Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 Landsmót UMFÍað Varmá 1990 Á stjórnarfundi UMFÍ 19. til 20. aprfl sl. var sú ákvörðun tekin að fela UMSK Unds- mótshald árið 1990. Landsmótsstaður hefur verið ákveðin að Varmá í Mosfellssveit. Er þetta í fyrsta sinn sem UMSK mun halda Landsmót UMFÍ og fer vel á aö það verði 1990 en þá eru liðin 50 ár frá því að UMSK vann Landsmót ífyrsta sinn. Landsmótið 1990 verður það 20. í röðinni. Formaður UMSK er Katrín Gunnarsdóttir og framkvæmdastjóri er Einar Gunnarsson. Sambandið hef- ur skrifstofu í Mjölnisholti 14, Reykjavík, og er sími þar 16016. Graham fer til Arsenal Frá Bob Hennesy, fróttamanni Morg- unblaðsina á Englandl: GEORGE Graham, sem á ár- unum í kringum 1970 var einn fremsti knattspymumaður Breta, var f fyrradag ráðinn framkvæmdastjóri Arsenal. Graham hefur undanfarin þrjú og hálft ár veriö stjóri hjá Millwall og náö góðum árangri, meðal annars komið liðinu úr þriðju í aðra deild. Hann lék á sínum tíma með Chelsea, Arsenal, Manchester 1 r United og Portsmouth, og 1971 var hann lykilleikmaður í liði Arsenal, sem vann bæði deild og bikar á sama keppnis- tímabili. Bert vann Kríukeppnina HINN árlega kríukeppni hald- in hjá Golfklúbbi Ness sfðast- liðinn laugardag. Þetta var fjölmennt innanfélagsmót sem haldið var í blíðskapar- veðri. Keppnin var æsispenn- andi frá upphafi til enda. Það ' v var Bert Hanson sem gerði sér lítið fyrir og sló út margan frækinn kappann á mjög góðu skori eða 74 höggum sem gerði 40 punkta. Fast á hæla hans komu Björn Kristjánsson og Sverrir Einarsson með 39 stig. Þetta var fyrsta keppnin sem haldin er hjá GS eftir gagngerar breytingar á skálanum sem nú er orðinn mjög skemmtilegur. Tennis: Vormót ÍK VORMÓT í tennis á vegum ÍK verður haldið 17. og 19. maí og verður keppt í einliðaleik á þessu móti. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa samband við Einar eða Guðnýju í síma 21808/41019 eða 45991. (Fróttatilkynning.) Aðalfundur FH AÐALFUNDUR handknatt- leiksdeildar FH verður hald- inn í Gaflinum í Hafnarfirði 22. maf og hefst kl. 19.00. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt f félags- starfinu. ísland verður áfram B-þjóð i körfubolta Breytt fyrirkomulag Evrópukeppninnar Frá Skúla Sveinssyni, biaöamanni Morgunblaðsins f Belgfu. SÚ Evrópukeppni sem hefst í dag hér í Liege er sú síðasta í röðinni sem haldin er eftir núverandi fyrirkomulagi. Fram- vegis verður keppnin með líku sniði og tíðkast hjá knattspyrnumönnum og því mun ísland áfram verða B-þjóð, sama hvernig frammistaða þess verður á þessu móti. Lokakeppnin í Grikklandi sker úr um það hvaða fjórar þjóðir komast beint í næstu úrslitakeppni. Þau lið sem verða í 5.-12. sæti í Grikklandi verða flokkuð sem A-þjóðir að styrkleika og allar þær þjóðir sem þátt taka í B-keppninni hérna teljast framvegis til B-styrkleikaflokks og þeir sem sátu eftir í C-keppninni til C-styrkleikaflokks. Þátttökuþjóðunum veður síðan skipt upp í fimm riðla, svipað og í knattspyrnunni, og í þeim verða þjóðir úr öllum styrkleikaflokkum. í þessum riðlum veröur leikið heima og heiman þannig að Evr- ópukeppnin í körfuknattleik er að fá á sig svip alvörukeppni þar sem leikið er