Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Afrek og einsdæmi Bókmenntir Erlendur Jónsson Af þeim Líneik og Loga Snæ Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttii Stcinar J. I.úrtvíksson: ISLANDS- METABÓK ARNAR OG ÖRLYGS. 198 bls. Kókaút|>. Örn og Örlygur hf. Rvík., 1983. Hvar er stormasamast á landi hér? Og hvar er þokusamast? Hvaða íslendingur hefur náð hæstum aldri? Hver er sá íslend- ingur sem orðið hefur hæstur vexti svo vitað sé? Og hvað um stærð hans? Hver hefur lengst verið ráðherra? Og hvaða kona var fyrst kosin á þing? Þessum og þvílíkum spurning- um er svarað í þessari nýju ís- landsmetabók sem Steinar J. Lúð- víksson hefur tekið saman. Og fleira er þar forvitnilegt. Þar er einnig greint frá atburðum sem hér hafa gerst fyrr og síðar og á einhvern hátt má telja til eins- dæma. T.d. er sagt frá því er fjög- ur systkini gengu í hjónaband við einu og sömu athöfnina. Undir fyrirsögninni Mesta fjarlægð milli brúðhjóna segir frá giftingu þar sem brúðurin var stödd í Póllandi en brúðguminn á íslandi. »Gripið var til þess ráðs til þess að auð- velda brúðinni að komast úr landi, en pólsk yfirvöld höfðu ekki viljað gefa henni brottfararleyfi úr land- inu.« Margir nafnkunnir einstakl- ingar koma hér við sögu. Eysteinn Jónsson varð yngstur ráðherra á íslandi og jafnframt sá maðurinn sem lengst hefur gegnt ráðherra- embætti samanlagt. Auður Auð- uns varð hins vegar ráðherra fyrst íslenskra kvenna og fyrsti kven- Iwrgarstjórinn í Reykjavík. Ilannibal Valdimarsson gat sér það til frægðar ásamt mörgu öðru að hann var formaður þriggja stjórnmálaflokka. Ólafur Thors var formaður Sjálfstæðisflokksins í tuttugu og sjö ár eða lengur en nokkur annar en flokkurinn var stofnaður 1929. Hermann Jónas- son var formaður Framsóknar- flokksins í átján ár, lengst allra fyrir þann flokk. Gunnar Thor- oddsen var kosinn á þing tuttugu og þrifíKÍa ára og hefur yngri mað- ur ekki verið kosinn á Alþingi fs- lendinga. Pétur Ottesen sat hins vegar á þingi lengur en nokkur annar eða fjörutíu og þrjú ár. Pálmi Hannesson var rektor Menntaskólans í Reykjavík í tutt- ugu og sjö ár og hafa ekki aðrir gegnt lengur þess konar embætti hérlendis. Ekki nálgast það þó ís- landsmetið í embættissetu. Til að mynda var Guðbrandur Þorláks- son biskup í fimmtíu og fimm ár. Lengur hefur enginn Islendingur setið á biskupsstóli. Steinar J. Lúðvíksson tekur fram í formála hvaða orsakir lágu til þess að hann hófst handa við samantekt og ritun þessarar bók- ar. Fyrir nokkrum árum tók hann að sér ásamt öðrum að sjá um ís- lenska útgáfu Heimsmetabókar Guinness. »Kviknaði þá sú hug- mynd að gefa síðar út bók sem hefði að geyma ýmislegt það sem kalia mætti fslandsmet á mörgum sviðum.« Hér er þó gengið framhjá einni tegund íslandsmeta — það er að segja íþróttametunum. Það var eftir atvikum hyggilegt. fþróttirn- ar eru sérsvið sem að vísu höfða til nokkuð margra, en sá hópur er samt afmarkaður. Höfundur getur þess að hitt og annað fljóti með í bókinni sem ætlað sé til skemmtunar fremur en til fróðleiks. Raunar er ekki alltaf glöggt hvernig draga skal mörkin þar á milli. Það er auðvit- að fjölmiðlun nútímans sem kallar á bók af þessu tagi. Heimurinn Steinar J. Lúðvíksson birtist okkur daglega sem frétta- efni. Og fréttirnar segja nánast alltaf frá einhverju furðulegu; ein- hverju sem sett hefur daglegt líf úr skorðum fyrir þjóðum eða ein- staklingum, einhverju nýstárlegu, óvanalegu, æsilegu, eftirminni- legu. Með öðrum orðum — þær fræða okkur um heimsmetin í hverri grein á hverjum tíma. Brosað var að heiðursmanni sem las morgunfréttir í útvarpi og byrjaði svona: »í nótt rigndi á Suður-Englandi.