Helgarpósturinn - 25.07.1985, Side 15

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Side 15
■ ICTAPftCTIIPIMM Einar Bergmundur Daníel Ingi Hvernig er að verða fyrir barðinu á listgagnrýnendum dagblaðanna? „Víst er þcið sárt...“ Leikarahópur Stúdentaleikhússins segir álit sitt á gagn- rýnendum og skrifum þeirra um Draumleik Strindbergs Líklega hafa fáar leiksýningar fengid eins slcema gagnrýni hjá leik- listargagnrýnendum dagblabanna og yfirstandandi sýning Stúdenta- leikhússins á Draumleik Strindbergs undir leikstjórn Kára Halldórs. Þau „hafa blátt áfram ekki erindi sem erfidi,“ skrifar Árni Bergmann í Þjódviljann. ,,. .. einn hrœrigraut- ur“ og „mikiö eiga mennirnir bágt," segir Jóhanna Kristjónsdóttir í Mogganum. „Þau rába ekki vib viö- fangsefnið, þau skilja ekki Strind- berg. Leikstjórinn hefur brugðist þeim. . .“ Aðeins einn gagnrýnandi, Gunnlaugur Ástgeirsson hjá HP, skemmti sér. Hvernig er aö vera áhugasamt og metnabarfullt leikhúsfólk, ganga jafnvel meö leikara í maganum og fá svo yfir sig svona gusu? Þessum spurningum skellti HP framan í sex þeirra sem koma fram í Draumleik, þau Óttar Rúnar Ernu- og Svavars- son, Einar Bergmund, Jónu Ingólfs- dóttur, Hörpu Arnarsdóttur, Daníel Inga Pétursson og Erling Jóhannes- son. Svo var hlustab eftir svörum. Þau sitja saman yfir hvítvínsglasi í Skálkaskjóli 2 og minna dálítið á stóran samrýmdan systkinahóp: grípa hvert frammí fyrir öðru, byrja að hlæja í hálfsögðu orði, elta sama þráðinn, ljúka setningu sem annar byrjar en flest þykjast vita hvernig endar. Það liggja sígarettupakkar á borðinu og þau reykja hvert frá öðru án þess að spurja, vegna þess að endanlega jafnast þetta allt saman hvort eð er, finnst manni. Einn talar mest, annar sama og ekkert. .. þó sitja þau öll við sama borð. Þau hlæja mikið þegar ég spyr hvort þetta séu ungu og upprennandi leik- ararnir. þegar þau eru öll saman bít- ur ekkert á þeim. Auðvitad er þetta sárt. . . — Og gagnrýnin ekki heldur? „Nei, ekki svo mjög.“ Óttar Rúnar Ernu- og Svavarsson segir: „Ég les hvorteð er aldrei blöðin, svo ég hef engan samanburð." Fer að hlæja svo öll fara að hlæja. Og nei, þau vilja ekki gefa mikið út á það að gagn- rýnin hafi snert þau. „Það var bara svo erfitt að skilja hvers vegna; mað- ur skildi þetta ekki, a.m.k. ekki hjá Jóhönnu og Árna. Páll Baldvin var þó málefnalegur, en hjá hinum... það var næstum því eins og það lægi eitthvað annað á bak við,“ segir Einar Bergmundur. „Jú, auðvitað var þetta sárt eftir alla þessa vinnu, heils árs púl. Af því að þetta var svo ómálefnalegt," bæt- ir Harpa við. „Það var t.d. skrýtið, eiginlega ómerkilegt, að fara að gera lítið úr áhorfendunum, eins og einhver gerði." Einar Bergmundur: „Það er að taka dáldið mikið upp í sig að segja bara að við skiljum ekki Strindberg og að segja að allt sé Kára að kenna. Dálítið digurbarkalegt, sérstak- lega með tilliti til allra pælinganna okkar. Við eigum engu minni hlut í þessari sýningu en Kári; fólk hefði sko átt að hlusta á hann, á okkur, í heilt ár. Og svo á þetta að vera leik- stjóranum að kenna! En leikstjóri getur ekki gert þetta fyrir okkur, það er grundvallarmisskilningur að halda það...“ Erling: ....enda getur svona sýning aldrei orðið til nema með svona hópvinnu." Einar Bergmundur: „Hann kom á æfingu hjá okkur hann Olof Lager- crantz; hann er áreiðanlega búinn að pæla meira í Strindberg en flestir gagnrýnendur hér og hann var frá sér numinn af ánægju, sagði að ein- mitt svona ætti að gera þetta, þetta væri rétt stefna." Kynslóðabil Erling: „Kannski er það rétt sem Anton Helgi sagði, að þetta væri spurning um kynslóðabil. Það var Árna kynslóð sem var á „raunsæis- fylleríi" og er með timburmenn, ekki okkar, ha?" Harpa: „Hugsið ykkur að segja eins og hann gerir, að hann hafi ef- ast um að áhorfendum hafi fundist þeim koma sýningin við — hugsið ykkur óvirðinguna við viðbrögð áhorfenda!. ..