Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 26
50 ^ Islendingaþættir MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 I>V » i » * * J. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Jón Halldórsson húsasmíBameistari, Dalbraut 27, Reykjavík. Áður í Sólheimum 22, Reykjavík. Hann ólst upp á Arngerðareyri við Djúp. 80 ára_______________ Guðlaug Ingibjörg Björnsdóttir, Múlavegi 34, Seyðisfirði. 75 ára________________________________ Axel Þorsteinsson, Túngötu 2, Hofsósi. Guðrún S. Einarsdóttir Clausen, Hraunbæ 97, Reykjavík. 85 ara 70 ára________________________ Ágúst Nilsson, Ránargötu 5a, Reykjavík. Bjarney Sighvatsdóttir, Þangbakka 8, Reykjavík. Guðjón Heiðar Jónsson, Háaleitisbraut 73, Reykjavík. Hafþóra Bergsteinsdóttir, Brávallagötu 50, Reykjavík. Sigurður Guðmundur Jónsson, Langanesvegi 21, Þórshöfn. 60 ára________________________ Guðný Bernhard, Marklandi 10, Reykjavík. Óskar Gunnarsson, Skólavegi 64a, Fáskrúðsfiröi. Þorkell Sigurjónsson, Kirkjuvegi 82, Vestmannaeyjum. Örn Helgi Steingrímsson, Krummahólum 4, Reykjavík. 50 ára__________________________ Arnar F. Sigurþórsson, Dalatanga 3, Mosfellsbæ. Eyþór Benediktsson, Tangagötu 13, Stykkishólmi. Guðmar Rnnur Guðmundsson, Viðarrima 13, Reykjavík. Guðni Már Brynjólfsson, Klausturhvammi 13, Hafnarfiröi. Halla Ingibjörg Guðmundsdóttlr, Merkurteigi 4, Akranesi. Jóhanna Björnsdóttir, Sólbrekku 7, Húsavík. Lilja Jónsdóttir, Baughóli 1, Húsavík. Rúnar Ragnarsson, Grundarvegi 13, Njarðvík. Sævar Benediktsson, Einigrund 5, Akranesi. Vilhjálmur V. Ragnarsson, Heiðarbraut 9a, Keflavik. 40 ára__________________________ Anna Margrét Hálfdánardóttir, Flúðaseli 2, Reykjavík. Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Smyrlahrauni 40, Hafnarfirði. Björk Þórisdóttir, Furugrund 22, Kópavogi. Eva Kristjánsdóttir, Sléttuvegi 9, Reykjavik. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Nýlendugötu ll_a, Reykjavík. Gunniaugur B. Ólafsson, Furubyggð 2, Mosfellsbæ. Hafsteinn Hafsteinsson, Bakkaflöt 1, Garöabæ. Jóhann Youyi Xiang, Sólheimum 49, Reykjavík. Koibrún Reynisdóttir, Fjóluhlíð 3, Hafnarfirði. Sigurður Ólafur Steingrímsson, Faxastíg 26, Vestmannaeyjum. Svandís Ósk Stefánsdóttir, Sléttuvegi 3, Reykjavik. Tóna Sólrun Olsen í Nlðristovu, Furugrund 16, Kópavogi. Tui Donjai, Engihjalla 25, Kópavogi. Vilborg Hafsteinsdóttir, Reynivöllum 5a, Selfossi. Attræður Magnús Ólafsson húsgagnasmíðameistari í Reykjavík Magnús Ólafsson húsgagna- smíðameistari og kennari í hand- mennt, Kjartansgötu 5, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Magnús fæddist að Vindheim- um í Tálknaflrði og ólst þar upp í foreldrahúsum til átta ára aldurs og stundaði þar nám í bamaskóla síðasta veturinn. Um vorið flutti hann með foreldrum sinum til Reykjavikur og var einn vetur í Miðbæj arskólanum. Næsta vor, er Magnús var níu ára, flutti hann til foðurbróður síns, Kolbeins Jónssonar á Eyr- inni að Amarstapa á Snæfellsnesi þar sem bamaskólahald var á tveimur bæjum, Eiriksbúð og Bjargi. Magnús starfaði síðan hjá föð- urbróður sínum við sveitastörf og sjómennsku en vann einnig við vikurtöku í