« Því þar getur sannarlega rignt nótt og dag og þótti ekki frétt- næmt. — Kannski var það eins konar met í fréttaflutningi. í þess- ari íslandsmetabók eru dregnar saman stórfréttir liðinna ára og alda. Þetta er því hin skemmtileg- asta »samtalsorðabók«, en gömul og ný einsdæmi og afrek eru ein- mitt oft og tíðum umræðuefni í hópi vina og kunningja. Eitthvað er af prentvillum í bókinni. En prýdd er hún mörgum og góðum myndum. Og greinagott efnisyfirlit auðveldar að finna skjótt og vafningalaust það sem upp í hugann kemur og forvitni vekur hverju sinni. Þannig þarf bók að vera til að hæfa hraða nú- tímans. Þar sem vonin grær: Ingibjörg Sig- urðardóttir. Útg. Bókaforlag Odds Björnssonar 1983. Týnda brúðurin: Aðalheiður Karls- dóttir frá Garöi. Útg. Skjaldborg 1983. Eg hygg að rétt sé með farið að báðar þær konur sem hér er fjall- að lítillega um, hafi verið afkasta- miklar á ritvellinum eftir að þær hófust handa, líklega ekki á mjög ungum aldri. Sennilega hefur Ingibjörg þó skrifað fleiri bækur og víða upp um sveitir hef ég séð bækur hennar tróna í löngum röð- um; það fer ekki á milli mála að lesendur á Ingibjörg marga. Og Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði hefur eignast sinn dygga lesenda- hóp líka. Hvorug skáldkonan gerir verulegar kröfur til að bækur sín- ar flokkist undir að vera merki- legar bókmenntir, enda afþrey- ingarbækur góðar og gildar og al- veg bráðnauðsynlegar. Svo fremi þær uppfylli skilyrði líka. Það er ekki bara nóg að rubba einhverju niður á blað og hlaða upp nógu háum stöflum af lýsingarorðum til að bók verði skikkanlegur af- þreyingarlestur. Ingibjörg Sigurð- ardóttir er bara leikin í að stilla upp persónum og búa til boðlegan söguþráð í afþreyingarbók. Hún notar ansi mikið af ... til að auka á áhrifin og hún hefur tamið sér þá aðferð að segja söguna ávallt í nútíð. Sem getur orðið býsna þreytandi. Hér segir frá Loga Snæ (fallegt nafn segir Steinþóra gamla snemma í bókinni, mér finnst það tilgerðarlegt, svona er- um við Steinþóra ósammála strax). Logi Snær elst upp hjá móður sinni og stjúpa, sem er svo andstyggilegur, að engu tali tekur. Og leggur auðvitað fæð á þennan góða dreng Loga Snæ. Stella móð- ir hans er gæðagufa, en er á valdi ástríðnanna, væntanlega, og fær ekkert að gert til að hjálpa drengnum. Honum er komið í sveit og upplifir þar hina mestu kvöl að mati höfundar. Að vísu fannst mér nú sveitavistin heldur bærileg; er það endilega mæli- kvarði á tilfinningar og elskusemi að vera stöðugt að kyssa og kjá eða hafa uppi fagurgala? Eg skrifa ekki alveg undir það. En auðvitað er Logi Snær mjög við- kvæmt barn og hungrar í ást og umhyggju. Svo lendir hann á glapstigum, annað kom varla til mála, en fyrir sérstakt happ og undur og lán og lukku tekst hon- um að komast til manns og er orð- inn ráðgjafi áfengissjúklinga und- ir lokin. Og lítur ekki illa út með Maríu hjúkrunarkonu heldur. Mætti segja mér að þar félli allt í ljúfa löð innan stundar. Ingibjörg er ansi lunkin sögumanneskja, það er sjálfsagt að viðurkenna. Orð- skrúðið og mærðin keyra aldrei al- veg um þverbak og góður og fagur hugur hennar til aðalpersónanna er allrar virðingar verður. Að vísu verður töluvert mikið af alhvítu og alsvörtu fólki í bókum hennar, þó reynir hún hér að bæta ögn af litbrigðum inn í þau sveitahjúin Víu og Brynleif og er það til bóta. Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði — bók eftir hana hef ég ekki áður lesið — hefur ekki frásagn- armátann á valdi sínu eins létti- KisuaoRNiw KÁTU tomaWltrttM l»a4$team«9e® Kisubörnin kátu í leikbún- ingi Hver þekkir ekki Kisubörnin kátu, hina sígildu sögu Walt Disney. Þeir sem eru á miðjum aldri nú heyrðu hana sem börn, þeir sem teljast nú til elstu borg- ara sögðu börnum sínum söguna og þannig er þessi saga ein af þeim sem sífellt fer hring eftir hring með nýjum árgöngum í mannlífinu og sagan er svo góð að hún endurnýjar sig í rauninni í hvert sinn sem hún er flutt. Nú hefur Svavar Gests gefið Kisubörnin kátu út á hljómplötu í leikritsformi fyrir börn. Leik- ritið er búið til flutnings af Gísla Rúnari Jónssyni, en Guðjón Guðjónsson þýddi sögu Walt Ilisney og er leikritið flutt af Úllen dúllen doff leikflokknum undir leikstjórn Gísla Rúnars. Gísli Runar Jónsson leikur Ljósastaurinn, Laddi leikur Putta, Sigurður Sigurjónsson leikur Patta og Edda Björg- vinsdóttir leikur Pontu, frú Tví- fætlu og Lóló litlu. Magnús Kjartansson sér um hljóðfæra- leikinn, en hljóðritun fór fram í Hljóðrita. Leikarakvartettinn á þessari plötu er svo miklum kostum bú- inn að hvergi er veikan blett að finna. Leikritið er snilldarvel sett upp og flutt og upptakan er mjög góð. Leikhljóðin setja mik- inn svip á plötuna og skapa skemmtilega leikhússtemmn- ingu, jafnvel svo að stundum finnst manni platan verka eins og kvikmynd, svo ljóslifandi skila leikararnir hlutverki sínu og aðrir sem hafa unnið við gerð plötunnar. Vönduð útgáfa á barnaefni er mikið menningarstarf og það er þakkarvert að lögð skuli rækt við það eins og SG-hljómplötur hafa lengi gert. Kisubörnin kátu eru liður í því starfi og það má minna á þann gamla sannleika að gott barnaefni er fyrir fólk á öllum aldri. Það er stundum sagt þegar menn verða barnslega glaðir að þeir verði börn í annað sinn, en hver hefur ekki gott af að rækta barnið í sjálfum sér og öðlast þannig hvíld frá erli hversdagsbaráttunnar? Stórskemmtileg barnaplata frá SG-hljómpIötum Það eru hvorki meira né minna en 40 barnalög á sérstak- lega skemmtilegum og vönduð- um tveimur plötum frá Svavari Gests undir titlinum Litlu and- arungarnir, en plöturnar eru í einu umslagi og þær eru seldar á sama verði og ein plata. Vert er að benda á slíkt þegar allir kepp- ast við að hagræða skynsamlega fjármagni heimilanna. Hér er um að ræða mörg vinsælustu barnalögin á 30 ára tímabili, eða frá árunum 1950—1980. Það er því æði stór hópur landsmanna sem hefur þessi lög meira og minna í hjarta sínu og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með nokkrum börnum hlusta á þessar plötur síðustu daga, börn- um sem öll eru nýbyrjuð í skóla eða rétt undir skólaaldri. í stuttu máli elska þau þessar plötur og læra textana ótrúlega fljótt, en þá skiptir takthraðinn nokkru, því eftir því sem hnokk- arnir eru minni er erfiðara að Hljóm- plötur Árni Johnsen LOTCLU , % Æ«MÍtJiSÆ03ilR « VifiSÆiUSTU WftNAiöGiN FRÁ 19«Aö fylgjast með hröðum takti og texta þeirra laga. Miðað við margar aðrar þjóðir eru íslendingar áhugasamir söngmenn og hægast er að minna á alla kóra landsins þar sem þúsundir landsmanna taka virkan þátt. Söngurinn eykur lífshamingjuna og oft er sagt að söngurinn sé allra manna mál. Það er því mikil og merk ástæða til þess að efla þennan þátt í menningu okkar og því fyrr sem einstaklingurinn þjálfast upp í að syngja sér til ánægju, þeim mun betra. Það má því segja að ákveðin þjóðrækt felist í plötuútgáfu fyrir börn á þessum nótum þar sem vel