er dautt skáld! Það er líka alltaf hægt að dúka borðið, sjæna á þeim feisið og flytja beinakurlið af þeim heim í heiðardalinn þar sem háir hólar, og binda svo inn mærðarsönginn um sólinavoriðoglandmittogþjóð til að láta það gulna í palísandernum þegar þau eru farin, bíta svo á jaxlinn og kveikja aftur á Ashton- fjölskyldunni eða drífa sig í grunninn, smælandi framan í heiminn. En núna er Ewing-fjölskyldan tekin yfir, Fatlafól orðinn viðurkenndur rútubílasöng- ur í kvenfélagsferðum og Meistari Megas er dauður og upprisinn; fjallmyndarlegur og vöðvastæltur, kominn í framsókn og aðhyllist byggðarstefnuna. Mýtan um fyllibyttuna er dauð; Jónas, Kristján Fjallaskáld, Steinn Steinarr og þeir voru bara venjulegir rónar sem ættu að skammast til að fara í meðferð, þá væru þeir örugglega sprelllifandi ennþá, og aðdáendaklúbbur Megasar er settlegur hópur á fertugsaldri, örlítið svona vinstrisinnaður, búinn að láta klippa sig og rakar sig annan til þriðja hvern dag allt voða frjálslegt ekki of fínt í tauinu en heldur engar subbur. Þetta fólk var samankomið í Austurbæj- arbíói um daginn til að nema boðskap og heilræði af vörum meistara síns. Allir fengu númeraða miða einsog á bíó og það myndaðist engin örtröð né skari framan við sviðið og enginn stappaði í gólfið né öskraði og fleygið tómum flöskum þó þarna stæði til að flytja rokkkonsert. Fólkið liðaðist inní salinn einsog þægur ánamaðkur, fann sætin sín prúð og frjálsleg í fasi fram nú allir í röð. Á sviðinu voru hljóðfæri, míkrófónar og það sem til þarf til að fremja rokkmúsík ásamt nokkrum hvítum regnhlífum einsog ljósmyndarar nota til að búa til mjúkar lýsingar. Það æpti enginn Megas, Megas þó klukkan væri orðin þrjár mínútur yfir. Svo komu þeir, piltarnir í bandinu fyrst, snyrtilegir og prúðmannlegir, pírðu soldið augun í ljósið og fóru hver á sinn bás. Allt saman hundraðprósent músíkmenn þéttir á velli og þéttir í lund og allt það og síðastur kom meistarinn sjálfur hvatlegur og öruggur í fasi og bauð áhorfendur sína kurteislega velkomna. Og svo byrjuðu þeir. Sveitamúsík, fram- sóknarrokk, Grísalappalísa er framsóknar- kona á uppleið og pabbi hennar einn af toppunum í SÍS-mafíunni. Hún hefur róast ögn með árunum. Síðan saga úr sveitinni; úr vikunum vætlaði blóð og allt það. Meistarinn kom víða við að vanda, fyrst soldið sveitó svo dúndur nýbylgja svo hagfræði handa byrjendum og lengra komnum og sagnfræðin: Jón Arason og Marteinn saurinn Lúter. Klassíkerar einsog Spáðu í mig, Gamli sorrí gráni og Fatlafól eitthvað sem allir geta sungið. Fyrirrennarinn skáldið Jónas auðvitað og brókarsóttargemlingurinn hún Ragga í Skálholti en það var víst helvítið hann Brynjólfur sem sædd’ana. Orfeus og Evridís þessi hugljúfa ástarsaga af náttkjólunum var orðin að fingrasmellandi fótastappandi dúndurrokki. Það var kafli úr goðafræði stórreykjavíkursvæðisins: plastpokakallinn og krókódílamaðurinn því á túrne um landsbyggðina þýðir ekkert annað en að kynna sína heimabyggð, skilst mér. Og við vitum það nú — ef við vissum það ekki fyrir — að bót’allra manns meina er kassi af bósjólei og halda hátíð. Hann söng kaupakonuna hans Gísla í Gröf þannig að ég sat lamaður af skelfingu við hann líkt og þegar mamma söng fyrir mig ókindarkvæðið forðum og ég þorði ekki út í marga daga á eftir. Og hann framdi á mér annan galdur. Hann lét mig sitja þarna á næstfremsta bekk með tárin í- augunum, kökk í hálsinum og gæsahúð um allan líkamann undir söngnum kondu og skoðaðu í kistuna mína; pæliði í því! En mér til afsökunar þá syngur hann svo djöfull vel og þá meina ég að hann gæti komið út tárunum á Skúla fógeta ef hann bara kærði sig um. Og þarna sat ég á næstfremsta bekk, sá eini í salnum sem smellti fingrum, stappaði fótum og dinglaði hausnum þó ég þyrði ekki að öskra, sá eiginlega voða lítið fyrir fyrrnefndri regnhlíf sem einhver hafði stillt upp beint við nefið á mér en ég fílaði giggið í botn einsog kallinn sagði. Að vísu kom stundum fyrir að músíkin rann út í einhvern óskiljanlegan hávaða en hvort það voru eyrun á mér eða kallinum á tökkunum sem áttu sök á þessum óskaplega gný veit ég ekkert um. Langyndislegasti hluti tónleikanna fannst mér þegar Megas söng einn við kassagítar heilræðavísurnar um Víðihlíð og Víðihlíð og fyrrnefnt kondu og skoðaðu í kistuna mína að viðbættu Bráðum kemur betri tíð eftir nóbelinn. Verstir voru áhorf- og heyrendur því Megas er galdrakarl í rokkmúsík, kann vel að fremja svona konserta og þó kynningarnar hans hafi verið hinar kurteislegustu hefði ég viljað sjá lýðinn troðast framan við sviðið æpandi og öskrandi, dansandi allan í einni þvögu eftir hljómfallinu en sjálfsagt er til of mikils ætlast að slíta sig frá Dallas til að dansa sig sveittan eftir dúndrandi rokkmúsík — og kominn á þennan aldir. „Megas syngur svo djöfull vel, og þá meina ég að hann gæti komið út tárunum á Skúla fógeta, ef hann bara kærði sig um," segir Björgvin Ólafsson m.a. í persónulegri umfjöllun um Megas og ný- afstaðna tónleika hans. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.