Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 121
Smágreinir
um nýjar uppgötvanir, rannsóknir o. fl,
Bptir
Þorvald Thoroddsen.
Landaleitir og landnám í Afríku. Aldrei hafa
œenn jafnt sem nú gert sér far um að rannsaka ókunn
lönd í öðrum heimsálfum; til þess er árlega kostað stór-
miklu fé, og náttúrufróðir ferðamenn leggja sig í lífshættu
og þrautir til þess með starfi sínu að leggja lítinn skerf til
vísindanna, til þess að finna frjósöm héruð, nytsamar jurtir
og dýr, er geti orðið verzlun og iðnaði til sem mestra nota
o. s. frv. Európumenn eru allt af meir og meir að færa út
kvíarnar, og seinustu árin hefir mikið gengið á með land-
nám í öðruin álfum, og hafa þjóðverjar gengið þar fremstir
í flokki. þjóðverjar eru nýlendumenn góðir, starfsamir,
hyggnir og sparsamir, og hafa átt góðan þátt í uppgangi
Bandaríkjanna og annara nýlenduríkja. Meðan allt var á
sundrungu heima fyrir á þýzkalandi, meðan sveitarígurinn
milli kotríkjanna bældi niður alla hugsun um stórt og sjálf-
stætt þjóðlíf, tvístruðust þýzkir nýlendumenn um víða ver-
öld, sem náttúrlegt var, og svo hefir verið enn, af því þýzka
ríkið hefir til skamms tíma eigi átt nýlendur, þótt voldugt
sé. Iðnaður hefir vaxið mjög á þýzkalandi; en þar vill
verða sem víðar nú á dögum, að verksmiðjurnar fram leiða
og búa til fleiri hluti, en þær geta selt, svo ótal mönnum