Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Blaðsíða 1
79. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1965 NÚMER 38 Jletmsíirtngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 Víðkunnur efnafræðingur látinn í Brattahlíð ('við Þingvallavain). Guðs rödd í blænum í Brattahlíð, blessun á hverju strái, auðn minnar þjóðar örlagavíð, yfir himininn blái. Geng jeg aleinn um grýttan svörð, gleymi tíma og rúmi, hjer rís ættanna óðalsjörð upp úr sagnanna húmi. Þögnin heilaga þylur ljóð, þitt er að leggja við eyra, rekja þar sporin — reynslunnar slóð, reyna að sjá og heyra. Hengill og Skjaldbreiður halda vörð, himna-marvaðann troða, nýjan himinn og nýja jörð nýjum augum jeg skoða. Árni G. Eylands. Fréttir frá íslandi Endurvígi Dr. Thorbergur Thorvald- son, sem í fjölda mörg ár var prófessor við fylkisháskólann í Saskatoon, Sask. og forseti efnafræðisdeildarinnar lézt um miðnætti á mánudaginn 4. okt. Hann var víðkunnur bæði í Canada og erlendis fyrir rannsóknir sínar og uppgötvanir í efnafræði, sér- staklega varðandi stein- steypu, og hlaut margskonar viðurkenningar fyrir það starf, t. d. var hin nýja bygg- ing fyrir efnafræðisdeild há- skólanns nefnd eftir honum. Hann var sonur hinna mætu landnámshjóna Þorvaldar Þorvaldssonar, smiðs og bónda í Arnesbyggð og Þuríðar Þorbergsdóttur. — Hann lætur eftir sig konu sína Margrétu dóttur Wil- helms H. Paulson fyrrv. þing- manns í Saskatchewan. Dr. Thorbergur var trúr sínum uppruna; honum var annt um að íslendingar yrði sér og þjóðarbroti sínu til frama við háskólann, og sendi Dr. Thorbergur Thorvaldson hann íslenzku blöðunum jafn- an nöfn þeirra nemenda af íslenzkum ættum, sem luku prófi við háskólann. Þessa stórmerka vísindamanns verð- ur nánar getið síðar. Útför Dr. Thorbergs verður gerð frá Grosvenor kirkjunni í Saskatoon kl. 2 e. h. á fimmtudaginn. BRÉF FRÁ Vigfúsi Guðmundssyni Ég hef verið austur í Hvera- gerði í mánaðartíma í heilsu- hælinu, þessvegna strjálli fréttir að heiman. Heilsuhæl- ið alltaf fullskipað, yfir 100 manns; margir alltaf á bið- lista. Ágæt stofnun; er að verða metin eins vel og hælin með jarðhitann í Nýja Sjá- landi. Ráðunautur var að halda útvarpsræðu um garðávexti. Hvað hann þá vera í góðu lagi; góður vöxtur í kartöfl- um og mörgu fl. Útlit fyrir að blaðamanna verkfall verði bráðlega, og það getur orðið til að blöð koma máski ekki út um tíma. — Sláturtíð er að ljúka; féið yfirleitt heldur vænt. Góð tíð, alltaf logn, og blíða. — V. G. 29. sept. * * * Veitt frí úr skólum vegna anna við síld Mikil síld Mikið hefur verið rætt um skort á vinnufli á Austfjarða- höfnum að undanförnu, nú þegar hausthrotan virðst vera að byrja á síldveiðunum og allt aðkomufólk er horfið á brott, og hafa skilið síldar- saltendur eftir aðstoðarlausa þar eystra. 1 dag barst svo blaðinu fréttatilkynning frá Menntamálaráðuneytinu, þar sem skýrt er frá, að nemend- ur í framhaldsskólum sem starfa um borð í síldariðnað- inum á Austurlandi, hafi fengið leyfi til þess að mæta ekki í skólum fyrr en 14. okt. næst komandi. Tíminn 24. sept. Suriur fékk flesi atkvæði á kvikmyndaviku fræðslumynda Kvikmynd Osvalds Knud- sens um Surtseyjargosið „Surtur fer sunnan“, fékk flest atkvæði sem bezta fræðslukvikmyndin á fræðslu kvikmyndaviku Ev- rópuráðsins í Edinborg í fyrri viku, en þar voru sýndar 38 kvikmyndir frá 13 löndum. — Einnig var sýnd kvikmynd Osvalds um öræfasveit, — „Sveitin milli sanda“, .