Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 27 Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Fimni þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði eyði- lagðist í eldsvoðanum Gúmmívinnustofan á Réttar- hálsi, ásamt viðbyggingu, brann til kaldra kola í gærdag. Alls varð um 5.000 fermetra iðnaðar- pláss eldinum að bráð og segir Viðar Halldórsson framkvæmda- stjóri Gúmmívinnustofúnnar að tjón fyrirtækisins vegna eldsvoð- ans sé ekki undir 200 milljónum króna. í viðbyggingunni við Gúmmívinnustofiina höfðu sex önnur fyrirtæki aðstöðu, aðal- lega fyrir lager. Kristinn O. Guð- mundsson forstjóri Húsatrygg- inga Reykjavíkur segir að tjónið á fasteignunum báðum sé nokkur hundruð milljónir króna. Tilkynnt var um eldinn um kl. 15 í gærdag. Ekki er ljóst með hvaða hætti eldsupptök urðu en eld- urinn kom fyrst upp í sólningar- deild Gúmmívinnustofunnar í suð- austurhomi byggingarinnar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt liðsauka frá Reykjavíkur- flugvelli og Hafnarfírði. Slökkviliðið náði hinsvegar ekki tökum á eldin- um og rúmum klukkutíma eftir að slökkvistarf hófst logaði Gúmmí- vinnustofan stafnanna á milli. Mik- inn reyk lagði af eldinum undan vindi í norðaustur í átt að Vestur- landsvegi. Milli Gúmmívinnustofunnar og fyrrgreindrar viðbyggingar er steinveggur. Eldurinn komst hins- vegar þar á milli eftir þökum hús- anna og um tveimur tímum eftir að slökkvistarf hófst var viðbygg- ingin einnig alelda. Strax og ljóst varð að eldurinn næði í viðbygging- una var hafíst handa við að bera út vörur úr henni. Tókst þannig að bjarga nokkrum verðmætum. Uppúr kl. 19 var slökkviliðið búið að ná stjóm á eldinum. Er Morgunblaðið fór í prentun í nótt logaði enn í glæðum víða í báðum byggingunum og búist var við að slökkvistarf stæði framundir morg- un. / Starfsemi í Gúmmívinnustofunni var í fullum gangi er eldurinn kom upp og áttu sumir starfsmannanna fótum fjör að launa svo hratt breiddist eldurinn út. Aðeins einn þeirra slasaðist hinsvegar en ekki alvarlega. Hlaut hann brunasár á höndum og andliti. Viðar Halldórsson framkvæmda- stjóri Gúmmívinnustofunnar lá veikur heima er eldurinn kom upp. Hann dreif sig þó strax á staðinn til að fylgjast með slökkvistarfínu. Hann segir að þessi eldsvoði sé ægilegur skellur fyrir fyrirtækið. Stund milli stríða. istíogæstasti ir hér á landi Aðeins litlu tókst að bjarga úr húsunum. Nær adlt varð eldinum að bráð. Morgunbiaðia/Ámi Sæberg Mikið tjón fyrirtækj- anna í viðbyggingunni kom upp sprungu tveir gaskútar sem hertu mjög á eldinum. Einnig var óhemjumagn af eldfimum efn- um til staðar í byggingunni en eng- ir milliveggir til að hindra út- breiðslu eldsins. „Strax og við hófum slökkvistarf ákváðum við að vinna eftir þeirri áætlun að reyna að einangra eldinn við austurhluta hússins," segir Hrólfur. „Við sendum því menn upp á þakið og létum þá ijúfa það á tveimur stöðum, við eldjaðarinn og síðan tíu metrum vestar. Við ætluð- um að með fyrra gatinu myndi hiti og eldur tjúka upp en síðan næðum við að stöðva útbreiðsluna í seinna gatinu. Eldurinn breiddist hinsveg- ar svo hratt út að við vorum á stöð- ugu undanhaldi eftir þakinu. Attu slökkviliðsmenn stundum fótum fjör að launa. Hitinn var svo mikill að jámbitar í þakinu voru famir að gefa sig um það leyti sem við kom- um upp.