Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 1
maður kærður fyrir að nauðga pilti í Safari — Kæran dregin til baka Karlmaður um þrítugt var kærður fyrir aö hafa nauðgað tvítugum pilti meö aðstoð tveggja kunningja sinna á skemmtistaðnum Safarí aðfara- nótt síðastliðins laugardags. Kæran var síöan dregin til baka. Að sögn Jóhannesar Lárussonar, eiganda Safarís, gerðist þessi atburður inni á salerni staðarins laust eftir kl. 03, um það leyti er veriö var að hleypa gestum út af staðnum aö loknum dansleik. Mennirnir þrír munu hafa komið að piitinum drukknum og neytt afis- munar. Lögreglan var kölluð á staðinn kl. 03.45 um nóttina og í dagbók stendur aö piltur hafi kært nauðgun á Safari. Þegar lögreglan kom á staðinn dró piUurinn kæruna til baka og vildi ekkert gera í málinu. Tveir menn munu hafa verið færðir upp á lög- reglustöð vegna þessa atburðar en sleppt strax. Engar skýrslur voru skrifaðar um þetta atvik hjá lögregl- unni. „Við lítum mjög alvarlegum augum á þetta vandamál, sem við höfum verið hvað harðastir að taka á, og við munum gera allt sem við getum til aö koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,” sagði Jóhannes Lárusson í samtali við DV. -GB Tómas Árnason, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, tók i morgun nýja Mercedes Benzbilinn sinn inotkun. „Eg keypti bílinn á sama hátt og tugir ráðherra, úr öllum flokkum sem átt hafa ráðherra, hafa gert fyrr og siðar, "sagði Tómas fyrir utan Rœsi i morgun. „Bíllinn var ekki tilbúinn til afgreiðslu fyrr en i nóvember svo ég ákvað að nota hann ekki fyrr en eftir veturinn. Ráðherrabilstjórinn minn bauðst til að geyma bílinn og hefur gert það. Pólitísk skrif um suma en ekki aðra, sem eins hefur staðið á um, eru augljós áróður og að engu hafandi," sagði Tómas. -KMUIDV-mynd: GVA. Mútumálið í Belgíu: Komíljósvegna rannsóknar ásölu Ásgeirs til Bayem sjá íþróttir Sáttafundurhjábiskupivegna deilunnaráBergþórshvoli 1 _________________— sjá bls. 2 UmræðuráAlþingium Dagsbrúnarsamkomulagið — sjá bls. 5 „HULDUHERINN” STYÐUR ALBERT SEM RÁÐHERRA —Albert útilokar framboð til forseta Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra fékk einróma stuðning við á- framhaldandi setu í ráðherraembætti á f undi „hulduhersins” í gærkvöldi. „Hulduherinn” svonefndi er hópur stuðningsmanna Alberts sem kemur reglulega saman til fundar. Á 50 manna fundi á Hótel Sögu síödegis í gær var skorað á Albert að segja ekki af sér ráðherraembætti heldur halda á- fram á sömu braut. Albert sagði sjálfur á fundinum að enginn raun- verulegur ágreiningur væri meðal sjálfstæðismanna um samkomulag hans við Dagsbrún. Sagðist hann ekki skilja annað en þær deilur myndu leys- ast þegar búið væri að fara nánar ofan í saumana á því máli. Samkvæmt heimildum DV var ákveðið á þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins að fulltrúar flokksins ræddu málið viö f jármálaráðherrann. Albert hitti síðan Þorstein Pálsson, formann flokksins, að máli í Valhöll í gærmorgun þar sem þetta ágreiningsmál var leyst með því að gera minna úr samkomulaginu en efni stóðu til. Albert gaf þó ekki ótvíræða yfir- lýsingu um að hann myndi ekki segja af sér embætti á fundi „Hulduhersins”. Afstaða hans mun einnig ráðast af því hvernig tekið verður á málinu á ríkisstjórnarfundi í dag. Hins vegar lýsti Albert því yfir að hann myndi ekki verða í kjöri í næstu forsetakosningum. Sagði hann aðhann myndi aldrei fara að bjóða sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur meöan hún gæfi kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Islands. En hann úti- lokaði ekki möguleika á forsetafram- boði ef Vigdís kysi að hætta í embætti. Albert greindi jafnframt frá því að f jölmargir stuðningsmenn hans úr síð- ustu forsetakosningum hefðu hvatt hann til framboös og boðist til að skipu- legg ja fyrir hann kosningastarfiö. -ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.