— og hlaut hún líka atkvæði, þó ekki væri hún í flokki 10 efstu. Stefán Júlíusson, forstöðu- maður Fræðslumyndasafns ríkisins, sótti þessa fræðslu- myndaviku, en þar eru saman komnir fulltrúar fræðslu- myndastofnana í aðildarríkj- um Evrópuráðsins og ýmsir sérfræðingar á þessu sviði, og einn frá hverju landi fer með atkvæði og mynda þeir dóm nefnd. —• Tilgangur þessara myndaskoðunarmóta er að at- huga og meta fræðslukvik- myndir, sem teknar hafa ver- ið í aðildarríkjunum árið áður og fram að þeim tíma sem ráðstefnan er haldin. Er mælt með 10 beztu myndun- um til dreifingar í aðildar- ríkjunum. Er ætlunin að kvikmyndadeild Evrópuráðs- ins styrki dreifingu þeirra 10 mynda, sem fulltrúafundur- inn mælir með og taki þátt í að gera texta við þær fyrir þær þjóðir, sem illa eru á vegi staddar í þessum efnum. Stefán sagði að forseti ráð- stefnunnar, Mr. Madison, frá Kvikmyndastofnun brezku upplýsingaþjónustunnar, hefði Næstkomandi sunnudagur, Þakkarhátíðin 1965 verður merkisdagur í sögu Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Verður þá lokið hinni miklu breytingu sem gerð hefir ver- ið á kirkjunni hið innra. Hef- ur sú viðgerð nú staðið yfir í rúma þrjá mánuði, og kostar þrjátíu þúsund dollara. Dr. V. J. Eylands. Sérstakar hátíðaguðsþjón- ustur fara íram á sunnudag- inn kl. 11 á ensku f. h. og kl. 7 að kvöldi á íslenzku. Við árdegismessuna verður kirkjan formlega tekin til notkunar á ný, og endurvígð, eins og venja er þegar um nýjar innréttingar og kirkju- muni er að ræða. Vígsluna framkvæmir dr. Otto Olson forseti Central Canada deild- ar lútersku kirkjunnar í Ameríku með aðstoð sóknar- prestsins séra Valdimars J. Eylands, og flytja þeir báðir stuttar ræður. Söngflokkar kirkjunnar hafa einnig æft sig sérstaklega til þess að gera þessar athafnir sem hátíðlegastar. Allir eru ævin- lega velkomnir við guðsþjón- ustur og samkomur Fyrsta lúterska safnaðar. lagt á það mikla áherzlu á blaðamannafundi, að ís- lenzka kvikmyndin hefði fengið flest atkvæði fultrúa. Og framkvæmdastjóri skozka kvikmyndaráðsins, — Mr. Hardy, sem skipulagði og sá um þessa skoðunarviku, sagði í setningarræðu í virðulegu og fjölmennu hófi á föstu- dagskvöld, að það væri mjög gleðilegt að minnsta þjóðin, sem litla þjálfun hefði og reynslu í kvikmyndagerð, skyldi hafa borið sigur úr býtum. Að sjálfsögðu væri Surtseyjargosið mjög sérstæð- ur atburður, en það væri að- dáunarvert, hve Osvaldi Framhald á bls. 2. S. E. BJÖRNSSON: Sigurbjörn og Krist-bjcrg Sigurdsson á 50 ára giftingarafmæli þeirra 22. ágúst 1965 Aldir, ár falla, af efsta hjalla, óravegu tíða, í upphaf sitt líða. Vaka vor á heiðum og vatnaleiðum, sköp tíða skilja, í skuggsjá hylja. Una í æskusölum, og í árdölum, lífs helgiljóð, og litmynda glóð; leika um skógarlunda líðandi stunda; hugans helgidómar og hjartans ómar. Þar í laufi lék lífstrú og þrek, vilji vökumanns og vonir hans; hennar hjartans mál, hugur og sál; orð og athöfn beggja, elskenda tveggja. Eftir hálfa öld, um ævinnar kvöld, veki vinamál þeim vorljóð í sál. Færi frið og skjól, er fortíðin ól, fylling fegurst vona, frami dætra og sona. Virðing veitist þér, sem vera ber, trúi tápviður og tónlagasmiður. Lifi lundglaður listamaður, ern og ómslingur Islendingur. Virðing veitist henni, sem viðurkenni, að dýrsti sefans sjóður, er sál góðrar móður. Hún er heillamest; því heima er best. Eldur aringlóða, er aflgjafi þjóða. Heill, þakkir þeim, er um þenna heim lýsa öðrum leið, um langt æviskeið. Gullárs gleðilag og glæstan brag, syngi þeim sólarvöld, sjálf hér í kvöld.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.