Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t JÓHANNES HALLDÓRSSON, Mávahlíð 15, Reykjavfk, frá Gröf, Rauðasandi, er andaðist þann 19. mars, verður kvaddur frá Fossvogskapellu 23. mars kl. 15. Jarðað verður í Sauðlauksdal laugardaginn 25. mars. Systkini hins látna. Eiginmaður minn, JÓHANNES STEFÁNSSON frá Norðfirði, til heimils að Bólstaðarhlíð 45, lést á heimili sínu 20. mars. Fyrir hönd aðstandenda. Soffía Björgúlfsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR frá Kaldbak, Eyrarbakka, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 19. mars. Inga Guðjónsdóttir, Gunnar Olsen, Alda Guðjónsdóttir, Jón Gunnar Gíslason, Guðmundur Guðjónsson, Guðbjörg Vígiundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um dóttur okkar, systur og mágkonu, BERGÞÓRU GUÐRÚNU ÞORBERGSDÓTTUR, fer fram í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 23. mars kl. 15.00. Vinsamlegast minnist hennar með framlögum til Samtaka um tónlistarhús, Aðalstræti 2, sími 562 9277. Hildur Bjarnadóttir, Þorbergur Þorbergsson, Bjarni Þorbergsson, Tinna Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Brjánn Þorbergsson. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sfðast til heimilis á Hrafnistu i Reykjavík, (áður Hátúni 8, Reykjavík), fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. mars kl. 15.00. Eiður Steingrfmsson, Soffía G. Þorsteinsdóttir, Rósa Sólveig Steingrfmsdóttir, Már Þorvarðarson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, Kópavogsbraut 1, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni þriðjudagsins 21. mars sl. María Hafliðadóttir, Hafliði Örn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Jórr Frímann Eirfksson, Sigrfður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞÓRIR KONRÁÐSSON bakarameistari, Krummahólum 29, Reykjavfk, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. mars. Fylkir Þórisson, Helga Þórisdóttir, Jens Þórisson, Jón Þórisson, Konráð Þórisson, Vörður Þórisson, Þorbjörg Þórisdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Bárbel Valtýsdóttir, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Margret Benedikz, Ólafur R. Pálsson. HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Hólmfriður Guðmundsdótt- ir fæddist í Litlu-Tungu í Miðfirði í Vestur-Húnavatns- sýslu 18. ágúst 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvítasunnukirkjunni á Akur- eyri 28. febrúar. AÐ LÖNGU dagsverki loknu er Hólmfríður Guðmundsdótir gengin inn til fagnaðar herra slns. Foreldr- ar hennar voru hjónin Kristveig Sig- valdadóttir og Guðmundur Guð- mundsson. Systkinin sem upp kom- ust voru fimm og var hún í miðið. Elstur var Jóhannes, þá Kjartan, síðan Hólmfríður, Sigvaldi og yngst er Margrét sem býr í Reykjavík. Skólaganga Hólmfríðar var stutt, eins og þá var oft siður til sveita, en það háði henni ekki á lífs- göngunni, því eðlisgreind hafði hún góða og var vel ritfær. Mörg falleg ljóð orti hún til vina sinna og sam- ferðamanna. Hólmfríður dvaldi í Miðfirði í Litlu-Tungu og í Tjarnarkoti lengst af, en fór einn vetur til Reylq'avíkur og þar komst hún fyrst á kristilega samkomu hjá Hjálpræðishernum, þá rétt um tvítugt, og kynntist vel foreldrum Óskars Jónssonar á Hem- um. Hún sótti reglulega samkomur hjá Ármanni Eyjólfssyni á Njálsgöt- unni. Fréttir bárast norður til Akur- eyrar af þessari lifandi trúuðu stúlku sem var svo djörf og einlæg í trúnni. í árslok 1933 fluttist hún til Akureyrar og bjó lengst af á Oddeyrargötu 11. Hún vann sam- fleytt í ullarverksmiðjunni