Snæfellsjökli á vegum Jóns Loftssonar. Magnús fór til Reykjavíkur er hann var nítján ára. Hann starfaði í verksmiðju Jóns Loftssonar við Hringbraut í eitt ár og var nokkra mánuði á togara. Magnús hóf nám í húsgagna- smíði hjá Hjálmari Þorsteinssyni við Klapparstíg 1942, lauk námi við Iðnskólann í Reykjavík á þremur árum, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði 1946 og öðlaðist meistararéttindi 1949. Þá fór hann til Danmerkur og stundaði nám i byggingarlist við Byggemeisterskole i eitt og hálft ár en starfaði þar jafnframt við húsgagnasmíði. Magnús stundaði síðan hús- gagnasmíði allan sinn starfsferil, m.a. hjá Axel Einarssyni, Tré- smiðjunni Meiði og á Flúðum. Hann fór til Svíþjóðar 1964 og starfaði þar i fjóra mánuði. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Húsgagnavinnustofu Árna Jóns- sonar. Hann stundaði jafnhliða nám í handmennt við Kennara- skóla íslands og lauk prófum í þeirri grein. Magnús var siðan kennari í handmennt við Reykholtsskóla í Borgarfirði í fjóra vetur. Hann hóf síðan störf hjá Nývirki og starfaði þar fram yfir sjötugt. Þá kenndi hann handmennt við Ármúlaskóla í einn vetur. Magnús fann upp og hannaði manntaflið Víkingaskák 1967. Fjölskylda Systkini Magnúsar: Guðrún, f. 22.1. 1902, d. 1977, húsmóðir i Reykjavík; Jón Bjarni, f. 1.7. 1903, d. 1977, sjómaður og bóndi á Vind- heimum i Tálknafirði; Gisli, f. 15.8. 1905, d. 1911; Kristrún, f. 3.11. 1906, d. 1995, húsmóðir á Akra- nesi, og starfrækti lengi bama- heimilið að Ölveri undir Hafnar- fjalli; Sigurfljóð, f. 3.1. 1908, d. 1996, húsmóðir í Reykjavík; Anna, f. 22.4. 1909, d. 1999, húsmóðir í Reykjavík; Unnur, f. 2.1. 1911, d. 1998, húsmóðir í Reykjavík; Gísli, f. 5.7. 1913, d. 1993, bóndi á Kirkju- bóli í Arnarfirði; Snæbjörg, f. 13.10. 1914, húsmóðir í Reykjavík; Bergljót, f. 30.6.1916, kjólameistari í Reykjavík; Valdís, f. 30.6.1916, d. 1936; Ragnhildur, f. 11.4. 1918, d. 1996, rithöfundur í Kaupmanna- höfn; Kristján, f. 11.8. 1919, d. 1996, vélstjóri í Reykjavík; María Hug- rún, f. 6.5. 1921, d. 1979, listmálari i Kaupmannahöfn; Aðalheiður, f. 4.1. 1926, bóndakona í Mástungu í Gnúpverjahreppi. Foreldrar Magnúsar voru Ólaf- ur Kolbeinsson, f. að Hreimsstöð- um í Norðurárdal í Borgarfirði 24.6. 1863, d. 2.6. 1955, bóndi að Vindheimum, og k.h., Jóna Sigur- björg Gísladóttir, f. á Skriðufelli á Barðaströnd 20.7. 1880, d. 14.5. 1952, húsfreyja. Ætt Foreldrar Ólafs voru Kolbeinn Sæmundsson og Guðríöur Guð- munsdóttir, ríka á Hraunsnefi. Foreldrar Jónu Sigurbjargar voru Gísli Snæbjömsson og Berg- ljót Þórðardóttir. Níræður Húnbogi Þorleifsson húsasmíðameistari í Njarðvík Húnbogi Þorleifsson húsasmið- ur, Hólagötu 41, Njarðvik, er ní- ræður í dag. Starfsferill Húnbogi fæddist á Svínhólum í Bæjarhreppi í Lóni, Austur- Skaftafellssýslu, og þar ólst hann upp í foreldrahúsum. Um tvítugs- aldur fór Húnbogi til sjós og var þá á bátum frá Homafirði og síð- an á vertíðum í Vestmannaeyjum. Hann var svo við nám í Bænda- skólanum á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1943. Eftir það fór Húnbogi til Reykja- víkur og hóf þar nám við Iðnskól- ann 1947 en hann lauk húsasmíða- námi 1949 og öðlaðist siðan meist- araréttindi 1953. Húnbogi stundaði síðan húsa- smíðar í Keflavik, Njarðvík og Sandgerði en einkum á Keflavík- urflugvelli hjá Islenskum aðal- verktökum. Hann hóf störf hjá Sameinuðum verktökum 1951 og starfaði síðan hjá íslenskum aðal- verktökum til 1992. Húnbogi bjó í Sandgerði frá 1951 en hefur svo búið í Njarðvík- um frá 1963. Fjölskylda Eiginkona Húnboga er Einarína Jóna, f. 27.2. 