Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 5
HITAVEITUNNAR Engin samþykkt fyrir veitingahúsinu, segir Sigurjón Pétursson Hefur engin áhrif á veröskrá Hitaveitunnar, segir Jóhannes Zoéga Fyrirhugað veitingahús, sem Hitaveita Reykjavíkjur hyggst reisa fyrir 508 milljónir króna á næstu fjórum ár- um, hefur í raun aldrei verið samþykkt af neinni þar til bærri stofnun á vegum borgarinnar. Hið eina sem hefur verið skjalfest um tilurð hússins er samþykkt stjórnar veitustofnana frá 22.8.1985, sem send var og samþykkt í borgarráði, um að miða skuli hönnun og byggingar- framkvæmdir á nýju hitaveitugeymunum í Oskjuhlíð við að þar ,,geti risið útsýnisstaður með veitingahúsi“. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYND JIM SMART Það er hins vegar langur vegur frá slíkri samþykkt að samþykkt um að reisa skuli veitingahús og það fyrir 508 milljónir króna. Reyndar virðist tilurð þessa húss bera sterkan keim af persónulegum áhuga einstakl- inga á að húsið rísi og að fjölskyldu- tengsl hafi a.m.k. hjálpað til að gera þann draum að veruleika. Á hinn bóginn má jafnframt ieita skýringa á að Hitaveita Reykjavíkur vilji reisa veitingahús fyrir hálfan milljarð, miðað við þau markmið sem stjórn- endur Hitaveitunnar og borgarinn- ar hafa sett varðandi hvernig verja beri þeim hagnaði sem Hitaveitan gefur af sér. ARKITEKTINN KOM MEÐ HUGMYNDINA, HITAVEITUSTJÓRI „MARKAÐSSETTI" Hugmyndin um að reisa útsýnis- og veitingahús í tengslum við hita- veitugeymana á Öskjuhlíð var fyrst sett fram af Sigurdi Gudmundssyni arkitekt fyrir um 40 árum. Sem kunnugt er varð þó ekkert úr fram- kvæmdum. Hugmyndin var síðan endurvakin fyrir um þremur árum þegar endurnýjun hitaveitugeym- anna komst á dagskrá. Samkvæmt því sem Jóhannes Zoéga hitaveitu- stjóri sagði í samtali við HP var það Ingimundur Sueinsson arkitekt sem lagði þá hugmynd fram. Ingimund- ur var þá ráðinn sem ráðgjafi og arkitekt HR vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar hitaveitugeymanna og skilaði hann skissu að fyrirhug- uðu veitingahúsi um leið og hann lagði fram teikningar sínar að hita- veitutönkunum. Segist Ingimundur hafa lagt teikningu sína fram að beiðni hitaveitustjóra, sem einnig hafi beðið hann að skila fullnaðar- teikningum fyrir húsið. Ingimundur sagðist sjálfur, í samtali við HP, ekki geta fullyrt hver hefði nefnt þessa hugmynd fyrstur, en hann hefði rætt hana við hitaveitustjóra, og reiknaði með að hún „hefði verið inni í um- ræðunni milli hitaveitustjóra og borgarstjóra". Ingimundur er sonur Sveins Bene- diktssonar, sem var bróðir Guörún- ar Benediktsdóttur Zoéga, eigin- konu Jóhannesar Zoéga hitaveitu- stjóra. Einn þriggja sjálfstæðis- manna í stjórn Veitustofnana er síð- an Gudrún Zoéga, dóttir Jóhannes- ar hitaveitustjóra og systkinabarn við Ingimund Sveinsson. Hugmyndin um veitingahúsið virðist fyrst sett á blað í bréfi hita- veitustjóra til borgarverkfræðings, dagsettu 16.8.1985, en þar er fjallað um endurnýjun geyma á Öskjuhlíð. Er þar mælt með ákveðinni leið til endurnýjunar, m.a. á þeim grund- velli að „möguleiki er á veitingahúsi yfir nýju geymunum með útsýni um alla borgarbyggðina og nágranna- byggðirnar“. Hitaveitustjóri kemur þar með hugmynd Ingimars á fram- færi. Það er hins vegar ekki minnst á þann möguleika að efnt yrði til samkeppni meðal arkitekta um þetta hús, sem staðsetningar sinnar vegna hlýtur að verða mjög áber- andi í borgarlandslaginu. Næsta samþykkt um veitingahúsið er síð- an gerð í stjórn veitustofnana þann 22.8. 