Gefjuni til ársins 1951 og undi hag sínum vel eins og eftirfarandi vísur, sem húm samdi, gefa til kynna. - Gaman er á Gefjun giöð ég uni þar. Góður Guð á hæðum, gefur bænasvar. Ánægjan er yfir mér, eins og fyrr í dag. Glöð ég vinn í gami hér og Guð minn blessar hag. Hún hætti þá störfum og sneri sé að líknar- og hjúkranarstörfum heima á Oddeyrargötu 11 og sinnti þar tveimur trúsystram, þeim Guð- rúnu Oddsdóttur og Rósu Randvers- dóttur. Eftir andlát þeirra sneri hún sér að öðra starfi, sem henni var hugleikið, að breiða út „gott kristi- legt lesefni", „eða bamið sitt“, eins og hún orðaði það sjálf, og notaði bamakerra til að hafa blöð og bæk- ur í. Hennar svæði var Akureyri og sveitir Eyjafyarðar, Vestur-Húna- vatnssýsla og ekki gleymdi hún eyj- unum, Hrísey og Grímsey. Árið 1981 greindist hún með ólæknandi sjúkdóm, sem var bólga í slagæð á gagnauga og lyfin sem hún þurfti að taka ollu mikilli úrkölkun í hrygg og seig hún talsvert saman. Bamakerranni var þá lagt, en „barnið hennar" lifði. í stað þess að ganga um og selja blöð og bæk- ur kom hún oft eða hringdi á safn- aðarskrifstofuna til að kaupa bækur handa ættingjum og bænabömum sínum. Jólagjafir hennar vora „gott kristilegt lesefni“. í gegnum það hafði hún fengið að upplifa þá mestu gleði, sem nokkur maður getur reynt, frelsið í Kristi Jesú og það vildi hún einnig að bænabömin og ættingjar hennar fengju að upplifa. Árið 1936 var Hvítasunnusöfn- uðurinn stofnaður hér á Akureyri og var hún einn af frumherjunum, meðlimur nr. 5. Hún var alla tíð ein af trúföstustu meðlimum safnaðar- ins og ekki lét hún veður eða þreytu halda sér frá samkomunum. Hólmfríður var ekki mikið fyrir ytra skart og glingur og krafðist einskis, en lét sér nægja sinn deilda verð. Hún hafði lægsta ellilífeyri, aðeins um 35.000 krónur á mánuði, og af þessum fáu krónum lagði hún töluvert til starfsins. Já, Guð hafði lagt kirkjubygginguna á hjarta hennar. Hún hafði bók, sem hét „af sérstökum tilefnum". Það byijaði þannig að hún þurfti að skipta um gömlu útidyrahurðina á Oddeyrar- götu 11. Þegar til átti að taka kom í ljós að hægt var að laga gömlu hurðina og kostaði það aðeins brot af nýrri hurð. En mismunurinn fór ekki í hana sjálfa, hann var lagður inn á bókina, „af sérstökum tilefn- um“. Hún sagði upp áskrift að dag- blaðinu Degi, en áskriftargjaldið fór inn á bókina „af sérstökum tilefn- um“. Með reglulegu millibili hringdi Fríða í afgreiðslu Dags til að spyija hvort áskriftargjaldið hefði ekki hækkað og öfugt við aðra áskrifend- ur varð hún svo glöð, þegar hækkun átti sér stað, því þá gat hún lagt meira inn á bókina „af sérstökum tilefnum“. Þegar húseignin á Oddeyrargötu 11 var seld lét hún hveija einustu krónu af sínum- hluta eignarinnar renna til kirkjubyggingarinnar og var hún svo glöð að geta gert þetta á meðan hún lifði. Eg gleymi ekki brosinu hennar þegar hún kom með gjafír sínar. Fljótlega eftir að við hjónin flutt- um til Akureyrar fundu bömin okk- ar ömmur á Oddeyrargötu 11. Oft fóra þau í heimsókn til Fríðu, Heiðu og Þrúðu á Oddeyrargötuna og fengu pönnukökur, sem Fríða hafði bakað, og aldrei gleymdu þær af- mælum bamanna. Þegar hún veikt- ist og engar pönnukökur vora á boðstólum spurði sonur okkar Þrúðu, hvort hún kynni ekki að baka pönnukökur. Þegar Þrúða svaraði því neitandi hvatti hann hana til að læra það. Hann lét hana einnig vita að nú ætlaði hann að hætta að koma í heimsókn. Ástæðan var, að Fríða færi að deyja. En Fríða var ekkert að deyja. Ég minnist samverastundanna á Oddeyrargötunni. Þangað