Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 19
Hér mó sjá Victor Hugo rétt fyrir 1830, borgaralegur ungur höfundur í góðum metum. gift. Hugo kvaddi notalega og inni- lokaða tiiveru rithöfundarins og leitaði eftir kynnum við annað fólk og öðruvísi en hann átti að venjast. Hann uppgötvaði fátækt verka- fólksins og fann aftur föður sinn sem hann hélt að hefði látist þrjátíu ár- um áður (eins og Maríus í Vesaling- unum). Þegar byltingin skall á árið 1848 varð hann fyrir óþægindum. Hann var kosinn á þing sem fulltrúi íhalds- ins og studdi Napóleon forseta til að byrja með. En svo kom að örlaga- stundinni, vendipunktinum. Þegar Napóleon varð keisari eftir valdarán sagði Hugo nei. Hann barðist á göt- unni og lagði höfuð sitt að veði. Á veggspjöldum mátti sjá auglýsingar þar sem heitið var verðlaunum fyrir þá sem myndu færa hann keisaran- um, lifandi eða dauðan. Hann fór í felur í París. Ástkona hans og lífs- förunautur, Juliette Drouet, útveg- aði honum falskt vegabréf og þá hófst flóttinn. Fyrst til Brussel, síðan til Jersey og loks fór hann Guernsey, sem var á bresku svæði en samt að- eins um tuttugu kílómetra frá frönskum ströndum Normandí. HUGO SEXTUGUR Guernsey er í dag Rívíera breta. Það var þar sem Victor Hugo upp- götvaði sjóinn, ofbeldi hafsins. í húsinu þar sem hann bjó, og hafði reyndar smíðað öll húsgögnin í sjálfur, dvaldi ásamt honum og fjöl- skyldu hans fjöldi annarra útlaga. Hinn mikli borgaralegi rithöfundur var orðinn sósíalisti. Á Guernsey lauk hann við Vesalingana. Þegar fram liðu stundir sneru út- lagarnir heim, einn á fætur öðrum, enda var það freistandi þegar náðun varð möguleg. Við vitum af eigin reynslu að margir vinstrisinnaðir rithöfundar eru til sölu ef verðið er nógu hátt. En Hugo var ekki til sölu. „Ef einn verður eftir þá verður það ég" Á Guernsey naði Hugo líka sam- bandi við látið fólk. T.d. las Shake- speare fyrir hann (á frönsku) fyrstu senurnar úr harmleik einum. Hugo hafði hins vegar lítið samband við íbúa eyjunnar: „Ef þeir vilja tala við mig geta þeir lært frönsku," sagði hann, svolítið eins og Guðbergur Bergsson á bókmenntahátíðinni. HUGO SJÖTUGUR Eftir átján ára útlegð sneri hann loksins heim á ný. Napóleon hafði flúið með skömm eftir að hafa beðið ósigur fyrir Prússum, rétt eins og Charles X og Louis Philippe höfðu gert á undan honum. Victor Hugo var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann sneri aftur. En 1871 skall kommúnan á. París var umkringd og fólkið svalt. Lagði sér til munns gíraffa og fíla úr dýragarðinum. Hugo skildi ekkert lengur. Hann skildi ekki byltinguna 1830, hvað þá heldur 1848 og ails ekki kommún- una. En þegar henni var drekkt í blóðbaði, og allir töpuðu sannfær- ingunni sem hafði verið svo rík fyrir byltinguna, var Hugo sá sem studdi fórnarlömb kommúnunnar á með- an aðrir þögðu. Hann var aftur kos- inn á þing en nú sat hann þar lengst til vinstri. Samtal Laxness við þjóðlífið Halldór Guömundsson og Árni Sigurjónsson rœöa um nýjar bækur sínar um Halldór Laxness og skáldskap hans. Hér er hann hins vegar á efri árum, þremur árum fyrir dauöa sinn. Þrátt fyrir háan aldur viröist hann miklum mun róttækari en á yngri árum. HUGO ÁTTRÆÐUR Dóttir hans var lokuð inni á geð- sjúkrahúsi. Hin börnin þrjú voru dá- in en hann ól þess í stað upp barna- börnin. Fyrir þau skrifaði hann ljóðasafnið „Listin að vera afi“, þar sem hann endurnýjaði sig enn einu sinni. „Að hugsa það er að fram- kvæma" og „ég sé svart ljós“ voru síðustu orð hans. TVær milljónir manna, mest fátæklingar, fylgdu honum til grafar. Maðurinn hefur sennilega verið algerlega óþolandi í sambúð. Bróðir hans, sem var ástfanginn af sömu konu og Hugo, varð geðveikur á meðan á brúðkaupi þeirra stóð og náði sér aldrei. Dóttir Hugos, Adele, ástsjúk í orðsins fyllstu merkingu, elti enskan hermann til Kanada og Barbados og missti vitið. Tilfinningalíf Victors Hugo minnir mann á áfangakerfi