Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 7 Margir hafa í alvöru og gamni spreytt sig á að búa til nýyrði fyrir stereo, en aðeins lítill hluti þeirra hefur birst í þessum þætti. Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri þessa blaðs sendir mér til- lögu, sem hann segir komna frá Vilhelm Hákonssen í Reykjavík. Hann leggur til að fyrir orðið stereo komi hljóðvídd. Til eru í íslensku svokallað verkfærisþágufall, forsetn- ingarlaust, og merkir með hverju eitthvað er gert. Dæmi af þessu eru miklu fleiri í fornu máli en nýju, en verkfærisþágufallið lifir þó góðu lífi í nokkrum orðtökum og föstum orðasamböndum. Að taka einhvern höndum er víst þannig að skilja að hann sé tekinn með höndunum. Hördum höndum vinnur hölda kind ár ok eindaKa. kvað Jónas Hallgrímsson um slyndrulaust strit tæknivana íslenskrar alþýðu. Okkur kann að skiljast sumt betur, ef við vitum af tilvist þessa þágufalls, og vitneskjan kemur í veg fyrir afbakanir. Orðtakið að taka djúpt í árinni merkir að vera ómyrkur í máli, fullyrða mikið. I þessu orðtaki mun líkingin tekin úr máli sjó- manna: að taka djúpt í (sjó- inn með) árinni, þar sem feitletraða orðið stæði í verk- færisþágufalli. Þegar róður var sóttur fast, hafa menn dýft árinni djúpt í sjóinn. Ef menn átta sig ekki á þessu, má búast við afbökun á þann veg, að menn láti forsetninguna í stjórna þol- falli, sbr. þessi orð hér í blaðinu ekki fyrir löngu: „Hinsvegar væri full ástæða til að taka mjög djúpt í árina (auðk. hér) með þessar kjarastaðreyndir í huga.“ En þá er myndin orðin röng. Menn taka ekki djúpt ofan í árina, heldur taka menn djúpt í sjóinn með árinni. Síðan fær orðtakið óeigin- lega, yfirfærða merkingu: að vera óspar á fullyrðingar eða stóryrtur. Látra-Björgu Einarsdóttur þótti eitt sinn að háseti, er var á sama báti og hún, reri linlega. Björg kvað: Taktu á betur. kær minn kall, kenndu ekki i brjÓHti um sjóinn. Þótt harðara takirðu herðafall, hann er á mortcun Króinn. Þótt menn taki djúpt í (sjóinn með) árinni, flæðir allt óðar í sama farið aftur, og sárafar verður ekki á sjónum séð. Náskylt verkfærisþágu- falli er háttarþágufall, og segir það að sjálfsögðu með hverjum hætti eitthvað ger- ist. Menn ganga þurrum fótum yfir á eða láta öllum illum látum. Stundum knýj- ast menn til að fara huldu höfði. Það mun hins vegar flokk- ast undir staðarþágufall, þegar talað var um það fyrr meir að leita dyrum (durum) og dyngjum í merkingunni að leita alstaðar vandlega. Eftir doktorsritgerð Hall- dórs Halldórssonar um ís- lensk orðtök vitna ég til Páls Bjarnarsonar sem svo skrif- aði í 5. árgangi Tímarits Þjóðræknisfélags íslendinga: „Þáguföllin durum og dyngjum höfð atviksorðs- lega, sama og nú er sagt inn í bæ og fram í bæ, því dyr eru framhús bæjar, en dyngja setstofa eða verkstofa kvenna, hér í flt. líklega fyrir innihúsin. Orðatiltækið er stundum eða oftlega aflagað herfilega og sagt: leita ein- hvers með dunum og dynkj- um, eins og skiljanlegt sé, að dunur og dynkir gegni leit.“ A svipaðan hátt hefur Al- exander Jóhannesson komist að orði í bók sinni Hugur og tunga. Þegar menn átta sig ekki lengur á því að dyrum og dyngjum merkir í dyrum og í dyngju(m), þá leita menn annarra ráða og orðtakið afbakast, verður að leita með dunum og dynkjum, enda getur hávaði og gauragangur fylgt ákafri leit. Þar að auki er orðasambandið með dun- um og dynkjum haft í eigin- legri merkingu og gjarna notað í lýsingu á jarðhrær- ingum og eldsumbrotum. Hvers vegna heitir þágu- fallið annars þágufall? þáttur Vegna þess að það táknar í hvers þágu eða óþágu eitt- hvað verður. Til frekari áréttingar setjum við stund- um forsetninguna handa á undan hinu upprunalega þágufalli, Ekki er þess alltaf þörf. Enginn misskilur skip- un eins og: Sæktu mér vatn að drekka, en ekki sakaði að skjóta þarna inn forsetning- unni handa á undan mér. í gömlum kvæðum grúir af upprunalegu