Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 12
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Ég er viss um, að það er erfitt að finna fjölskyldu, sem jafnlítið er hugsað um fyrir jólin. Það liggur við að maður fari bara niður á Hjálp- ræðisher til að kría út smákökur og laufabrauð. Mamma tók nefnilega upp á því að fara á kvöldnámskeið í Kvennaathvarfinu, þegar aðrar kon- ur eru á fullu við að undirbúa jólin fyrir fjölskylduna. Hennar hátign hefur hugsað sér að taka stundum vaktir í athvarfinu — svona af því að hún er bara í fullri vinnu, á kafi í Kvennalistanum og með fimm manns í heimili. (Ég held, að hún sé komin á yfirgangsaldurinn! Það hlýtur eiginlega að vera, því maður veit aldrei upp á hverju hún tekur næst. Við krakkarnir ætlum líka að gefa henni bókina Á besta aldri í jólagjöf.) Ég veit ekki hvað þeim er kennt á þessu námskeiði, en það er örugg- lega ekki smákökubakstur og mat- reiðsla á Hamborgarhrygg, sem er einmitt það sem hún ætti að ein- beita sér að þessa dagana. Hún seg- ir, að það vanti svo rosalega fólk til að hjálpa konunum í athvarfinu og það getur auðvitað verið alveg rétt. En af hverju getur ekki einhver ann- ar reddað því máli? Hún pælir bara ekkert í því að okkur vantar laufa- brauð og jólakonfekt! Að vísu var pínulítið bakað hérna um daginn, en þá gerðist líka soldið merkilegt. Hún fór með helminginn niður í at- hvarf! Ég meina það... Þetta er nú sko ekki hægt. Pabbi hefur kvartað alveg merki- lega lítið yfir þessu öllu, enda er hann líka búinn að vera voða upp- tekinn allan þennan mánuð. Það er nú ekkert smáræði af jólaglöggs- partýjum, sem maðurinn hefur farið í! Fyrst fór hann í eitt í deildinni sinni í vikunni. Svo var partý fyrir alla. Svo fór hann í glögg með „strákunum". Svo var Siggi, sem var að verða pabbi, með boð fyrir veiði- klúbbinn. Svo var það Lions og að minnsta kosti tvö önnur félög, sem hann er í. Það er eiginlega bara mesta furða hvað hann lítur vel út, maðurinn. (Stebba systir segir, að hann sé búinn að byggja upp svo æðisgengið þol í gegnum árin. Ég er nú ekki alveg klár á því hvort það er rétt.) Núna erum við Addi bróðir bara mest hrædd um að mamma verði kölluð út á vakt á aðfangadags- kvöld. Það leiðinlegasta virðist nefnilega alltaf lenda á henni í þessu „félagsstarfi" hennar. Hún er ein af þessum konum, sem eru alltaf að „fórna sér", en fattar ekki að það þakkar henni enginn fyrir það. Ég hef í það minnsta ekki heyrt um að hún hafi fengið riddarakross eða fálkaorðu nýlega. Amma á Einimelnum sá a.m.k. til þess að við ættum eitthvert laufa- brauð á jólunum, því hún bauð okk- ur í bakstur með familíunni eins og venjulega þó mamma mætti ekki vera að því að koma. Það var alveg jafnmikið fjör og venjulega, því um leið og eldhættan er liðin hjá og bú- ið er að slökkva undir palmínfeit- inni fer amma að hita jólaglögg. (Pabbi hellti sér auðvitað yfir pott- inn, eins og hann hefði ekki séð þennan drykk í 77 ár! Ætli hann verði ekki á Vogi og mamma í Kvennaathvarfinu um jólin... í alvöru! Við krakkarnir endum ör- uggiega á upptökuheimilinu í Kópa- vogi með þessu áframhaldi.) Það er svo rosalega gaman að sjá ömmu og Fríðu föðursystur eftir þrjú glös af glögg. Þær sungu sig hásar af „Der var en skikkelig bondemand" og „Kan du bage kager" en svo kom í ljós að þær kunnu slatta í Járnkarl- inum og Týndu kynslóðinni. Þetta var meiriháttar. Bless. Dúlla. Kristín Ketilsdóttir og Ólafur Laufdal heilsuöu gestum sínum meö virktum. Bylgjumenn á Hótel íslandi. Páll Þorsteinsson dagskrárgeröarmaöur, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri og Ólafur N. Sigurösson, nýskipaöur fjármálastjóri Bylgjunnar. Þetta prúöbúna fólk var í fínu skapi og ekkert bar á stressi hjá þeim þótt jólin væru ískyggilega nærri. Frá vinstri: Friðrik Þór Halldórsson, Reynir Kristinsson, Magnús R. Magnússon, Guðrún Möller og Jóna Larusdóttir. Guðvarður Gíslason og Guðlaug Halldórsdóttir. Guðvaröur er reyndar betur þekktur sem Guffi á Gauknum, enda á hann hina vinsælu krá Gauk á Stöng. FORMLEG OPNUN HÓTELS ÍSLANDS 2.500 boösmidar sendir út. Allir mœttu. Fólk fær sem betur fer fleira í pósti en reikninga. Slíkir viðburðir eiga sér einkum stað fyrir jólin. í síðustu viku bárust 2.500 íslendingum boðskort í kokkteilboð. Ólafur Lauf- dal var að opna formlega nýjasta hótelið í borginni, Hótel ísland. Gestunum var boðið klukkan átta. Þeir komu stundvíslega. Allir. Já, það er vart orðum aukið að 2.500 manns hafi verið mættir á Hótel Is- land þetta kvöld. Biðröðin náði frá hóteldyrunum niður að næsta skemmtistað Ólafs Laufdal, Holly- wood. Sumir sögðu að hún hefði náð niður að Múlakaffi. Þeir hinir sömu hættu víst við að bíða. Sáu fram á klukkustundar langa bið í rigningunni. Hárgreiðslan hefði ver- ið orðin ónýt þegar inn væri komið. Miðað við fólksfjöldann inni í hús- inu er hins vegar hæpið að mjög margir hafi gefist upp. Sumir unnu í nágrenninu og voru með lykla. Þeir gátu beðið á vinnustaðnum til níu. Þá var biðröðin að mestu komin inn í hús. Þar beið einkennisklætt starfs- fólk Hótels íslands með kampavín og fleira bragðgott. Hjónin Kristín Ketilsdóttir og Olafur Laufdal heils- uðu gestum með handabandi. Þarna var ekki bara creme de la creme Reykjavíkur. Aldrei slíku vant. Þarna var fullt af venjulegu fólki. Allir voru spariklæddir. Mikið var klappað fyrir iðnaðarmönnun- um sem komu Hótel ísiandi upp á skömmum tíma. Mennirnir frá Singapore sungu vísu frá heima- landi sínu. Baldvin Jónsson kallaði þá „litlu, gulu mennina". Svolítið niðrandi fannst sumum gestanna. En allt fór þetta fram með pomp og pragt. Skemmtiatriðin voru glæsi- Íeg en færri sáu þau en vildu. Allt um það. Hótel ísland er glæsilegur staður og fólk var sammála um það. Ekki á hverjum degi sem 2.500 manns eru sammála um eitthvað. efnTTm Jólagjöfin sem gleður wlUiliUAA allaáaldrinum 5-105 ára Hér er lausnin á jolagjofinm! Sex tölublöð Sígildra sagna saman í möppu. HEIMSINS BESTU BÓKMENNTIR TÁKN HF. Fjölmiðlunar- og kynningarþjónusta Bókaútgáfa Klapparstíg 25-27, Reykjavík. Sími 621720 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.