Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C 10. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR14. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarískir embættismenn skýra frá samkomulagi Clintons og Jeltsíns Ríkin ekki lengur skot- mark kjamorkuflauga Verður ýmist beint á haf út eða geymdar án nokkurs ákveðins skotmarks Gengið um í Kreml BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-. lands, gekk með gesti sín- um, Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, um Kreml í gær og sýndi honum það markverðasta. Clinton veif- ar hér til fólks, sem safnast hafði saman, en fyrr um daginn brá hann sér inn í verslanir rétt við Lúbjanka- fangelsið. Það er í margra augum tákn fyrir kúgunina í tíð kommúnista og ofur- vald öryggislögreglunnar KGB. Reuter Andlát Holsts harmað um allan heim BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, munu undirrita sögulegt samkomulag í dag um að hætt verði að beina kjarnaflaugum hvors ríkisins um sig að hinu. Var þetta haft eftir bandarískum embættismönnum, sem sögðu, að flaugunum yrði þess í stað beint á haf út eða þannig búið um hnútana, að þær hefðu ekkert forritað skotmark. Skýrði Reuters-frétta- stofan frá þessu í gær en í frétt, sem birtist í bandaríska dagblaðinu The New York Times snemma í desember og greint var frá í Morgun- blaðinu, sagði, að hugsanlega yrði kjarnaflaugum um beint að íshafinu eða Norður-Atlantshafi. í viðræðum þeirra Clintons og Jeltsíns I gær í Moskvu lagði Bandaríkjaforseti áherslu á, að Bandaríkjamenn og Rússar tækju höndum saman um að tryggja nýja og betri framtíð í Evrópu og hét að hraða aðstoð vestrænna ríkja við Rússland. Fríðarsamkomu- lagið hans verk Bandarísku embættismennirnir, sem ekki létu nafna sinna getið, sögðu, að samningurinn, sem tekur til nokkurra þúsunda kjarnaodda í hvoru ríkinu, hefði verið eitt helsta umræðuefnið að undanförnu á fundum bandarísk-rússneskrar samstarfsnefndar um hernaðarmál. Að þeirra sögn var stefnt að þvi, að þeir Clinton og Jeltsín gæfu loka- samþykki sitt fyrir honum í kvöld- verði, sem haldinn var í gærkvöld í sumarhúsi Jeltsíns fyrir utan Moskvu. Samninginn átti svo að JOHAN Jörgen Holst, utan- ríkisráðherra Noregs, lést í gærmorgun 56 ára að aldri. Banamein hans var heilablóð- fall. Holst var einhver virtasti stjórnmálamaður Norður- landa á alþjóðavettvangi og var fyrir skömmu tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir að hafa miðlað málum milli ísraela og Palestínu- manna. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagðist í gær vera þeirrar skoðunar að ekki hefði náðst friðarsamkomulag án af- skipta Holsts. Sagði hann Holst hafa verið einn þeirra fáu manna sem „ynni dag og nótt með mik- illi visku og einstakri fórnfýsi í þágu friðar almennt og sérstak- lega fyrir friði í Mið-Austurlönd- um“. Mikill missir Palestínumanna í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær sagði Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO), að fráfall Holsts væri mikið áfall. „Við misstum allt of snemma einhvern einlæg- asta vin palestínsku þjóðarinn- ar.“ Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að Holst hefði verið afburða samninga- maður. „Ég finn til djúprar per- sónulegrar sorgar og missis Sáttasemjarinn HOLST þótti afburðasamn- ingamaður, sem lengi verður minnst fyrir sættir Israela og Palestínumanna. vegna dauða Holsts. Hann var náinn vinur sem hafði lagt fram meira til umræðunnar um utan- ríkis- og varnarmál Norðurlanda en nokkur annar,“ sagði Bildt og Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði, að með starfi sínu hefði hann vakið von um frið og betri framtíð í Miðausturlöndum. Sjá nánar á bls. 20 og 21. undirrita í dag ásamt sérstökum samningi stjórnvalda í Bandaríkjun- um og Rússlandi við Úkraínustjórn. Samkvæmt honum verður öllum kjarnaoddum í Úkraínu, 1.600 að tölu, eytt. í frétt The New York Times fyr- ir rúmum mánuði sagði, að banda- rískir sérfræðingar hefðu rætt þá hugmynd að beina kjarnaflaugun- um á haf út og sagði blaðið, að 24 staðir hefðu komið til tals. Var það talið hugmyndinni til ágætis meðal annars, að yrði kjarnaflaug skotið af slysni, væri ekki hætta á að hún lenti á byggðu bóli. Fram kom, að meðal þeirra staða, sem rætt hefði verið um, hefðu verið íshafið eða Norður-Atlantshaf en blaðið hafði eftir háttsettum embættismönnum í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu, að hugsanleg umhverfisáhrif af kjarnorkusprengingu í hafinu hefðu ekki verið skoðuð. Ný framtíð í Evrópu Clinton lagði mikla áherslu á það í viðræðum sínum við Jeltsín, for- seta Rússlands, í gær, að Rússar og Bandaríkjamenn yrðu að vinna saman að því að tryggja frið og nýja framtíð í Evrópu. Sagði hann, að ríkin ættu að nota áætlunina um „Samstarf í þágu friðar" til að treysta böndin sín í milli. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkra- inu og þriðja mesta kjarnorkuveldis- ins, á pappírnum a.m.k., kemur til Moskvu í dag til að undirrita samn- inginn um eyðingu kjarnavopna í landinu en í gær voru fréttir um vaxandi andstöðu við hann á úkra- ínska þinginu. Sjá „Forseti dúmunnar ...“ á bls. 20. Spánveijar setja fram kröfur vegna EB-viðræðna Norðmanna Fiskveiðar við Svalbarða verði tmdir yfírstjóm EB Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbladsins. SPÆNSK stjórnvöld krefjast þess að Evrópubandalagið, EB, fái yfirumsjón með stjórn fiskveiða við Svalbarða fái Noregur aðild að bandalaginu, að sögn Dagbladet í Noregi. Blaðið segir að samn- ingamenn Norðmanna í Brussel liafi vísað kröfunni algerlega á bug. Norðmenn hafa krafist þess i aðildarviðræðunum að fá að ráða sjálfir yfir' fiskimiðum innan 200 sjómílna lögsögunnar við Sval- barða og sama gildi um leyfi til vinnslu hráefna á borð við olíu og gas á hafsbotni. Krafa Spánveija, sem barst til Brussel á miðviku- dag, mun hafa valdið miklum taugatitringi í röðum samninga- mannanna norsku. Spánveijar benda á að krafa Norðmanna til yfirráða á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða styðjist við veik alþjóðalagarök. Finnar eru eina þjóðin sem viður- kennt hefur kröfur Norðmanna til þess að stjórna fiskveiðum á svæð- inu. Segjast hafa sögulegan rétt Auk ofangreindrar kröfu vilja Spánveijar fá að veiða aukalega 7.000 tonn af fiski í norskri fisk- veiðilögsögu og krefjast þess að gildandi skiptingu á sameiginleg- um kvóta EB-landa í lögsögunni verði breytt. „Við höfum söguleg- an rétt til þorskveiða á miðum við Noreg,“ sagði Alberto Navarro Gonzales, fulltrúi í spænska sjáv- arútvegsráðuneytinu. -----*-*-■*--- Hagvaxtaraukn- ingíBretlandi London. Reuter. HAGVÖXTUR í Bretlandi er lík- lega meiri en opinberar tölur gefa til kynna og líklegt er, að atvinnu- Ieysi minnki verulega á árinu. „Vöxtur efnahagslífsins er 3% og líklega meiri miðað við heilt ár og það er vafalaust skýringin á því, að atvinnuleysi hefur minnkað meira en búist var við,“ sagði breskur hag- fræðingur í gær og eftir öðrum var haft, að ársvöxturinn yrði örugglega vel á fjórða prósentið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.