Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Bgjifl Á toppnum Topplag íslenska listans á breska söngkonan Dusty Spring- field en hún er sína aöra viku á toppnum meö hið 26 ára gamla lag Son of a Preacher Man sem finna má í myndinni Pulp Fict- ion. Nýtt Hæsta nýja lagið eiga Verslun- arskólanemendur. Lagið kalla þeir Steinar í vegg, en það var upprunalega flutt af Pink Floyd. Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hafa sett upp söngleik sem heitir Múrinn, en það er Þorvaldur B. Þorvalds- son úr Tweety sem útsetur tón- listina. Lífsmark með Guns N' Roses Gilby Clarke hefúr tilkynnt op- inberlega um brottför sína úr Guns N' Roses en hún hefur leg- ið í loftinu um nokkurt skeið. Ýmsar getgátur eru á kreiki um hver taki við af Clarke og reynd- ar hefur framtíð Guns N' Roses verið talsvert á reiki en nýjustu fregnir herma að sveitin sé kom- in saman og hafi æft að undan- fömu með gítarleikaranum Zakk Wylde. Sá ágæti maður hefúr upp á síðkastið leikið í hljómsveit Ozzys Osboumes en að sögn Wyldes er ekkert frágengið um inngöngu hans í Guns N' Roses. Hástökkið Hástökk vikunnar á söngkona frá Atlanta. Alicia Bridges er númer 10 og tekur undir sig 14 sæta stökk með lagið I Love Night Life. Lagið kom fýrst út árið 1978 og varð eitt vinsælasta diskólag- ið það ár. Lagið er tekið úr bíó- myndinni Priscilla, Queen of the Desert. Lagið týndist! Hjjómsveitin L7 hefur neyðst til að fresta útgáfu á nýrri smá- skífu vegna þess að lagið sem vera átti á bakhlið plötunnar er týnt! Upptakan með laginu var send frá Los Angeles til London með flugi en kom aldrei fram og hefúr ekki fúndist. Þokkaleg plötusala Bandaríska útgáfufyrirtækið Geffen Records hefiir fyllstu ástæðu til að fagna þessa dagana því fyrirtækið sló öll fyrri met í plötusölu á síðasta ári. Ails seldi það plötur fyrir 505 milljónfr doil- ara eða kringum 35 milljarða ís- lenskra króna!! I BOÐI GOGA-COLA A BYLGJUNNII DAG KL. 16.00 VI KIJIVA 11.2 '95 - 17.2 'í)5 - 82 Ss SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ LISTANUM 1 m 1 »4 l P 46 -Á TOPPNUM1TVÆR VIKUR- G) 1 2 4 SON OF A PREACHER MAN DUSTY SPRINGFIELD G 6 11 4 THE MAN WHO SOLD THE WORLD NIRVANA G 8 2 DANCING BAREFOOT U2 4 3 4 6 WHATEVER OASIS 5 4 9 4 CRUSH WITH EYELINER R.E.M. 6 2 1 9 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 7 5 13 3 THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O'CONNOR CD 11 19 6 HIBERNACULUM MIKE OLDFIELD cd1 15 17 4 GLORY BOX PORTISHEAD - HÁSTÖKK VIKUNNAR ~ j <5cD 24 - 2 1 LOVE THE NIGHT LIFE . ALICIA BRIDGES 11 19 24 3 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN (5) 23 - 2 BASKET CASE GREEN DAY (5) 22 - 2 THE BALLAD OF PETER PUMKINHEAD CRASH TEST DUMMIES 14 7 8 4 FREAK OUT JET BLACK JOE - NÝTTÁUSTA~ j <3> - - 1 AÐEINS STEINAR i VEGG NEMENDUR V.í. 16 12 5 6 ÁST f VIÐLÖGUM UNUN 17 14 14 8 WE HAVE ALL THE TIME IN THE WORLD LOUIS ARMSTRONG 18 10 7 6 SYMPATHY FOR THE DEVIL GUNS N'ROSES 19 16 18 4 THE REASON IS YOU NINA 20 20 28 3 SCATMAN SCATMAN JOHN (S) - ■- 1 THESE BOOTS ARE MADE FOR WALKING SAM PHILLIPS (5) - - 1 THIS COWBOY SONG STING & PATO BANTON (2) 28 - 2 EVERLASTING LOVE GLORIA ESTEFAN 24 9 3 11 ABOUT A GIRL NIRVANA 25 30 34 3 STRONG ENOUGH SHERYL CROW 26 17 20 3 ÞANNIG ER NÚ ÁSTIN BUBBI 27 13 6 6 BETTER MAN PEARL JAM (2) 29 36 3 TELL