Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Merming franska (Kjarvalsstaðir), verk norska myndlistarmannsins Arvid Pettersen (Kjarvalsstaðir) og aust- ur-þýska málarans Michael Kunert (FÍM-salur). Málverkið heldur sínu Aftur á móti virðast sýningarstaðir vera nákvæmlega jafnmargir árin 1989 og 1988 eða 65 alls. Ef horft er til töflu 2 kemur í ljós aö málverkið er nálægt því að halda sínu en flestum öðrum tegundum sýninga hefur fækkað miili ára. Hér skal enn og aftur sleginn sá varnagli að undir „málverk" eru flokkuð öU máluð verk á tvívíðum fleti og sýningar þar sem slík verk eru í meirihluta. Sem sagt, olíu-, vatnslita- og pastelmyndasýningar. Teikningar, sem gerðar eru með svipuðu markmiði og málverkin, fá einnig að fljóta með í þessum flokki. Taíla 2 sýnir eina stóra undantekn- ingu frá þeirri fækkun sem hér hefur verið tíunduð, það er ljósmyndun. Ljósmyndasýningar hafa aldrei verið fleiri frá því myndlistarannáll var skrifaöur í fyrsta sinni. En hér erum við að tala um magn, ekki gæði. Það verður að segjast eins og er að íslensk listljósmyndun er enn ekki risin úr öskustónni. Eftirminnilegasta ljósmyndasýn- ing ársins var eftir erlendan mann, snillinginn Yosuf Karsh. Söguiegar listsýningar voru sömu- leiðis einni fleiri en árið 1988, þökk sé auknum umsvifum Listasafns ís- lands. Þar ber hæst áöurnefnda yfir- htssýningu á Jóni Stefánssyni sem leiddi skilmerkilega í ljós bæði styrk og veikar hliðar listamannsins. Kjarvalsstaðir stóðu fyrir tíma- bærri úttekt á SÚM-tímabilinu en sú sýning einkenndist meira af kappi en forsjá. Umhleypingasöm sýningar- starfsemi Starfsenú sýningarsala var talsvert umhleypingarsöm á árinu 1989, eins og tafla 3 ber með sér. Um vorið pakkaði Nýlistasafnið saman og flutti af Vatnsstígnum þar sem það hefur verið til húsa um tíu ára skeið. Safnið er enn í kössum og óvíst um framtíð þess, því miður fyrir þróun myndlistarinnar í landinu. Þrjú lítil gallerí lögðu upp laupana á árinu 1989, Gallerí Gangskör, Gall- erí Grjót og Hafnargallerí, en í stað- inn komu Nýhöfn, Hafnarborg í Hafnarfirði og Gallerí 11, sem reis á rústum Grjóts. Þrátt fyrir marghátt- aða kosti síðastnefndra sýningarsala koma þeir tæplega í stað Nýlista- safnsins og Gallerís Svart á hvítu sem vettvangur fyrir margháttaða tilraunastarfsemi. Starfsemi Ásmundarsalar jókst einnig til muna eftir nokkurra ára breytingarskeið og Slunkaríki á ísafirði blómstraði á ný, einn sýning- arstaða á landsbyggðinni. Gott er líka að vita af Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og þéirri merku tónlistar- og rannsóknarstarf- semi sem þar fer nú fram við undir- spil úthafsöldunnar. Listviðburður ársins var listaverkagjöf og sýning Errós, sem hér sést á tali við forseta íslands, Vigdisi Finnbogadóttur, við opnun sýningarinnar. Minni umsvif sama gróska myndlistarannáll ársins 1989 Myndlistin á árinu 1989 var ekki öll þar sem hún var séð. Hún var feiknamikið í sviðsljósinu, ekki síst vegna höfðinglegrar gjafar Errós og meðfylgjandi sýningar á nýlegum verkum hans. Síðan hrönn- uðust Ustsýningar upp um helgar með regulegu millibili, svo oft að elstu áhugamenn um myndhst töldu sig ekki muna aðra eins grósku. Og víst má til sanns vegar færa að íslensk myndlist hafi ekki verið gróskuminni á nýliönu ári en árið 1988. Fyrir utan áðurnefnda sýningu Errós aö Kjarvalsstöðum héldu fleiri eldri Ustamenn eftirminnilegar sýn- ingar, til að mynda Kristján Davíðs- son (Nýhöfn) og Hringur Jóhannes- son (Listasafn ASÍ), að ógleymdri yfirUtssýningunni á Jóni Stefáns- syni. Yngri kynslóðir létu heldur ekki sitt eftir liggja, ég nefni aðeins Kristj- án Guðmundsson (Kjarvalsstaðir), Helga Þorgils (Kjarvalsstaðir), Kjart- an Olason (Kjarvalsstaðir), Kristján Steingrím (NýUstasafn), Sólveigu Aðalsteinsdóttur (Nýlistasafn), Jón Axel (Nýhöfn), Sigríði Ásgeirsdóttur (Norræna húsið), Pétur Bjarnason (Ásmundarsalur) og Svövu Bjöms- dóttur (Norræna húsið), en tvær síð- astnefndu sýningarnar veröa að telj- ast meðal glæsilegustu „debút“ sýn- inga hér á landi. I þrívíöa kantinum Báðar voru í þríviða kantinum, sem ef til vill bendir til þess aö vaxt- arbrddd íslenskrar myndlistar sé að finna þeim megin. En myndlistin var sannarlega fyr- irferöarminni árið 1989 en árið á undan, ef tölumar einar eru látnar tala, sjá töflu 1. Þar kemur í ljós að listsýningum á landinu öUu fækkaði talsvert frá því árið áður og hafa þær ekki verið færri síðan 1986. Ekki veit ég hvaö veldur en giska á að fækkun sýningarstaða og al- mennt efnahagsástand ráöi þar ein- hveiju um. Ef sveiflur milU annarra sýningar- ára eru hafðar til hUðsjónar er þessi almenna fækkun sýninga út af fyrir sig ekki óeðUleg. Hins vegar virðist hún koma sér- staklega illa niður á tveimur þáttum íslenskrar sýningarstarfsemi, ann- ars vegar erlendum sýningum, hins vegar sýningum utan Reykjavíkur. Eins og tafla 1 sýnir hefur hvort- tveggja fækkað um meira en helming á einu ári. Á meðal þeirra 23 erlendu sýninga, sem mér tókst að hafa upp á, hugnuöust mér sérstaklega Nor- ræni veflistarþríæringurinn (Kjarv- alsstaðir), sýning á sænskum guð- spekingi og brautryðjanda í mynd- list, Hilmu af Klint /Listasafn ís- lands), verk úr Épmal-safninu Fróðleg sýning á nútimalistaverkum í eigu Épinal-safnsins í Frakklandi var haldin að Kjarvalsstöðum. Hér er verk eftir Tony Cragg, eina skærustu stjörnu Breta í þrivíðri myndlist i dag. Ostsýningar á öllu landinu 264 — 270^ 272 . 215 242 .167 188 80 125 1978 1979 1980 1985 1986 1987 1988 1989 60- 40 ■ Erlendar sýningar □ Fjöldi staða □ Utan Rvíkur 20- 1978 1979 1980 1985 1986 1987 1988 1989

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.