Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 1
32 SfÐUR OG LESBÓK 54. árg. — 122. tbl. LAUGARDAGUR 3. JUNI 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjónvarpsumræ&umar í gærkvoldi: Betri tækifæri og batnandi kjör — fyrir æskuna, sem erfir landið — sagði Jóhann Hafstein —- ÞAÐ er örvandi að sjá framþróunina í landinu með nýj- um og hlýlegum húsakynnum, að líta ný byggðahverfi í kaupstöðum og kauptúnum, nýrækt og nývirki í sveitum, vélvæðingu jafnt til sjávar og sveita, ný atvinnutæki, sagði Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, í sjónvarpsumræðun- um í gærkvöldi. Og hann sagði ennfremur: — íslenzka þjóðin er á vegamótum. Henni fjölgar ört, verður nálægt tvöfalt fjölmennari en nú um næstu aldamót, og nærri milljón manns upp úr miðri næstu öld. Við þurfum að gera atvinnulíf okkar og möguleika til verðmætasköpunar fjöl- þættari, til þess að unga fólkið, sem erfir landið, fái notið batnandi kjara eins og þjóðin að undanförnu. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, kvað viðreisn- arárin hafa verið tímabil mikilla framkvæmda og batnandi lífskjara, þótt stjórnarandstæðingar viðurkenndu ekki þær staðreyndir. Framfarirnar yrðu að halda áfram, en svo yrði ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn færi með sigur í kosning- unum. — Þið vitið hvað þið hafið, þótt þið hafið ekki fengið allt. Þið vitið ekki hvað þið munduð hreppa, ef aðrir tækju við stjórn, sagði Birgir Kjaran í ræðu sinni, og spxu-ði: — Er nokkur, sem kýs óvissu fremur en vissu öryggis? Matthías Á. Mathiesen minntist m.a. þess, hvernig hinir glæstu framtíðardraumar aldamótamannanna hefðu rætzt: Risastór framfaraspor verið stigin, einangrun rofin, frelsi endurheimt og velmegun náð að ríkja. Hvort framtíðar- draumar þeirrar kynslóðar, sem nú byggði landið, ættu eftir að rætast, ylti á því, hvort Sjálfstæðisflokknum yrði áfram falin forysta í málefnum þjóðarinnar. Hér á eftir fer frásögn af umræðunum, en þeim stjórn- aði Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Varaformaður Sjálfstæðis- flokiksins, Jóhann Hafstein, dóms málaráðherra, kvað SjáLfstæðis- menn hafa lagt megináherzlu á það að skýra fýrir kjósendum hvað áunnizt hefði. Megintil- gangur stjórnarstefnunnar hefði verið að afnema haftafyrirkomu lagið, — sem áður ríkti hér á landi og skar athafna- og við- skiptalífinu þröngan og óburðug an s'takk, sem ekki fór íslenzku þjóðinni vel og setti heldur ekki geðslegan blæ á einkalíf manna. — Það er örvandi að sjá fram þróunina í landinu, sagði dóms málaráðíherra, — með nýjum hlý legum húsakynnum, að líta ný byggðahverfi í kaupstöðum og kauptúnum nýrækt og nývirki í sveitum, vélvæðingu jafnt til sjávar og sveita, ný atvinnutæki, nýjan glæsilegan fiskiskipastól, fjölda nýrra kaupskipa og stór- aukinn flugflota, ný stálskip í smíðum og nýjar dráttarbrautir og fleira af slíku tagi. En mest um vert væri fólkið sjálft, í gleði þess og ást á þessu harðbýla landi, sem engu að síður ávaxtaði ríkulega áræði og framtak þegna sinna. öllu væri þessu fólki ljóst, að lífið hvorki er né verður erfiðislaust. Sauð- burður í frosti og stormi og hríð hefði enn einu sinni minnt bænd ur og búalið á það á þessu vori. Vetrarvertíðin og vetrarveðrin, með aftaikalélegum aflabrögðum og veiðarfæratjóni, minntu sjó- manninn og útvegsmanninn á það. En þægindi lífsins væru líka mörg og vaxandi í þessu landi og það vissi fólkið. Andstæðingar stjórnarinnar kölluðu það sjálfshól, þegar kjós endum væri gerð grein fyrir fram vindunni í tölulegum