Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. 11, „SIGTRYGGUR VANN” Sigtryggur Sigurðsson er iands- þekktur afreksmaður i mörgum íþróttagreinum, nú nýverið nýbakaður Islandsmeistari i tvimenningskeppni í bridge. Sigtryggur starfar sem húsamólari og er meistari i faginu. „Þetta snýst um mólningu og sport,” sagöi Sig- tryggur aðspurður um starfið og óhugamólin. „Það var að ég held 1975 að ég varð Islandsmeistari í glímu, bridge, lyft- ingum og kraftlyftingum, en síðan þó hef ég nú heldur dregið úr allri þessari sportmennsku, er til dæmis alveg hætt- ur afskiptum af lyftingum, fyigist þó með því sem efst er ó baugi ó þeim vettvangi en alveg hættur þótttöku,” sagði Sigtryggur. „Var i þessu ó órun- um 1969—75 og læt það nægja.” Sigtryggur var einn okkar allra bestu glímumanna hér óður fyrr og er enn ó kafi i mólefnum glímumanna, hefur starfað sem glimuþjólf ari og læt- ur mikið til sin taka i félagsmólum glímumanna, m.a. ritstjóri timaritsins Glíma, mólgagns glímusambandsins. Er ekki tímafrekt að taka þótt i öllu þessu sporti? „Ekki fyrir mig persónuiega, er svona einstaka sinnum i þessu. Þaö er auðvitað misjafnt hvað menn gefa af tíma, það getur tekið tima fyrir suma, gildir þaö auövitað um aiit sport, ef menn eru dellukarlar er alveg sama hvað menn taka sér fyrir hendur, þeir eyða öllum sinum fritima í þaö.” Ert þú deilukarl? „Nei, það held ég nú ekki, enginn rosalegur dellukarl, en tek þó alltaf alvarlega þó hiuti sem ég tek mér fyrir hendur,” sagði Sigtrygg- urSigurösson. Sigtryggur taldi glimuna hina góöu, gömlu þjóöaríþrótt Islendinga, alls ekki vera að deyja út, töluverð gróska vseri i iþróttinni, og mætti t.d. minnast ó hópa innan KR og Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ, sem væru einna voldugastir. „Islandsglíman fór fram að Laugum i Reykjadal fyrir stuttu og tóku þar þótt fjölmargir keppendur viös vegar af landinu. Það mó annars segja að framtiö glímunnar ó Islandi sé hóð voðalega fóum mönnum og mó kannski ekki of mikið út af bregða til að óhuginn og skipulögð keppni snarminnki,” sagði Sigtryggur og var auöheyrt að honum er mjög umhugað um þessa gömlu sér- íslensku iþróttagrein. Sigurvegari i siðustu Islandsglímu var einmitt einn nemenda Sigtryggs úr KR, Olafur Haukur Olafsson. „Það er nokkuð góð þótttaka ó glimuæfingum hjó okkur í KR, ætli það sé ekki svona 40 manna hópur er stunda æfingar nokkuð reglu- lega.” Nýbakaður íslandsmeist- ariíbridge Islandsmót bridgemanna var haldið nýlega. Sigtryggur gerði sér þar lítiö fyrir og vann sinn þriðja Islandsmeist- aratitil i bridge. „Það vildi nú svo skemmtilega til að ég spilaði til sigurs ó móti manni sem ég hef aldrei spilað ó móti óður, Póll Valdimarssyni. Hvað olli þessu veit ég nú ekki, menn verða ekki Islandsmeistarar i bridge fyrir neinar tilviljanir, það sem þarf í góöa spilamennsku er aö menn séu jarö- bundnir og gefi hluta af sjólfum sér,” sagði Sigtryggur af mikilli innlifun, „öðruvísi getur samvinna tveggja manna í tvímenningi aldrei borið telj- andi órangur. Sigtryggur kvaðst ekki stunda neitt annað sport en þegar heföi verið minnst ó, enda kannski með ærið nóg ó sinni könnu. Ekki kvaðst bridgemeist- Sigtryggur Sigurðsson, glimu-, bridge- og lyftingakappi. DV-mynd GVA. arinn t.d. vera mikill skíðamaður. „Hef aðeins farið i eitt skiðaferðalag ó ævinni og það er alveg nóg. Þó var ég neyddur sem krakki i skóla til að fara í skiðaferöalag meö skólanum, ég fór þarna upp ó einhvern helvítis hól, þar var skólastjórinn og ætlaði að sýna mönnum hvemig ætti að renna sér og renndi sér á andlitinu niður. Þó fór ég af skiðunum og labbaði niður. Síöan hef ég ekki sést ó skíðum. ” hhei. SEM BREYTTIST Á EINNINÓTTU Þú getur skemmt þér stórkostlega í Glasgow, borg- inni sem breyttist á einni nóttu. Þótt þér dauðleiðist sekkjapípumúsík, finnist skotapils hallærisleg og gamlir kastalar óspennandi, þá er fjölmargt annað í Glasgow sem gæti heillað þig upp úr skónum og gert þig að aldavini skoskrar menningar og lífshátta. Glasgow er nútímaborg á gömlum grunni. Þangað er aðeins um 2 klukkustunda flug með Flugleiðum frá íslandi. Þessi nágrannaborg okkar á sér vaxandi aödáendahóp hérlendis. Þökk sé viömóti Skotanna, kránum, veitingahúsunum, næturklúbbunum, diskótekunum, verslununum, ágætum söfnum og skemmtilegri menningu. - Skoski ballettinn, Skoska óperan, Skoska sinfónían og Skoska þjóðleikhúsið hafa aðsetur í Glasgow! - í Glasgov^ eru 16 fyrsta flokks diskótek, og auðvitað tugir af verri gerðinni! - Glasgow státar af 36 veitingahúsum, þar sem matur og þjónusta eru í hæsta gæðaflokki! - Glasgow er draumastaður sælkera og lífsnautnamanna. ( borginni eru hvorki fleiri né færri en 80 vínstúkur, ölkrár og litlir matsölustaðir sem hægt er að mæla sérstaklega með. En þá eru ótaldir staðir sem heiðarlegir Skotar geta ekki mælt með! Þú átt varla kost á ódýrara sumarleyfi en ef þú flýgur með Flugleiðum til Glasgow. Þar býðst gisting á vönduðum hótelum fyrir hlægilegt verð og í verslunum borgarinnar eru vörurnar á mun lægra verði en í London. Gleymdu öllu sem þú hélst að þú vissir um Glasgow! Skemmtileg borg meó lágan aógangseyri GLASGOW LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐA- SKRIFSTOFUM. o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.