“ Einar Bergmundur: „Kannski er þetta bara ágætt! Strindberg var alltaf í stríði við gagnrýnendur, kannski sýnir þetta bara að gagn- rýnendur hafa ekkert þroskast!" Daníel ingi:....gera dálítið mik- ið úr sér, segjast nú hafa séð margar Strindberg-sýningar, svo að maður viti hvað þeir hafa lesið og lært mik- ið.“ Jóna: „Það væri betra að einbeita sér að þessari sýningu, einlægara að segja bara: mér leiddist!" Erling: „Svo er það svo skrýtið að þau afsaka okkur en gera samt kröf- ur til okkar, afsaka okkur með því að við séum ekki ekta leikarar, en dæma okkur samt þannig." Harpa: „Samt er ég fegin að þau dæma okkur ekki sem amatöra." Einar Bergmundur: „Það hefur bara enginn þorað að takast á við Strindberg og ieikhúselítan hefur fengið kökk í magann við fréttina um að við ætluðum að gera það. Þetta hefur eitthvað komið við kaunin á þeim... maður gæti nú bara haldið að þetta hafi snert per- sónulegar taugar Árna Berg- mann...“ Inga: „Það var alla vega gaman að sjá Þjóðviljann og Moggann svona sammála." Erling: „Þau eru nú líka bara í því að vera skemmtileg." Daníel Ingi: „Og birta aðsóknar- tölur." Erling: „Já, alveg æðisleg. Og svo eru allir svo velviljaðir okkur í saln- um, að það er ekkert að marka und- irtektir!" Jóna: „Eins og þetta séu allt ætt- ingjar manns sem koma!“ Erling: „Þetta er svo furðulegt. T.d. Páll Baldvin, hann segir að þetta hafi verið ósamstætt og hitt hafi ver- ið ósamstætt og þetta líka... allt ósamstætt. Það er alveg makalaust að manninn skyldi ekki fara að gruna að þetta ÆTTI að vera ósam- stætt!“ Inga: „Mér fannst erfitt að fá svona krítík. Ég hef leikið í Dan- mörku og fengið krítík þar og mað- ur er ekki vanur því að fá svona la-la gagnrýni; hún er miklu málefna- legri þar.“ Erling: „Já, fólk mætti t.d. setja sig meira inn í vinnu leikaranna, þá væri hægt að segja hvað klikkar hjá manni og hvað er vel gert...“ Harpa: „það vantaði öll rök, þessu var bara skellt framan í mann.“ Áhrif á sýninguna — Hafbi gagnrýnin áhrifá sýning- una? Jóna: „Já, ég held það. Það var ansi stífur salur framan af, en svo náðum við honum alveg upp. ..“ Erling: „Jú, auðvitað var ríkjandi depression og erfitt að hita sig upp, en...“ Einar Bergmundur: „Yfirleitt finnst okkur undirtektir hafa verið ofsa jákvæðar, dáldið merkilegt hvað gagnrýnendur geta verið ósammála salnum. En ég trúi ekki leikurum sem segjast ekki taka mark á krítík, það er bara eitthvert stærilæti." Erling: „Gagnrýnendur ættu að vita meira, pæla meira. í þessu til- felli hafa þeir t.d. einblínt á þjáning- una í verkinu, en okkar pæling er einmitt að það sé von á bak við þetta allt. Gagnrýnendur eru ekki nógu opnir fyrir nýrri túlkun." Einar Bergmundur: „Gagnrýn- endur ættu einmitt að geta verið opnir...“ Harpa: „Já, það er einmitt listin að vera krítíker." Erling: „Þeir verða að sjá hvað til- tekinni sýningu er ætlað að gera, miðað við þær forsendur sem leik- hópurinn gefur sér. Ha? Hvernig tekst okkur upp miðað við þær for- sendur sem við höfum lagt til grund- vallar?" Jóna: „Og ekki forsendur gagn- rýnendanna." Harpa: „Svo segja þau bara að við skiljum ekki Strindberg, af því að við skiljum hann ekki eins og þau. Það er einmitt okkar frelsi að skilja Strindberg." , — Eru þau hætt? Og nei; neikvæð gagnrýni verður ekki til þess að þau gefi leiklistina upp á bátinn; þvert á móti, líklega! MS. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.