“ Hrólfur nefnir einnig að slökkvi- liðið hafí verið gagnrýnt fyrir að opna gafldyr á suðurhlið hússins til að komast að eldinum. Hann segir að þessi gagnrýni standist ekki þar sem allur austurgaflinn var orðinn alelda er það var gert og eldurinn hafði því nægt súrefni fyrir. Hvað viðbygginguna varðar eða húsið fyrir neðan Gúmmívinnustof- una segir Hrólfur að þar á milli hafi verið eldvarnarveggur, en hann hafí ekki gert gagn. „Eldvamar- veggurinn náði ekki upp í gegn um þakið og þess vegna gat eldurinn breiðst yfir í neðra húsið um þakið. Auk þess vom dyr á veggnum sem ekki vom eldvamarhurðir í,“ sagði Hrólfur. Eldurinn viiðist hafa læst sig í neðri hæð hússins með því að fara úr glugga efri hæðar inn um glugga á neðri hæð. „Við vomm gmnlaus- ir um að slíkt gæti gerst. Svona nokkuð höfum við hreinlega aldrei séð, en þetta sýnir þó hve gífurlegt afl var þarna í hain,“ sagði Hrólfur. Hann sagði að ljóst væri eftir þennan bmna að rannsaka þyrfti hvaða eldvamarkröfur hafi verið gerðar um húsið, til dæmis varð- andi eldvamarveggi. Þá segir Hrólf- ur auðsætt að endurskoða þurfi eld- varnir alls staðar í borginni, þar sem einhver hætta sé á stórbmna ef eldur verður laus. Varðandi tækja- kost slökkviliðsins kvaðst hann ekki vera reiðubúinn til að tjá sig um hann að öðm leyti en því, að vel hsfi komið í ljós nú hve nauðsyn- legt sé að hafa yfir stómm tankbíl að ráða. „Við þurfum mikinn tíma til að koma tækjum og slöngum fyrir og ná í vatn, stór tankbíll gæti brúað það bil. En þessi bmni var slíkur að kannski hefði ekkert dugað nema slökkvibátar eins og notaðir em við olíuborpalla, sem dæla um 90 þúsund lítrum á mínútu,“ sagði Hrólfur. Hann vísaði á bug gagnrýni á að ekki hefði strax verið beitt kröft- um slökkviliðsins að því að veija viðbyggingu við hús Gúmmívinnu- stofunnar. Það hefði verið með öllu óveijandi að reyna ekki til þrautar að ráða niðurlögum eldsins og all- sendis óvíst að tekist hefði að veija viðbygginguna þótt öllum kröftum hefði verið beint að því í upphafi. í viðbyggingunni á Réttarhálsi 2, sem varð eldinum að bráð í gær, vom sex fyrirtæki með starfsemi. Þau em Glóbus hf., Rekstrarvömr, Kæling hf., J. Þorláksson og Norð- mann hf., Blómamiðstöðin hf. og Drangafell hf. Að sögn þeirra for- ráðamanna þessara fyrirtækja sem Morgunblaðinu tókst að ná tali af í gærkvöldi reyndist ekki unnt að meta tjónið í gær en ljóst er að það er vemlegt. Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarvara hf., sagði tjónið verulegt, allur skrif- stofubúnaður væri gjörónýtur svo og innréttingar og töluverður hluti lagersins. Þó tókst að bjarga hluta af lagemum. Kristján sagði það sína sannfæringu að ef slökkviliðið hefði tekið tillit til óska húsráðenda um tilhögun slökkvistarfsins hefði verið hægt að forða því að e'.durinn kæmist í viðbygginguna. „Það var illa að slökkvistarfínu staðið," sagði Kristján Einarsson. Ámi Gestsson, stjómarformaður Glóbus hf., sagði þá hafa orðið fyr- ir talsverðu tjóni. Allur heildsölulag- erinn hefði bmnnið og innréttingar, lyftarar og önnur tæki væm gjör- eyðilögð. Sveinn Indriðason, fram- kvæmdastjóri Blómamiðstöðvarinn- ar hf., sagði ómögulegt að segja til um hversu mikið þeirra tjón væri. Blómamiðstöðin hefði verið síðust til að lenda í eldinum og vegna reyks hefði ekki verið hægt að gera sér neina grein fyrir tjóninu í gær- kvöldi, en ljóst væri að það væri geysimikið. Jón Torfason, eigandi og fram- kvæmdastjóri Kælingar hf., sagðist ekkert vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki tókst að ná sambandi við forsvarsmenn J. Þorláksonar og Norðmanns og Drangafells hf. í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.