1985, en þar er ekki ákveðið að reisa skuli veitingahús, heldur einungis að haga skuli hönnun tanka og byggingu á þann veg að möguleiki megi vera á byggingu veitingahússins í framtíðinni. í framkvæmdaáætlun HR fyrir ár- ið 1987 er síðan gert ráð fyrir 29 milljóna króna framlagi til bygging- ar á kjallara og bogaveggjum veit- ingahússins. Segir hitaveitustjóri í skýringum sem fylgja að „hér sé um að ræða byrjunarframkvæmdir við útsýnis- og veitingahús milli nýju geymanna á Öskjuhlíð". Var þetta samþykkt í stjórn Veitustofnana og vill hitaveitustjóri túlka þetta sem svo að menn hafi augljóslega verið búnir að samþykkja byggingu veit- ingahússins. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýöubandalagsins, segir hins vegar að svo hafi ekki verið, enda hafi málið verið þannig fyrir lagt í byrjun, að þessar framkvæmd- ir væri nauðsynlegt að ráðast í jafn- framt byggingu geymanna, og hafi það verið í samræmi við þá sam- þykkt að ganga þannig frá málum að veitingahús mætti rísa þar seinna. Síðan hafi verið gerðar breytingar á hönnun geymanna, þannig að þá mætti reisa sjálfstætt án þess að reisa þyrfti kjallara og stoðveggi veitingahússins um leið. Enda hafi bygging stoðveggja og kjallara ekki komið til framkvæmda enn, þar sem áðurnefnd hönnunar- breyting hafi verið gerð. Staðhæfði Sigurjón í samtali við HP að engin samþykkt lægi fyrir í stofnunum borgarinnar um að ráðist skyldi í byggingu veitingahúss, hvernig skyldi að því staðið né hver skyldi hanna það hús. Hafi hitaveitustjóri tekið slíka ákvörðun sé hún tekin án umboðs réttra aðila. VEITINGAHÚS FREMST í FORGANGSRÖÐ BORGARINNAR? Föstudaginn 11. desember sl. felldi meirihluti sjálfstæðismanna í stjórn Veitustofnana tillögu minni- hlutans, þess efnis að fellt skyldi úr fjárhagsáætlun HR fyrir árið 1988 framlag til byggingar veitingahúss á Öskjuhlíðargeymum að upphæð 125 milljónir króna. Fjárhagsáætlun HR mun hins vegar ekki hljóta endanlega staðfestingu fyrr en á seinni fundi borgarstjórnar um fjár- hagsáætlun borgarinnar, sem hald- inn verður í febrúar. Því virðist sem hugmynd Ingimundar sé að verða að raunveruleika, enda teikningar nánast fullgerðar og kostnaðaráætl- un um einstaka verkþætti fyrirliggj- andi. Og það þó að ekki liggi fyrir nein bein samþykkt af til þess kjörn- um nefndum að reisa skuli hring- snúandi veitingahús fyrir hálfan milljarð á Öskjuhlíðartönkum. 