vora allir velkomnir og oft var litla stofan þéttsetin af fólki, sem lofaði Guð í söng og hljóðfæraleik. Á slíkum stundum var Fríða í essinu sínu. Þessar stundir líða seint úr minni. Þegar við byijuðum að byggja þessa nýju kirkju og ég lagði arki- tektinn fram til fyrirbænar lét hún ekki þar við sitja. Hún fór að venja komur sínar á stofuna hans með pönnukökur og „gott kristilegt les- efni“. Hann var einn af mörgum bænabömunum hennar. Fríða stóð ekki á torgum og hrópaði, en trú- boði var hún. Þegar ég hringdi eða hitti hana og spurði hvemig hún hefði það í dag var svarið ævinlega; „Þökk og lof“ eða „Guð er góður“. Ekki kvart- aði hún að fyrra bragði, en sagði gjarnan er hún var spurð um heilsu- far: „Takk fyrir, það mætti vera betra." Hún lifði fyrir líðandi stund. Hún velti sér ekki upp úr fortíðarvanda eða hafði áhyggjur af framtíðinni, og þegar læknirinn hennar sagði að hjarta hennar væri orðið veikt svaraði hún svo ósköp rólega: „Það endist mér.“ Hólmfríður var orðvör og dæmdi engan, en hafði hreinar línur gagrt- vart synd og náð og kallaði ekki rangt rétt. Osk Fríðu var að vera sönn bæna- kona. Hún átti sér bænabók og skráði öll þau nöfn og bænarefni sem hún bað fyrir. Fyrsta nafnið í bænabókinni var Lilja Óskarsdóttir, kristniboðinn okkar í Eþíópíu. I seinni tíð hafði Guð lagt á hjarta hennar að biðja fyrir fyrirtækjum bæjarins og veðrinu. Síðustu árin bjó hún í Borgarhlíð 4d eða þar til hún var flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hún andaðist 85 ára að aldri. Bænakonan Fríða er farin og skarð hefur myndast í bænamúrinn. í dag leitar Guð að einhveijum sem vill skipa sér í skarðið, landinu okkar til vamar. Himinninn hefur eignast en við höfum misst og henn- ar verður sárt saknað. Það er dýrmætt að fá að kynnast fólki sem er jafn heilsteypt og fals- laust í trú sinni og Hólmfríður var. Blessuð sé minning hennar. Vörður L. Traustason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar, Akureyri. Sér unni engrar hvíldar var öðrum gleðilind, hún sáði sannleiksorði þar sðnn var fyrirmynd. Hún kynnti blðð og bækur með brosið kunna á vðr, og stórar fómir færði ei fékkst um eigin kjðr. Hér augljóst athöfn hennar ber ávöxt sem og tal. Nú hefur kallið hljómað frá himins dýrðarsal. Hún greindi andblæ orðsins það eins á hinstu stund. Og sæl hún leið að lokum á Lausnara síns fund. (Jóhann Sigurðsson) Cranio-Sacral Balancing Jöfnun höfuöbeina- og spjald- hryggkerfis hefur skilað árangri m.a. í endurhæfingu, gagnvart langvarandi verkjum og ýmsum þroskaseinkunum. Nám í þrem- ur stigum 150 klst. Vegna for- falla eru tvö pláss laus á 1. stig 25.-31. mars. Upplýsingar í sfma 641803. □GLITNIR 5995032219 I 1 FRL. ATKV. □ HELGAFELL 5995032219 Vl/V 2 - Frl. I.O.O.F. 9 = 1763228V2 = 9.II I.O.O.F. 7 = 3228V2 =FV. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Kristniboðs- hópurinn Básúnan sér um efnið. Allir velkomnir. Líföndun 7 vikna námskeiö hefst í dag kl. 20.00. S4lfn««lþjánuau, Gunnars Gunnarss., simi 641803. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður er Absalom Dlam- ini, orku- og umhverfismálaráð- herra Swazilands. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Aðalfundur Ferðafélags íslands 1995, Mörkinni 6 Miðvikudaginn 22. mars verður haldinn aðalfundur Ferðafélags fslands. Fundurinn hefst kl. 20.00. Félagsmenn sýni félags- skirteíni (1994) við innganginn. Fundarstaður er Mörkin 6 (nýi salurinn). Venjuleg aðalfundar- störf. Ferðafélag fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.