meira og minna allt árið en ekki nokkurskonar hraðmót. ísland mun því verða í styrkleikaflokki B sama hvernig gengur hér í þeim leikjum sem framundan eru. Torfi Magnússon, fyrirliði landsliðsins, fagnar hér sigri Islands f C-keppninni - sigri sem kom liðinu íkeppnina í Belgfu. Webster fer til Þórs á Akureyri „ÉG skrifaði undir samning viö Þór fré Akureyri f gær- kvöldi og reikna fastlega með að vera þar í tvö ár,u sagði ívar Webster, körfu- knattleiksmaðurinn há- vaxni, sem leikið hefur undanfarin ér með Hauk- um f Hafnarfirði með góð- um árangri, f samtali við Morgunbiaðið í gær. ívar Webster vildi breyta til og reyna fyrir sér ein- hverstaðar annarstaðar eins og Morgunblaðið sagöi frá á dögunum. Þórsarar gerðu honum svo tilboð sem hann hefur ákveðið að taka. Webster mun einnig Mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins þjálfa yngri flokka Þórs í körfuknattleik jafnframt því að leika með meistaraflokki. Hann er mjög sterkur mið- herji og styrkir Þórsliöið verulega. Svo gæti einnig farið aö Valur Ingimundarson, Njarðvíkingur, fari þangað sem þjálfari, en Þórsarar hafa verið að reyna að fá hann norður sem þjálfara og leikmann. „Þetta verður spennandi verkefni að vera með Þór. í liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn og aðstaða öll mjög góð hjá þeim. Ég reikna með aö fara til Akur- eyrar í ágúst og hefja þá fljótlega æfingar með lið- inu,“ sagði Webster. Það er greinilegt að Þórs- arar ætla sér stóra hluti í körfuboltanum næsta vetur. Liöið hefur leikið í 1. deild en svo gæti farið að það muni leika í úrvalsdeildinni ef fjölgað yrði þar næsta vetur. Tillögur um það liggja nú fyrir ársþingi KKÍ. Þröstur vann Keilubana 8:0 ÞAÐ ER fjör f liðakeilunni þessa daga. Nú þegar afteins ein umferð er eftir eiga 3 lift möguleika á íslandsmeistaratitlinum í keilu með forgjöf. Aðeins 3 stig skilja efsta liftift, Keiluvini frá Keilubönum, sem eru f 3. sæti. Keilubanar hafa lengst af leitt 1. deildina en eftir 0—8-tap fyrir Þresti eru þeir nú f 3. sæti. Gæjar og pfur munu að öllum Ifkind- um verða eftt af tveimur neðstu liftunum sem falla niftur f 2. deild næsta haust. PLS er einnig í fallhættu en þurfa þó afteins eitt stig til aft tryggja sór áframhaldandi varu í l.deild. í 2. deild vann Mánaskin Sigga frænda Stensla 6—2 og hafa þeir því tryggt sór sæti í 1. deild næsta haust. Nýiiði f 2. deild, Guðmundur B. Harðarson, sem leikur með Mánaskini SF, náði um helgina hæstu skor í seríu, 531. Guöjón Garðarsson í Teppaband- inu átti einnig stórleik er hann náði 523-seríu. Það dugði Teppabandinu þó ekki því þeir töpuðu 0—8 fyrir Bjórmönnum. Teppabandið á ennþá möguieika á að komast upp í 1. deild en til þess verða þeir aö vinna Keilu- strumpana sem þeir mæta næstu helgi, minnst 6—2. Þess skal einnig getiö aö næstu helgi mun 1. deildin keppa degi fyrr, efta á laugardaginn kl. 11 og 2. deildin sama dag kl. 15. Staöan í 1. deild: Leikir Stig U J T Keiluvinir 11 2 4 85 Víkingasveitin 9 2 6 84 Keilubanar 11 2 6 82 Þröstur 6 5 6 72 Glennurnar 9 2 6 72 Fellibylur 6 4 7 69 Kaktus 6 2 9 64 PLS 7 0 10 62 Gæjar og píur 6 1 10 55 Hólasniglar (hætt) 2 4 11 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.