upplýsing- um og ábendingum staðreynda, m.a. — að þjóðin hafi eignast verð- mætan gjaldeyrisvarasjóð og láns traust verið endurvakið erlendis. — að verðmætasköpun einstak linga og atvinnuvega hafi aldrei orðið meiri — að fjárfestingarsjóðir hafi stöðugt eflzt og útlán þeirra og annarra peningastofnana verið meiri en nokkru sinni áður Jórdanskir hermenn beina byssum sínum að bifreið, sem er að koma að Mendelbaum- hliðinu í jórdanska hluta Jerúsalemborgar. í baksýn er ísraelska hliðið og blaktir fáni ísraels við hún. — Hlið þetta er eina sambandið milli hinna aðskildu borgarhluta. Austurlönd nœr: Yfirlýsing siglingaþjóða varðandi Akaba-flóann - birt i dag. Egyptar telja hana árás á landið Washington, Tel Aviv, 2. júní, AP-NTB. STJÓRNIR Bretlands og Bandaríkjanna ráðfæra sig nú við allmargar aðrar sigl- ingaþjóðir um undirbúning á yfirlýsingu um frjálsar siglingar um Akaba-flóann, Framhald á bls. 3 I sem Egyptar hafa lokað. — Þjóðverjar senda Gyðingum gasgrímur Bonn, 2. júní, AP. TALSMAÐUR v-þýzku stjórnar- innar upplýsti í dag, að Þjóð- verjar hefðu í hyggju að senda Gyðingum í ísrael 20.000 gas- grímur. Gasgrímurnar eru þó ekki gjöf þýzku þjóðarinnar til Gyðinga, heldur eru þær seldar á kr. 710 hver. Talsmaður stjórnarinnar, Karl Gunther von Hase, sagði á fundi með fréttamönnum, að „ekkert hefði breytzt" varðandi þá ákvörðun stjórnarinnar að selja gasgrímurnar til fsrael. Verða þær sendar loftleiðis frá Frank- furt á morgun, laugardag. Talsmaður innanríkisráðu- neytisins dró til Daka þá yfir- lýsingu sína, að gasgrímurnar yrðu lánaðar Gyðingum meðan á styrjaldhættunni stæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hefur stjórnin í Tel Aviv þegar sagt, að hún muni skrifa undir slíka yfirlýsingu. Tilgangur Breta og Banda- ríkjamanna er að fá 11 sigl- ingaþjóðir, sem skrifuðu und ir yfirlýsingu árið 1958 um Akabaflóann sem alþjóðlega siglingaleið, til að styðja kröfuna um að Akaba-flóinn verði opnaður skipum. Meðal þessara þjóða er ísland ásamt öllum hinum Norðurlöndun- um. Wilson, forsætisráðherra Stóra-Bretlands, ræddi við Johnson forseta í Washing- ton í dag um texta þessar- ar fyrirhuguðu yfirlýsingar, sem verður í þremur liðum. Auk þess að styðja frjálsa umferð allra þjóða um Ak- abaflóann, hafa Bandaríkin, Bretland og Frakkland lýst því yfir, að þau muni hér eft- ir sem hingað til sigla skip- um sínum um flóann. Átök urðu á milli fsraels- manna og Sýrlendinga rétt inn- an við landamæri ísraels. í þess- um átökum félliu tveir ísraels- menn og einn Sýrlendingur. — Þetta eru fyrstu bardagar ísra- elsmanna og Sýrlendinga í dieil- um þeissara rikja. Afcburður þessi varð nokkra eftir miðnætti aðfaranótt föstu- dags. Fjórir vopnaðir Sýrlend- ingar, lnklega skemmdarverka- menn, fóru inn á ísraelskt yfir- ráðasvæði, þar sem hermenn fsraels komu auga á þá og hófu sfcofchríð á þá. Auk þeirra tveggja ísraelsmanna, sem féllu særðist einn alvarlega. Einn Sýrlendinganna féll en hinir þrír flúðu aftur yfir landa- mærin til Sýrlands. Á fallna Sýr lendingnum fannst vélbyssa og fcvær handsprengjur. Sérlegur sendiboði Nassers forseta tjáði forsætisráðherra Indlands, Indiru Ganhi, í dag, að Nasser vildi ekki átök eða styrj- Öld fyrir botni Miðjarðarhafs, en ef virðing eða réttur Arab- íska sambandslýðveldisins væri í veði mundi landið verja sig. Eftir að fréttir bárust um þessi ummæli sendiboðans, Saleh el-Abd, réðist Mahmoud Riad, varnarmálaráðherra Egypta- lands, á Bandaríkin og Bretland Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.