ME WHEN HUMAN LEAGUE 29 18 15 8 TAKE A BOW MADONNA 30 27 V 2 THAT'S JUST WHAT YOU ARE AMIEE MANN 31 32 2 BETTER DAYS AHEAD TYRELL CORPORATION (2) AF 2 SHE'S A RIVER SIMPLE MINDS 33 31 32 6 DON’T DONT TELL ME NO SOPHIE B. HAWKINS (5) 36 - 2 IN THE HOUSE OF STONE AND LIGHT MARTIN PAGE 35 21 10 11 LÖG UNGA FÓLSINS UNUN (5). ■ - - 1 IF 1 WANTED TO MELISSA ETHERIDGE © - - 1 CHANGE LIGHTNING SEEDS 38 26 27 6 THINK TWICE CELINE DION (29) - - 1 NO MORE 1 LOVE YOUS ANNIE LENNOX (áffl) - 1 CONQUEST OF PARADISE VANGEUS Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niöurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmdaf markaösdeildDVíhverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 18 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekiö miö af gengi laga á erlendum vinsældalistum og spilun þeirra á íslenskum útvarpsstöövum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er I tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekiö af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjóm og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson DV ttgfcP Zeppelin- draumur- inn úti John Paul Jones, fyrrum bassaleikari Led Zeppelin, hefúr að gefnu tilefin sent frá sér yfir- lýsingu þess efiiis að hann hafi ekki í hyggju að koma fram með fyrrum félögum sínum, þeim Jimmy Page og Robert Plant Þar með deyja vonir þeirra sem dreymt hefur um upprisu Led Zeppelin. Þeir verða því að láta sér nægja að hlusta á Page og Plant. Plötufréttir Rage Against the Machine hafa haft hægt um sig um nokkurt skeið en nú er ný plata í uppsigl- ingu og er stefiit að því að hún komi út í apríl... Breska hljóm- sveitin Gene, sem vakti mikla at- hygli á liðnu ári, er langt komin með nýja plötu og kemur hún út í mars næstkomandi... Hingam- alkunna hljómsveit The Fall er að leggja síðustu hönd á 28.! plötu sína sem kemur út í lok þessa mánaðar... Radiohead, sem sló í gegn með plötunni Pablo Hon- ey og einu athyglisverðasta lagi síðari ára, laginu Creep, er að ganga frá nýrri plötu sem er væntanleg á markaðinn í næsta mánuði ef guð lofar... Glerhús söngvarans Michael Hutchence, söngvari og forsprakki áströlsku rokk- sveitarinnar INXS, hefúr staðið í ströngu að imdanfömu en þó ekki á tónlistarsviðinu. Hann byrjaði á því fyrir nokkm að kaupa sér húskumbalda í Lund- únum fyrir litlar 50 milljónir króna og ætlar að spandera öðm eins í að breyta honum eftir eig- in óskum og óskum kærustunn- ar, dönsku sýningarstúlkunnar Helenu Christiansen. Þar með er talið nýtt glerþak á kofann eins og hann leggur sig svo hægt verði að gá til veðurs hvar sem er í hús- inu og glápa á stj ömumar úr bæl- inu ef því er að skipta. Skelfing söngvarans En þetta er ekki allt og smnt af Michael Hutchence og spúsu hans því þau hjúin vom á dögun- um stödd á næturklúbbi nokkr- um í Lundúnum þegar frúin upp- götvaði að hún var búin að glopra niður forláta rúbínsteini úr hring sem unnustinn haföi dregið henni á fingur af einhverju til- efiii. Fékk söngvarinn vægt áfall og skreið um öll gólf eins og óður maður í leit að steininum. Eig- endur klúbbsins skipuðu öllum gestum út og síðan lagðist starfs- fólkið líka í gólfið með Hutchence. Og það bar árangur, steinninn góði fannst við dyr kvennaklósettsins. -SþS-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.