1922, húsmóðir. For- eldrar hennar: Sigurður, sem lengi var verkstjóri í Sandgerði, Einarsson, og Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Böm Húnboga og Einarínu eru Ragnhildur, f. 1950, búsett á Blönduósi en maður hennar er Karl Tryggvason bílstjóri og eiga þau þrjú böm; Áslaug, f. 1951, skrifstofumaður á Keflavíkurflug- velli, en hún á einn son; Þorleifur, f. 1953, húsasmiður og starfsmað- ur hjá íslenskum aðalverktökum; Guðný, f. 1955, búsett í Keflavík, en maður hennar var Þórður Magnússon, skipasmiður og verk- stjóri í Keflavíkurslippnum, en þau eiga fimm böm; Halldóra, f. 1956, búsett i Njarðvík en maður hennar er Ámi Stefánsson, múr- ari og starfsmaður hjá íslenskum aðalverktökum, og eiga þau þrjá syni; Sólrún, f. 1957, búsett í Sand- gerði, en maður hennar er Skúli Jóhannsson, starfsmaður við sundlaugina þar, og eiga þau þrjú börn; Ásgeir, f. 1960, húsasmiður og slökkviliðsmaður á Keflavíkur- flugvelli, búsettur í Njarðvík en kona hans er Guðbjörg Ásbjöms- dóttir og eiga þrjú böm. Fósturdóttir Húnboga er Hann- veig Valtýsdóttir, f. 1945, húsmóð- ir á Akureyri, gift Páli Hlöðvers- syni skipatæknifræðingi og eiga þau fjögur böm. Hálfsystir Húnboga, samfeðra, var Sólveig, nú látin, sem lengi bjó á Eskifirði, var gift Halldóri Árnasyni útgerðarmanni. Alsystkini Húnboga: Guðrún, nú látin, var síðast húsmóðir í Reykjavík, gift Skúla Sigurjóns- syni; Inga, nú látin, bjó í Vík í Lóni, en maður hennar var Gunn- ar Sigurðsson bóndi sem er látinn; Halldóra, nú látin, bjó á Eskifirði, var gift Sigurði Gestssyni sjó- manni; Guðmundur, fyrrv. verka- maður á Höfn í Homafirði, var kvæntur Hjöltu Júlíusdóttur sem er látin; Sigurbjörg, búsett á Höfn, gift Hannesi Erasmussyni, fyrrv. kjötvinnslumanni við Kaupfélagið á Höfn. Foreldrar Húnboga: Þorleifur Bjamason, f. 7.10. 1880, bóndi í Svínhólum, og k.h., Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 10.12. 1879, d. 11.12. 1962, ljósmóðir i Lóni. Ætt Þorleifur var sonur Bjarna, b. á Hvalsnesi og síðast í Svínhólum, Bjamasonar og Guðrúnar Þor- leifsdóttur frá Hólum í Hornafirði. Ragnhildur var dóttir Guð- mundar, b. i Bæ og síðar í Svín- hólum, Guðmundssonar og Gróu Sigurðardóttir. Húnbogi verður að heiman á af- mælisdaginn. Ektafiskurehf J $.4661016 J Útvatnaiur saltfiskur, ánbeina,tiluosjóða. SérúPvatnaðursaltfiskur, ánbeina,tilaðsteikja. Sagir Tenging við ryksugu tryggir nánast ekkert ryk á vinnustað. Beinn og góður skurður sem minnkar alla eftirvinnu fyrir málara. ArmúU IV, lOB ReykJavOt síml. 533 1334 fax, 55B 0499 Erum með sagir með hraðastilli, sem henta vel til að saga gifsplötur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.