fjölbrautaskóla á íslandi Kjarni: Fjölskyldan, heilög eins og allir vita. Allir meðlimir hennar voru skuldbundnir til að mæta í kvöldmatinn. Svið: Ástkonan, Juliette Drouet, var ritarinn, trúnaðarvinurinn og vinkonan. Val: Vertíðarástkonur sem hann hélt við í stuttan tíma sem kom þó ekki í veg fyrir að hann væri dug- legur að versla við vændiskonur. Endurminningar Höllu Linker verða ansi bragðdaufar í saman- burði við þetta. Á meðan Victor Hugo var í útlegð og þangað til hann dó var hann samviska þjóðar sinnar. Ekki sem þjóðskáld, heldur þvert á móti sá sem segir nei við ríkisvaldið. Hug- myndir hans eru einfaldar, einum of segja sumir. Hann stendur með þeim veiku gegn þeim sterku, með fátækum gegn ríkum. Hann var á móti dauðarefsingu, á móti pólitísk- um ofsóknum, með prentfrelsi og á móti veldi klerkanna. „Maður fer inn í kirkju," sagði hann, „og Guð er alls staðar. Svo kemur prestur og Guð er farinn." Hann hélt alltaf tryggð við blekkingar ungdómsins og rómantíkurinnar og eins og margir samtíðarmenn hafði hann óbilandi trú á framfarir mannkyns- ins. Þessi einmana rithöfundur sem berst einn með penna sínum við ríkisvaldið er þó ekkert einsdæmi í sögu franskra bókmennta. Voltaire, Zola og Jean-Paul Sartre voru hver á sínum tima í svipaðri stöðu, hver á sinn hátt. Ríkisvaldinu líkar alltaf vel þegar talað er um fátækt liðinna tíma. Vesalingarnir, sem hneyksluðu rík- isvaldið á tímum Napóleons III, urðu skyldulesefni í barnaskólum þriðja lýðveldisins. Fátækt liðinna tíma er huggun fyrir næstu kynslóð- ir sem hafa annars nægar kvalir. Hundrað árum síðar er jafnvel hægt að hafa tónlist með. Fátækt gerir alltaf mikla lukku á sviði. Útgáfa frœdibóka á almennum markadi er ekki svoýkja algeng hér á landi og þess vegna hlýtur það að teljast til tíöinda þegar tvœr slíkar, sem fjalla um áþekk efni, líta dags- Ijósið á sama tíma. Þetta eru bœkur þeirra Halldórs Guömundssonar, Loksins Loksins, sem fjallar um Vef- arann mikla frá Kasmír og upphaf íslenskra nútímabókmennta, og hins vegar bók Árna Sigurjónsson- ar, Laxness og þjóðlífið, frá Ylfinga- búö til Uröarsels, og er reyndar ann- að bindi í umfjöllun Árna um verk Laxness. í þessu bindi fjallar hann aðallega um skáldsögur Halldórs og þá einkum Sjálfstœtt fólk. í fyrri bók sinni um Laxness fjall- aði Árni einkum um bókmennta- kenningar á árunum milli stríða og almennan menningarlegan og þjóð- félagslegan bakgrunn bóka Hall- dórs Laxness. Halldór Guðmunds- son segir hins vegar eitthvað á þá leið í formála að sinni bók að hann fjalli um Vefarann mikla með hlið- sjón af því sem var að gerast í ís- lensku samfélagi, einnig með tilliti til erlendra menningarstrauma. Það lá því beint við að spyrja þá um sam- spij samfélags og bókmenntanna? ÁS: „Þetta tvennt er mjög samofið og liggur beint við að kanna sam- spilið þar á milli. Þetta á kannski frekar við um ísland heldur en mörg önnur lönd og þá sérstaklega fyrr á öldinni. Þá var bókin miðillinn, menn æstu sig upp út af því sem stóð í bókum á allt annan hátt og meiri en gert er í dag. Auk þess er HKL svo samofinn Islandssögunni og þeim hræringum sem urðu í henni fyrr á öldinni. Ef einhvern tíma er ástæða til að kanna samspil bókmennta og samfélags þá er það hjá honum. Auk þess skrifaði hann mikið um samfélagsmál." HG: „Þetta er auðvitað rétt, hins vegar er það ekki meiningin, ef þetta er tekið frá fræðilegu sjónar- miði, að þrengja bókmenntir ofan í samfélagsádeilu, þó þær hafi vissu- lega gegnt þar stóru hlutverki, enda eru bókmenntir draumar samfé- lagsins eins og einhver orðaði það. Ef bókmenntagreining á að vera annað og meira en bókmenntalegar hugleiðingar um bókmenntir verð- ur að setja þær í samhengi við eitt- hvað annað." — Hver eru heistu umfjöllunar- efni? ÁS: „Ég fjalla aðallega um Sjálf- stætt fólk þó ég byggi í kringum þá umfjöllun umgerð sem hófst reynd- ar með fyrri bókinni, sem kannski má segja að sé ítarlegur formáli að