þágufalli og getur oft glætt skilning okkar að kunna skyn á því. I Hávamálum segir: Era svá Kótt sem KÚtt kveóa öl alda sonum. en þetta merkir að öl sé ekki svo gott handa sonum manna (hollt þeim) eins og sagt sé. Ljúkum svo þessu falla- spjalli með dæmum um sam- anburðar- og mismunar- þágufall. Þau standa oft hvort nærri öðru, og mis- munarþágufallið þá til þess að gefa til kynna hversu miklu muni á því tvennu sem verið er að bera saman. Afskaplega einfalt dæmi: Hann er mér (samanbþgf.) miklu (mismþgf.) meiri: Hann er meiri en ég, svo að munar miklu. Eitthvað er deginum ljós- ara. Þarna er samanburðar- þágufall. Eitthvað er ljósara en dagurinn. Annað er sýnu betra. Þetta er mismunar- þágufall. Með öðrum orðum: Annað er sjónarmun betra. Lýsingarorðið sýnn — sýnni — sýnstur er mjög lítið notað núorðið nema í þessu mismunarþágufalli, en minna mætti á að betur þykir fara á að nota mismun- arþágufall heldur en önnur föll í orðasamböndum eins og litlu síðar og stórum skárra, svo að við tökum eitthvað sem algengt er. Hlymrekur handan kvað: I heimsókn til Ferstiklu-Friðar ók (ékk ekki viðtökur bliðar. En hún vissi sem er éK er þrjóskur ok þver. svo það laKaðist allt litlu siðar. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar! Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 4. maí. Leikfimi ffyrír konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun - mæling - sturtur - Ijós - gufuböð - kaffi. Júdódeild Armanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. GENGI VERÐBREFA 3. MAI 1981 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: p,TS!?- 1969 1. flokkur 6 304,40 1970 1. flokkur 5.776,16 1970 2. flokkur 4.209,91 1971 1. flokkur 3.805,79 1972 1. flokkur 3.301,39 1972 2. flokkur 2.818,73 1973 1. flokkur A 2.096,27 1973 2. flokkur 1.930,90 1974 1. flokkur 1.333,02 1975 1. flokkur 1.089,98 1975 2. flokkur 820,90 1976 1. flokkur 777,71 1976 2. flokkur 630,90 1977 1. flokkur 585,91 1977 2. flokkur 490,83 1978 1. flokkur 399,97 1978 2. flokkur 315,70 1979 1. flokkur 266,94 1979 2. flokkur 207,13 1980 1. flokkur 161,29 1980 2. flokkur 127,06 1981 1. flokkur 111,89 Meöalávöxtun spariskírteina umfram varð- tryggingu ar 3,5—6%. Sötutfmi ar 1—3 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Kaupgangi pr. kr. 100.- 2.137,70 1.760,60 1.504,42 1.281,48 882,46 882,46 591,00 564,94 432,58 403,81 VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgangi m.v. nafnvaxti A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Ofanskréð gangi ar m.v. 4% évöxtun p.é. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrattisbréfin aru gaf- in út é handhafa. HLUTABREF Trygginga- Kauptilboð miðstöðin hf. óskast VEDSKULDABREF OVEROTRYGGO: Kaupgengi m.v. nafnvaxti 2Vi% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./éri 2 afb./éri varötr. 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 98 98 5% 65 66 67 69 70 81 2 ár 96 97 5% 54 56 57 59 60 75 3 ár 95 96 5% 46 48 49 51 53 70 4 ár 94 95 5% 40 42 43 45 47 66 5 ár 93 94 5% 35 37 39 41 43 63 6-10 ár 91-86 92-87 5%% 11-15 ár 83-79 84-80 6% 16-20 ár 76-72 77-73 6%% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU MÍRKrnncMváM isumoj rnt VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lónaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16. Leikfimiskóli Hafdísar Árnadóttur, Lindargötu 7 4ra vikna námskeið fyrir byrjend- ur hefst mánudaginn 4. maí. Nokkur laus pláss í framhalds- flokki. Innritun í dag og á morgun frá kl. 13—17. Sími 84724. Hlustaðu á AKAI 1/3 út,eftirstöðvar á 7 mán. 5 ára ábyrgð LAUGAVEG110 SÍMI 27788 Sumarbúðir að Úlfljótsvatni fyrir börn og unglinga, 7 til 14 ára. Innritun er hafin á skrifstofu BÍS í íþróttahúsi Hagaskóla. Opiö virka daga milli kl. 13.00 og 18.00. Simi 21390. Athugiö: Sérstakt tilboð fyrir 12 til 14 ára. Úlfljótsvatnsráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.