Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 4
Skafti sýknaður í Hæstarétti , ,við vissu n AÐ DRENGURINN VAR SAELAUS" — segja aðstandendur bláðamannsins Jón Oddsson kærir leigubílstjóra „Við vissum allan tímann að drengurinn var saklaus," sögðu tár- fellandi ættingjar Skafta Jónssonar blaðamanns þegar hann var sýkn- aður í Hæstarétti í gær, eftir að hafa verið fundinn sekur í undirrétti fyrir að hafa misþyrmt þremur lögreglu- mönnum fyrir utan Leikhúskjallar- ann. „Auðvitað er ég glaður yfir að málinu sé endanlega lokið," sagði Skafti í viðtali við Aðalblaðið. „Ég ætla að skrifa bók um málið og hef þegar unnið frumdrögin í varðhald- inu. Bókin mun annað hvort heita „Framsókn gegn lögreglu" eða „Með ættina eina að vopni". Jón Oddsson, sækjandi málsins, hvarf frá Hæstarétti eftir dómsorð, og ók áleiðis að Hótel Holti. Leigubílstjór- inn átti í orðræðum við Jón á leið- inni og sagði að loks hefði lögreglu- ofbeldið verið knésett. Símaði Jón Oddsson þegar kæru á hendur Ieigubílstjóranum til ríkissaksókn- ara fyrir óvönduð ummæli. NB! Ættingjum og velunnurum Skafta sleppt úr búrinu eftir dómsorð Hæstaréttar. Lögreglan heldur ættingjunum í skefjum en ein frænka blaðamannsins slapp í gegn og hughreystir Skafta á meðfylgjandi mynd. Ljósm: AB-mynd Skafta Jónssonar skal bent á, að Framsóknarfélaganna í Reykjavík Dyravarsla við innganginn. fagnaðarhóf verður haldið í húsi að Rauðarárstíg 18, í kvöld kl. 21.00. FF/BB/HJKLO Hlutabréf ríkissjóðs ..Hef hucj á að kaupa sjálfur" — segir Albert Guðmundsson heildsali „Það góða við sölu þessara hluta- bréfa er að þau eru boðin á einu bretti, í einu lagi, þannig að þau brytjast ekki niður og missa mátt sinn,“ segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í einkaviðtali við Aðalbiaðið. „Já, það er rétt, ég hef mikinn hug á að kaupa hlutabréfin sjálfur, ef aðrir sjá sér ekki fært að kaupa þau,“ segir Albert Guðmundsson heildsali við Aðalblaðið. „Þetta er gott og viðráðanlegt verð — um 120 milljónir alls — og Útvegsbankinn hefur lofað heild- sölu minni góðri fyrirgreiðslu til að kljúfa kaupin,“ segir Albert Guð- mundsson heildsali. Aðalblaðið leitaði til bankastjóra Útvegsbankans, sem vildu ekki tjá sig um lánið að svo stöddu, þar sem það væri á viðkvæmu stigi. Að- spurðir um hvort veð væri fyrir jafn stóru láni, sögu þeir, að bankinn hefði tryggingar í eignum hluthafa, þar á meðal Alberts Guðmundsson- ar. „Ég er mjög ánægður ef farsæl lausn fæst í þessu máli og tel einkar heppilegt að Útvegsbankinn styðji fyrirgreiðslu sem kemur ríkinu til góða,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er Aðalblaðið leitaði til hans. -KK/GÆ/HU — segir Dorvaldar í Síld og fiski — sem ekki er efstar í ár „Ég skýt mig,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski að- spurður um hvernig væri að vera númer tvö í ár á listanum yfir hæstu skattgreiðendur í Reykjavík. — En hvers vegna ertu ekki númer eitt? „Ég skýt mig.“ — Heldurðu að tekjurnar hafi minnkað miðað við í fyrra eða árið þar áður? „Ég skýt mig.“ — Kom þér þetta á óvart? „Ég skýt mig.“ — Hvað viltu segja að lokum? „Ég skýt mig,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson forstjóri að lokum. Aghj/SDF/hl/BHY Þessi mynd var tekin af Þorvaldi Guð- mundssyni forstjóra þegar hann frétti af skattgjöldum sínum f morgun. Ljósm: AB-mynd 5kattakóngar landsins: „ÉGSRÝT niG" „Gúrka minn uppáhalds- matur'' segir Jónas Kristjánsson ritstjóri í opinskáu Aðnlbláðsviðtali Júlíus K.r. Valdimars- son hefur nám í manneldis- fræði — sjá Á kross- götum Nnuðgunnrmálið í Breiðholtinu: Konunnar enn leitað Ódýrir afréttarar Helgi kogg gefur góð ráð á Neytendasíðunni Dakvarða- kvartett Dórs innsiglaði tapið þegar botninn datt úr 13-2 í gærkvöldi í 4. deild 4 HELGARPðSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.