Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 1
267. TBL. — 71. og 7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 frfálst, úháð dagblað Dagblaðán nkisstyrks — sjá leiðara bls. 14 • Mestaflugslys þaðsem aferárínu — sjá erl. f réttir bls.8-9 • Borgarstjóra- efni verði valið meðhliðsjón afniðurstöð- umprófkjörs — viðtal við Davíð Oddssonbls.4 ff Tilhamingju meðhiðnýja ogsameinaða blað" — Flugleiðamaður sendir DV pistilinn — sjá lesenda- bréfin bls.6-7 Mannlíf — sjábls. 11 Fólk — sjá bls. 16 • Kjallaragrein Vilmundar -sjábls. 14-15 BiðstöðSVR drykkjubæli? -sjábls.5 íþróttir -sjábls. 18-19 22 dagar TILJÓLA VORUVERÐK) ÆÐIR FRAM ÚR KAUPINU — Verðkönnun DV á Akureyrí sýnir 68% hækkun á einu ári meðan kaup hækkaði um 50% Hefur ein nýkróna minna gildi í hugum okkar en hundraðkallinn gamli? Hefur verðskyn okkar ruglast enn meir við myntbreytinguna en 'tður? Verðkönnun sem Dagblaðið& Vísir lét gera í verslunum á Akureyri bendir eindregið til þess. Þar kemur fram að verð á neysluvörum hefur hækkað um 68% á rúmu ári á sama tíma og almenn laun hafa aðeins hækkað um nær 50%. Þessi verðkönnun var gerð í nóvember siðastliðnum og athugað var verð á nákvæmlega sömu vöru- tegundum til samanburðar í sömu verslun og verðkönnun Visis 3. september 1980. Könnunin náði til 42ja vöruteg- unda, sem flest heimili þurfa á að halda til daglegra þarfa. Hækkunin reyndist mjög mismunandi frá einni vörutegund til annarrar. Til að mynda höfðu egg hækkað um 206% en púðursykur hafði hins vegar ekki hækkað nema um rúm 3%. Kaffi hækkaði heldur ekki nema um 8% en þar á móti komu miklar hækkanir á öðrum vörutegundum, svo sem te- kexi um 101%, óblönduðum ávaxta- safa um 109% og hveiti um 112%. -GS, Akureyri/-KS. —sjábls. 12 Viðgerðarmenn unnu um helginu við viðgerðir á stma- og rafinagnsilnum í Fáskrúðs- staðarllnu og svipað var ástatt um slmastaurana. Rafinagn og sími fóru afBúðakaup- jjarðarhreppi eftir óveðrið sem gekk yfir Austfirði á dögunum. Eins og greint varfrá I túni. Snjór var mjög blautur og því erfittfyrir viðgerðarmenn að komast leiðar sinnar. blaðinu á laugardag, brotnuðu að minnsta kosti tiu rafmagnsstaurar I Kolfreyju- -JH/DB-mynd Ægir Fáskrúðsfirði. Eftir óveðrið á Austfjörðum: Viðgerðarmenn önnum kafnir Reiði og undrun í Noregi: RÆNA ÁTTIKRÓNPRINSINUM Frá fréttaritara D&V i Noregi, Jóni Einari Guðjónssyni: Norðmenn sátu felmtri slegnir i gærkvöldi, þegar útvarp og sjónvarp birti frétt um að upp hefði komist að glæpamenn hefðu lagt á ráðin um að ræna hinum sjö ára gamla krónprinsi Hákoni Magnúsi. Samkvæmt áætlun átti að ræna prinsinum á sumarsetri foreldra hans síðastliðið vor eða sumar. Ræningj- arnir ætluðu síðan að fara með hann til útlanda og krefjast 20 milljóna norskra króna i lausnargjald. Maðurinn á bak við tilræðið heitir Martin Petersen. Hann var hand- tekinn fyrir rúmlega mánuði grun- aður um eitt bankarán. Síðan hefur hann viðurkennt fyrir dómstólum að hafa verið viðriðinn að minnsta kosti 14 bankarán og þar með er hann orðinn stærsti bankaræningi Norður- Evrópu. Ásamt aðstoðarmanní sínum hafði Martin leikið lausum hala án þess að lögreglan hefði nokkru sinni grunaö þá. Það var þessi aðstoðar- rnaður hans sem leysti síðan, fyrir viku, frá skjóðunni og sagði frá áætl- un þeirra félaga um ránið á prinsin- um. Hann skýrði svo frá að hann hefði fengið Martin til að ieggja áætl- uninaáhilluna. Samkvæmt óstaðfestum heimild- um ntun Martin ekki hafa sinnt þess- ari bón félaga síns heldur reynt að fá aðstoð erlendis frá, m.a. frá hryðju- verkamönnum í Vestur-Þýskalandi. Foreldrar Hákonar Magnúsar, þau Haraldur prins og Sonja prinsessa, komu heim frá Afriku í gær þar sem þau voru i opinberri heimsókn og fengu þau að heyra fréttina á flug- vellinum. Hingað til hafa börn þeirra tvö ætið verið i fylgd eins öryggisvarðar. Telja má víst að öryggisgæsla vcrði nú hert til rnuna. Lögreglan hafði reynt að halda þessari frétt leyndri eins lengi og hægt var af ótta við að geðsjúkir glæpamenn gætu hrint álika til- raunum f framkvæmd. -JEC/SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.