Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D l.TBL. 85.ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprenging í Damaskus > ---------------- Israelum kennt um tilræðið Nikosiu. Keuter. NÍU manns létust og 44 slösuðust þegar sprengja sprakk á strætis- vagnastöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, á gamlársdag, að sögn talsmanns ríkisstjómar landsins. Skellti hann skuldinni á „útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad" sem hann sagði áfram um að stöðva friðarumleitanir í Miðausturlöndum, að sögn sýrlensku fréttastofunnar SANA. Að sögn SANA hafði sprengjunni verið komið fyrir í farangursrými eins strætisvagnsins og hefði hún sprungið rétt eftir að hann ók út af stöðinni. Erlendir stjórnarerindrekar í Dam- askus segja, að lögregla hafi girt af strætisvagnastöðina og nálæg hverfi. Ekki er vitað hveijir komu sprengjunni fyrir. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, Nichol- as Burns, varaði Sýrlendinga ein- dregið við „villtum og óábyrgum" ásökunum um ábyrgð á tilræðum án þess að hafa neinar vísbendingar í hendi. Slíkt tal væri ekki til þess fallið að stuðla að friði. Burns sagði mörg sprengjutilræði hafa verið framin í Damaskus á und- anförnum mánuðum sem bandarísk yfírvöld kynnu enga skýringu á. Sprengingar, sem urðu í borginni snemma á síðasta ári, voru kenndar einhveijum hópum í Tyrklandi. ♦ ■■■»....♦ • Tyrkir und- irbúa leið- togafund Ankara. Reuter. Reuter Mættur til starfa KOFI Annan hóf í gær starf sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og var myndin tekin er hann mætti til vinnu. Við það tækifæri sagðist hann vænta þess að aðildarríkin stæðu við skuld- bindingar sínar gagnvart stofnun- inni. Atti hann þar einkum við Bandaríkjamenn, sem skulda rúm- lega tvo milljarða dollara, hátt á annað hundrað milljarða króna, í aðildargjöld. Annan sagði að strax yrði hafinn undirbúningur að breytingum á starfsemi SÞ sem aðildarríkin vildu að ættu sér stað. Breytingar á bandarískum lögum Sviptir bótum á einu bretti MIKLAR breytingar urðu á banda- rískum lögum á nýársdag, bæði á landslögum og löggjöf einstakra ríkja og eru áhrifin margvísleg. Meðal annars hætti ríkið að borga 92.000 fíkniefna- og áfengissjúkl- ingum bætur frá áramótum á þeirri forsendu að atvinnuleysi þeirra stafi eingöngu af fíkn í þessa vímugjafa. Flestir löglegir innflytjendur í Alabama, Kentucky, Suður-Karól- ínu og Wyoming misstu réttindi til velferðarstyrkja frá áramótum. Fjölskyldur, þar sem tekjur hjóna eru undir 115.000 dollurum, eða 7,7 milljónir króna, fá 5.000 doll- ara, 350.000 króna, skattaafslátt ættleiði þau barn. Þá verður fólki á aldrinum 65-69 ára heimilt að afla sér 13.500 dollara tekna, 905 þúsund króna, án þess að velferð- arstyrkir þeirra skerðist. Afnám 10% skatts á flugfar- seðla hyggjast flugfélögin hins vegar ekki ieyfa farþegum sínum að njóta í lækkun fargjalda, heldur hirða ávinninginn ein. í Kaliforníu verður sumum bamaníðingum héðan í frá gert að sæta geldingu með lyfjagjöf. Þá verður 16 ára börnum og yngri í Flórída skylt að hafa hjálm á höfði er þau sitja hjólhest. í Michigan- og Wisconsin-ríkj- um verður héðan í frá heimilt að svipta feður, sem draga í þijá mánuði að greiða meðlagið, öku- skírteini eða öðrum starfsréttind- um. í Arizona verður hjónum sem sækja um skilnað skylt að sækja námskeið um áhrif skilnaðar á börn. Þá verður refsing fyrir manndráp bílstjóra af gáleysi auk- in úr 4-10 ára fangelsisvist í 15 ára til lífstíðarvistar. Olíuverð á heimsmörkuðum Hækkanir vegna kulda London. Reuter. OLÍUVERÐ hækkaði er markaðir voru