þessari. Ég skoða skil hins forna og nýja tíma, skilin milli borgar og sveitar, og til þess að botna eitthvað í þvi sem HKL hefur um þessi mál að segja verður maður að þekkja bak- svið sagnannna. Samfélagsgerðina og menningarumræðuna. Þessi skil hins nýja og gamla koma víða fram hjá HKL í upphafi ferilsins og ganga síðan aftur í síðari bókum hans, t.d. Innansveitarkroniku og Brekku- kotsannál." HG: „Mín umgerð er fyrst og fremst sótt til annarra höfunda, verk HKL skoðuð í samhengi við það sem hann las, þá aðallega evrópska nútímahöfunda, og svo til menning- arlegra strauma og stefna í samtíð Vefarans. T.d. í samspili við þá höf- unda sem voru að líða undir lok sem leiðandi höfundar á þriðja áratugn- um, menn eins og Einar H. Kvaran og Jón Trausta. Varðandi þetta sem Árni var að segja um gamlan og nýj- an tíma þá sprettur allur okkar sagnaskáldskapur af þessu þema og að því leyti er HKL sambærilegur við Balzac í Frakklandi og Tolstoi í Rússlandi. Munurinn er bara sá að hann kemur fram öld á eftir." — Hvernig birtast þessi tvennra tíma skil hjá HKL? ÁS: „Það má segja að þó HKL sé afskaplega mikið borgarbarn og t.d. hjá Steini Elliða komi fram mikill hroki í garð sveitarinnar og þar með hins gamla tíma er samt alltaf til staðar efinn og þess vegna verða árekstrar milli þessara tveggja gilda." HG: „Já, skáldið og borgarbarnið Steinn Elliði svífur um í öllum þess- um hroka en samt kemur þessi efi strax fram. Oftast er það konan sem táknar jarðsamband við fólk og land. í þeim hópi eru t.d. þær Úa, Ugla, Diljá og Salka. Svo er það líka amman sem er eins konar tákn fyrir hinn gamla og horfna tíma, sagna- hefðina t.d.“ ÁS: „Þetta er eftirsjá skáldsins eftir hinum heila huga á meðan hann skrifar um hinn tvístraða nú- tímamann. Þessi eftirsjá er þó alltaf málum blandin. Hann heldur fram nútímamanninum af fullri einurð en það merkilega er að hann hefur samt ríka samúð með sjónarmiði ommunnar. HG: „Þrátt fyrir að HKL boði stíft nútímamenningu í æskuverkum sínum slær hann samt þennan forna tón um leið og hann vill gleypa í sig erlend áhrif og strauma. Yfirlýst markmið hans er að skrifa um nú- tímamanninn og er hann þar undir áhrifum einkum frá Hamsun og módernískum aldamótamönnum." — Hver eru markmiðin með bók- unum, fram á hvað ætlið þið að sýna og eru þarna einhverjar nýjungar á ferðinni? ÁS: „Ég held að óhætt sé að segja að það sé algerlega ný sýn á HKL sem birtist í þessum bókum saman- lögöum, enda er það kannski þann- ig að hver kynslóð metur fortíðina á nýjan hátt og býr þar með til nýja mynd af HKL og höfundarverki hans." HG: „Það má segja að hjá mér sé markmiðið að sýna fram á hvernig bók verður til í almennu bók- menntasögulegu samhengi. Reyna að sýna fram á hvernig Vefarinn mikli er að sumu leyti andsvar við einum straumi um leið og hann er hluti annars. Sýna upp úr hverju hann sprettur og úr hvaða jarðvegi hann er kominn og hvernig hann kallast á við aðrar bækur þessa tíma.“ ÁS: „Þetta tengist því sem við vor- um að tala um varðandi bókmenntir og samfélag. Það er verið að reyna að sýna fram á hvernig samtal bóka HKL við samfélagið hefur verið og þess vegna er nauðsynlegt að end- urskapa það baksvið sem þær til- heyra." HG: „í minni bók reyni ég að að endurskapa samtal Vefarans við samfélagið á þriðja áratugnum. HKL var umdeildur maður á þess- um tíma, hann var skáldið sjálft sem loksins var komið fram á sjónarsvið- ið, og fólk gerði til hans miklar kröf- ur. Bókin var fjölmiðill og kannski má segja að til HKL hafi verið gerð- ar sömu kröfur og ríkissútvarpsins síðar." ÁS: „Við göngum lengra í því en gert hefur verið að skoða verkin með tilliti til hugmyndalegrar bar- áttu, skoða þau sem lið í þessari bar- áttu, bæði menningarlegri, félags- legri og stjórnmálalegri." HG: „Já, það er rétt, og hvað þetta varðar er þetta vonandi aðferða- fræðileg nýjung hér á landi.” KK HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.