er vandað til, bæði í efn- isvali og efnismeðferð. Svavar Gests hefur löngum verið fundvís á að gefa út efni sem nýtur vinsælda hjá almenn- ingi, efni þar sem mannlegi þátt- urinn er aðalatriðið með menn- ingarlegri grósku, þar sem ævintýri hversdagsins gerast á auðveldan og eðlilegan hátt. Margir af þekktustu og dug- mestu listamönnum landsins á sviði tónlistar, ljóða og söngs, koma við sögu Litlu andarung- anna og þótt hér sé fyrst og fremst talað um þessar plötur sem barnaplötur þá eiga þær við börn á öllum aldri, sem sagt, alla borgara þessa lands. Nefna má Magnús Pétursson, Kristján frá Djúpalæk, Árna ísleifs, Soffíu og Onnu Siggu, Ómar Ragnars- son, Ingibjörgu Þorbergs, Þrjú á Palli og Sólskinskórinn, Kötlu Maríu, Söngfuglana, Svanhildi, Kristínu Lilliendahl, Pálma, Helenu og Þorvald, Bessa Bjarnason, Ævar Kvaran, Hall- dór Kristinsson, Árna Blandon, Helga Skúlason, Kristínu Ólafsdóttur, Gísla Rúnar, Ró- bert Arnfinnsson, Hönnu Valdísi og síðast skal nefna heimssöng- konuna Maríu Markan. Ef þessi upptalning listamanna sem flytja lögin og ljóðin á þessari ljómandi góðu barnaplötu, tryggja ekki gæðin, býst ég við að erfitt sé að gera það á annan hátt, en með þessari útgáfu Svavars Gests er skýrt og skor- inort ástæða til að mæla. Mynd- bönd, myndabækur og annað efni sem er auðmelt fyrir börn, er ágætt út af fyrir sig, en það sem reynir á einstaklinginn ræktar meira af manninum. í hraða líðandi stundar er einnig ástæða til að fagna mögu- ieikum fjölskyldu til að eiga sameiginlegar stundir í skemmtiiegu viðfangsefni og þar skiptir miklu máli að geta sung- ið saman. Á plötunni Litlu and- arungarnir geta allir tekið lagið til gagns og gleði. Ellefu jólalög ELLEFU jólalög heitir ný plata frá Skífunni, falleg og vel unnin hljómplata með gömlum og nýj- um lögum tengdum helgi og há- tíð jólanna. Fimm úrvals söngv- arar koma við sögu, þau Ragn- hildur Gísladóttir, Pálmi Gunn- arsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða hún Diddú okkar eins og hljómar nú betur, og þá koma þeir Magnús Kjartansson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Það er hljómsveitin Brunaliðið sem leikur undir á plötunni, listavel, en upptöku stjórnaði Magnús Kjartansson. Það er sama hvort um er að ræða lagið Óli lokbrá eða nýja lagið Náin kynni eftir Magnús Kjartansson og Halldór Gunn- arsson, eða flest önnur lög á plötunni, hvert fyrir sig er vel gert og vel flutt í einlægum og afslöppuðum stíl Magnúsar Kjartanssonar stjórnanda. Þessi plata vinnur sífellt á við kynni, enda er hún sérlega nær- færnislega unnin og Magnús leggur áherslu á að láta hljóð- færin spjalla hlýlega saman í undirspilinu við söng hinna ágætu söngvara. Þá er sérstak- lega fagur flutningur á Faðir vor, þar sem Pálmi Gunnarsson syngur með Kór Söngskólans í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og þar er það Jón Sig- urðsson sem leikur á orgelið og Magnús á píanóið. Ragnhildur Gísladóttir syngur Það á að gefa börnum brauð, Lít- ið jólalag, Jóla jólasveinn, Þor- láksmessukvöld og Óli lokbrá ásamt Pálma og Magga Kjart- ans, Pálmi Gunnarsson syngur Yfir fannhvíta jörð, Náin kynni og Faðir vor. Sigrún Hjálmtýs syngur Hvít jól og Einmana á jólanótt og Laddi syngur Leppa- lúða. Ljóðin á plötunni og textarnir falla vel að hljómlistinni sem er sérstæð á slíkri plötu, snilldarvel útsett og útfærð þar sem hljóð- færin ríma sérkennilega saman þótt þau njóti sín til fulls hvert og eitt á þessari ágætu plötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.