opnaðir í gær og er orsökin óvenju miklir kuldar í mestum hluta Evrópu og sums staðar í Banda- ríkjunum. Einnig hækkaði verð vegna þess að Kínveijar þurfa að flytja inn milljón tonn af dísilolíu í næsta mánuði. Verðið á fatinu af Brent-olíu sem keypt verður í febrúar hækkaði í gær um 56 sent frá því fyrir áramót og fór í 24,37 dollara í London. Enn var verðið þó um 70 sentum undir því sem það fór í fyrir nokkrum mánuð- um er það var hærra en verið hafði í sex ár. Heimildarmenn töldu að það met yrði ef til vill slegið á næstunni ef ekki drægi úr kuldunum. „Við teljum að olíuverðið verði til skamms tíma sveiflukennt en fremur í áttina til hækkunar," sagði Alan Haywood hjá olíudeild Bankers Trust International. Birgðir munu vera óvenju litlar í Þýskalandi sem notar meira af olíu en öll önnur Evrópulönd. Reuter STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Serbíu fjölmenntu á mótmælafundi í Belgrad í gær 46. daginn í röð. I gær barst þeim liðsauki er Pavle patríarki serbnesku kirkjunnar og aðrir helstu leiðtogar hennar gagnrýndu stjórn Milosevics fyrir að ógilda kosningasigur stjórnarandstöðunnar í stærstu borgum landsins og sökuðu hann um að kynda undir borgarastyrjöld til að halda völdum. HÁTTSETTIR embættismenn frá átta íslömskum ríkjum hittast í Ist- anbúl í Tyrklandi á morgun, laugar- dag, til þess að ræða aukið efnahags- samstarf og undirbúa hugsanlegan leiðtogafund ríkjanna. Tyrkneskir embættismenn sögðu, að hugsanlega gæti orðið af leiðtoga- fundi ríkjanna átta fyrir marslok, en þau eru Tyrkland, Egyptaland, íran, Pakistan, Nígería, Bangladesh, Mal- asía og Indónesía. Tilraunir Necmettins Erbakans, forsætisráðherra, til að efla tengsl NATO-ríkisins Tyrklands við ríki múslima hafa valdið vestrænum bandamönnum Tyrkja áhyggjum. Erbakan mun setja fundinn á morgun en hann hefur lagt sig fram um að heimsækja ríki múslima frá því hann komst til valda í júní sl. Stjórnarandstöðuleiðtogar í Serbíu óttast gagnaðgerðir af hálfu Milosevics Varað við hættu á ofbeldi Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR andófs stjórnarandstöðunnar í Serbíu vöruðu í gær við því að til átaka gæti komið ef Siobodan Milosevic forseti viðurkenndi ekki sigur stjórnarandstæðinga í sveitarstjórnarkosningum í haust. Reiði stjómarandstæðinga beinist nú mjög að ríkissjónvarpsstöðinni og dagblaðinu Politika en hvorugur þessara ríkisQölmiðla hefur greint frá því hve þátttakan í mótmælunum er mikil. Úti á lands- byggðinni veit almenningur oft ekki neitt um mót- mælin í Beigrad sem staðið hafa í 46 daga. Um 250.000 manns komu saman á gamlárs- kvöld í miðborg Belgrad og mótmæltu Milosevic en ríkísfjölmiðlarnir sögðu aðeins að nokkrir borg- arbúar hefðu fagnað þar nýárinu. Stúdentar héldu á nýársdag á logandi kertum við húsakynni fjölmiðlanna tveggja til að syrgja „andlát sannleikans", einnig blístruðu þeir og börðu potta, pönnur og trumbur til að þagga á táknrænan hátt niður í fréttaflutningi stofnananna tveggja. Um 10.000 stúdentar tóku þátt í aðgerð- unum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings útvarps- stöðvarinnar B-92 og tímaritsins Vreme en hvor- ugur þessara gölmiðla nær að ráði til fólks á lands- byggðinni. „Ég held að veldi Milosevics sé að hrynja," segir Milos Vasic hjá Vreme. „Meira að segja fréttamennirnir hjá RTS [sjónvarpinu] eru búnir að fá nóg. Heimildarmenn okkar segja að aðeins fjórir menn, sem allir njóta gæslu lífvarða, skrifi fréttirnar og þrír þeirra hlusti á B-92 til að heyra það sem þeir mega ekki segja frá.“ ■ Reynt að kæfa/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.