500 M.KR. TIL EÐA FRÁ HAFA EKKI ÁHRIF Á ORKU- REIKNINGA BORGARBÚA í grein í Morgunblaðinu þann 17. desember sl. hélt Sigrídur Lillý Baldursdóttir, fulltrúi Kuennalistans í stjórn Veitustofnana, þvi fram, að bygging veitingahússins ætti eftir að hækka orkureikning Reykvíkinga verulega á næstu árum. Segir hún að hækkunin nemi um 7% á næsta ári, 14% árið 1989 og 6% árið 1990. Þegar HP bar þessar tölur undir Jóhannes Zoéga hitaveitustjóra taldi hann þær á misskilningi byggð- ar. Það væri út af fyrir sig ekkert samband á milli framkvæmda á vegum HR annarra en beinna hitaveituframkvæmda og þess verðs sem neytendur greiða fyrir heita vatnið. Þó svo að HR sleppti því að byggja þetta veitingahús fyrir hálfan milljarð lækkaði ekki orku- verð til Reykvíkinga fyrir það. Þetta má til sanns vegar færa þar sem það er í höndum borgarstjórnar að ákveða gjald fyrir heita vatnið. Hins vegar er jafnaugljóst að þegar Hitaveita Reykjavíkur fer út í fram- kvæmdir sem hún ætlar sjálf að fjár- magna þarf hún að fá inn tekjur í samræmi við það og sleppi hún þeim framkvæmdum minnkar tekjuþörf hennar að sama skapi. Hitaveitan skilar hins vegar arði og hefur Sigríður Lillý Baldursdóttir gert þá tillögu, að þeir peningar sem afgangs eru, eftir að hún hefur stað- ið fyrir þeim framkvæmdum sem stofnunin telur nauðsynlegar, renni til borgarsjóðs frekar en að HR safni í sjóði. Reyndar hefur borg- arstjórn þegar þá heimild að færa fé frá Hitaveitunni og til annarra verk- efna. Þessar 500 milljónir, sem HR ætlar að láta renna í veitingahús, rynnu sem sagt til borgarsjóðs fyndi HR ekkert þarfara við peningana að gera. Borgarsjóður er síðan frjáls að því að ákvarða hvert peningarnir fara, hvort sem það væri í B-álmu Borgarspítalans, dagvistunarstofn- anir eða annað. Samþykki meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn því fjárhagsáætlun Hitaveit- unnar, þar sem gert er ráð fyrir byggingu þessa veitingahúss, er ríkisstjórn því jafnframt að lýsa því yfir að hún telji hringsnúandi veit- ingahús þarfari framkvæmd en t.d. það sem nefnt er hér að ofan. HEITAVATNS- REIKNINGAR REYKVÍKINGA GETA LÆKKAÐ UM HELMING Sigurjón Pétursson telur að orku- reikningar Reykvíkinga gætu lækk- að um helming þegar framkvæmd- um við Nesjavelli verður lokið, setti Hitaveitan sér eingöngu það mark- mið að koma heita vatninu til skila til borgarbúa á sem hagstæðustu verði. Þar með væri arði hitaveit- unnar skilað til eiganda fyrirtækis- ins, borgarbúa. Orð hitaveitustjóra hér að framan um að ekkert samband sé á milli framkvæmda á borð við veitinga- húsbyggingar HR og orkuverð til borgarbúa lýsa því frekar skoðun hans á málinu en beinhörðum stað- reyndum. Þessi skoðun hitaveitu- stjóra kynni hins vegar að helgast af því, að hann vill að Hitaveita Reykjavíkur ráðstafi sem mestu af sínu fé sjálf og vilji síður að borgar- sjóður fái meira fé frá stofnuninni til ráðstöfunar en þegar er orðið. Á hinn bóginn hefur sú skoðun verið sett fram, að ástæða þess að Hita- veita Reykjavíkur og borgarstjórn halda orkuverði hærra en bráða nauðsyn ber til sé sú að annars missi þeir spón úr aski sínum? Ríkið muni þá grípa tækifærið og skattleggja Reykvíkinga, þar sem óverjandi sé að þeir greiði ekki nema brot af þeim hitaveitureikningum sem t.d. Borgfirðingar og Vestmanneying- ar þurfa að greiða. Hér ofan á á snúningsekja Hitaveitunnar með matara&stöðu fyrir 200 manns að rísa. Er áætlað að byggingin kosti 508 milijónir króna og er teikningum nánast fulllokið. Bein samþykkt fyrir að þetta veitingahús eigi að rísa hefur þó aldrei verið gerð í stofnunum borgarinnar. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.